Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 22
Mynd 7
Útreiknaður ný-
liðunarferill Vest-
urdalsár í Vopna-
firði árin 1956—
1969, ásamt því
gagnasafni, sem
lagt er til grund-
vallar.
mismunandi fasa, sem hefði jafnað
út sveiflur í sameiginlegri veiði-
skýrslu. Stöðuvötn, sérstaklega
þau sem eru neðarlega í ánum taka
við seiðum sem hrekjast niður úr
ánum og verða þeim einskonar líf-
höfn. Dæmi um samsett vatna-
svæði er t. d. Víðidalsá nteð Fitjá,
Faxalæk, Vesturhópsvatni og
Hópi.
Til þess að áhrifa upphleypinga
á vetrum gætti sem minnst þurftu
árnar að vera norðanlands eða
austan en þar eru flestar ár undir ís
allan veturinn. Umhleypingar á
vetrum hafa ýmis áhrif á laxaseið-
in. Ef árnar hlaupa upp verða í
þeint ruðningar, hitastighækkarog
þar með orkueyðsla seiðanna, sem
verða þá að ganga meira í sína
forðanæringu. Enn fleira kemur til.
Vetrarstöðvar gulandar eru við
Laxá—Mývatn og svæðið frá
Breiðafirði suður í Árnessýslu.
(Arnþór Garðarsson munnl. uppl.)
Ekki er það nein tilviljun því að á
þessum stöðum eru ár oft opnar að
vetrum. Öndin étur feiknin öll af
laxaseiðum (4—500 g á dag) og þá
fyrst og fremst stærri seiðin. Hún
fer gjarnan á staði þar sem veiði-
von ergóð, éturþarþangað til ekki
borgar sig að veiða meira og flytur
sig svo á nýjan stað.
Þessi saga fjallar um viðskipti
bónda eins á Norðausturlandi við
skattstofu umdæmisins. Bóndinn
taldi fram útgjöld vegna hunda-
fóðurs á gjaldahlið landbúnaðar-
framtals ár hvert, og fóru lengi vel
ekki sögur af því, hve rnikil útgjöld
hann taldi sig hafa af hundi sínum,
né að skattstofan hafi gert þar
athugasemdir við. Út af því brá eitt
árið. Bóndi taldi þá fram eins og
Okkar tilgáta er sú að þarna sé á
ferðinni hefill s jálfrar náttúrunnar.
Með því að veiða á stöðum þar sem
mest er af fiski, en láta fengminni
staði í friði heflar hún af allar
„ójöfnur" sem verða á seiðafram-
leiðslunni, dregur með því úr
sveiflum í göngum og jafnar út
mismun sem er á góðunt ám og
mýrum. Með því að hreyfa við
öndinni ætti að vera hægt að sækja
mikið af laxi, en forsenda þess, eins
og raunar allra ræktunaraðgerða er
sú, að afraksturinn verði upp
skorinn.
HEIMILDIR
Friðriksson, Árni 1940. Lax—rannsóknir
1937—1939, Rit Fiskideildar nr. 2.
Garðarsson, Arnþór. Munnl. uppl.
Guðjónsson, Þór 1978. The atlantic salmon
in Iceland. J. Agr. Res. Icel. 10,2:11—39.
Mundy, P. R., Alexandersdóttir and G.
Eiríksdóttir, 1978. Spawner—recruit rela-
tionship in Elliðaár. J. Agr. Res. Icel.
10,2:47—56.
Ricker, W. E. 1954 Sock and recruitment. J.
Fish. Res. Board Can. 11:559—623.
Symons, P. E. K. 1979. Estimated escape-
men of Atlantic salmon (Salnio salar) for
maximum smolt production in rivers of
different productivity. J. Fish. Rs. Board
Can 36:132—140
Sæmundsson, Bjarni. 1926 Fiskarnir,
Reykjavík.
Tómasson, Tumi. 1975 Undersöking av ju-
venila lax och öringpopulationer í Úlfarsá,
en liten islandsk álv. Prófritgerð Umeaa
Universitet, 23 pg.
hann var vanur, en skattstofan skar
niður útgjöld vegna hundsfóðurs-
ins um helming. Næsta ár gaf
bóndinn upp sem útgjöld vegna
hundsfóðurs þá upphæð sem
skattstofan hafði viðurkennt árið
áður, að viðbættri hækkun vegna
verðbólgu, og gerði um leið eftir-
farandi athugasemd: Hundurinn
dauður fyrir mitt ár.
(Aðsent)
Altalað á kaffistofunni
422 — FREYR