Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 12

Freyr  - 01.06.1981, Blaðsíða 12
Magnús Sigsteinsson: Er súgþurrkunarkerfið þitt í góðu lagi? Áður en þú svarar þessari spurningu játandi, skaltu athuga nokkur atriði í hlöðunni fyrir slátt. Orkan er dýr nú til dags og á bændabýlum er rafafl oft af nokkuð skornum skammti. Við súgþurrkun á heyi er mikilvægt að nýta sem best það afl, sem tiltækt er til að knýja blásarann, þannig að hann skili sem mestu lofti upp í gegnum heystæðuna. Afköst og aflþörf súgþurrkunar- blásara viö mismunandi loftmót- stöðu. Mynd 1 sýnir kennilínurit súg- þurrkunarblásara af algengri gerð. Þegar litið er á samhengið á milli loftmagns, sem blásarinn skilar, og mótstöðunnar (þrýstings), sem blásarinn þarf að yfirvinna, kemur greinilega í ljós, að loftmagnið eykst verulega þegar mótstaðan minnkar. Dæmi: Þegar blásarinn snýst 1380 snúninga á mínútu skilar hann um 6.5 m3 lofts/sek ef mót- staðan jafngildir 80 mm vatnssúlu, en um 8.3 m3 lofts/sek við 40 mm vatnssúlu mótþrýsting. Aukningin í loftmagni (afköstum súgþurrk- unarinnar) er þá um 28%. Ef litið er hins vegar á aflþörf blásarans við þennan snúningshraða kemur í Ijós að hún er rnjög svipuð, hvort heldur blásarinn skilar 6.5 eða 8.3 m3/sek. eða um 10 KW í báðum tilfellum. Þetta dæmi sýnir greinilega, að það er til mikils að vinna að halda þeirri mótstöðu í lágmarki, sem blásarinn þarf að yfirvinna. Við mælingar í hlöðum hérlendis hefur komið í ljós að mótþrýstingur er einmitt oft á bilinu 40-80 mm vatnssúlu í veggjafullri hlöðu. Hér getur hver bóndi ráðið allmiklu um. Athugið súgþurrkunartæki og um- búnað í blásarahúsi. -ic o -~J Kennilínurit súgþurrkunarblásara, gerö H-12 frá Landssmiðjunni, samkvœmt prófunarskýrslu Bútœknideildar nr. 480. Línur merkar Q sýna loftmagn, sem blásarinn skilar við ákveðinn snúningshraða, (1020 og 1380 snúninga á mínútu). Línur merktar N sýna aflþörfina við sama snúningshraða. Samhengi loftmagns og mótþrýstings er nánar útskýrt í texta. 412 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.