Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 29

Freyr  - 01.06.1981, Blaðsíða 29
Karlöflugras í blóma við hliðina á heilbrigðri og góðri uppskeru. Sumir bændur vilja halda því fram að vegna hinnar miklu vél- væðingar í kartöflurækt og til- kostnaði öllum, þá verði hver framleiðandi að hafa 10 ha lands undir eða meira, ef búskapurinn á að bera sig. Um þetta geta verið deildar meiningar, en ef miðað er við verðlag á kartöflum í dag, mundi 5-6 ha sennilega nægja til að mæta þeim kostnaði út af fyrir sig. Til samanburðar má geta þess, að verð á I. flokks kartöflum var um áramót 1970-1971 kr. 15.07 ktlógrammið, en nú í ársbyrjun 1981 eða 10 árum síðar er verð til framleiðenda á 1. flokks kartöflum 430 kr. eða 4.30 nýkr. Verð til framleiðenda hefur því hækkað um 2753% á ofangreindu tímabili, eða að meðaltali um 40% á ári, og þó allur tilkostnaður hafi enn fremur hækkað stórum þá hefur það orðið minna. Þar má tilnefna áburðinn sem hefur hækkað um 2157% á sama tímabili, eða með- alhækkun árlega 36,6%. Minni framleiðslueiningar,—betri framleiðsla. Það eru tvímælalaust margar ástæður er leiða til þess öldudals, er þessi búgrein hefur verið í, hvað geymsluþoli framleiðslunnar við- víkur, en ef ekki tekst von bráðar úr að bæta, þá má reikna með því að eftirspurn eftir þessari hollu nauðsynjafæðu fari minnkandi. Eitt af því sem ég teldi að gæti stutt að betri framleiðslu og meiri gæðavöru er nokkuð minni ræktun á hverju býli en nú tíðkast, einkum í lágsveitum hér sunnanlands. Það eru of margir stórframleið- endur, sem koma á markað með uppskeru, er bersýnilega hefur orðið fyrir áföllum í fyrstu með- höndlun. Okkur sem við mat og dreifingu vinnum, verður því á að hugsa: Hér hefur of hröð og harkaleg upptaka spillt fyrir. Upptaka í bleytutíð í nrjög sandbornum jarðvegi gefur t. d. slæma raun. Og þurfi síðan að bursta þá uppskeru þegar flokkun fer fram, þá skemmist hýði í flestum tilfellum og sköddun verð- ur það mikil að útlit, gæði og geymsluþol er í algjöru lágmarki. Það eru tvímælalaust fleiri ókostir er sækja fremur heim stór- ræktarframleiðandann, en þann er meira sníður sér stakk eftir vexti í þessum efnum. Það sýnir reynsla undanfarinna ára. Þar má nefna landþrengsli, jarð- vegsþreytu, vöntun á snefilefnum og vöntun á lífrænum áburði að hluta til o. s. fr. Öll umönnun og meðferð framleiðslunnar verður oftast að einhverju leyti ábótavant vegna vinnuálags og erfiðrar að- stöðu. Meiri varúð þarf við upptöku í sandi, en í moldarbornum jarð- vegi. Eitt er það sem fram hefur komið hjá okkur við athugun á geymslu- þoli kartaflna, og er mjög athyglis- vert, það er að úr þeim sveitum, sem rækta meira í moldarbornum jarðvegi, berst mun áferðarbetri uppskera sem geymist lengur án teljandi rýrnunar, heldur en af þeim svæðum, þar sem sandjarð- vegur er meira ríkjandi. Glöggir og reyndir kartöflu- bændur telja að hér sé fyrst og fremst um að ræða, að moldarjarð- vegurinn berst betur með upp- skerunni í upptökuvélina og hlífi Kartöfluakrar á mismunandi vaxtar- skeiði. FREYR — 429

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.