Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 11

Freyr  - 01.06.1981, Blaðsíða 11
-3» Á 4 Stéttarsamband bænda var stofn- að, og þegar sá meirihluti Alþingis, sem studdi nýsköpunarstjórnina sýndi Búnaðarþingi og Búnaðarfé- lagi íslands hreint vantraust með því að taka umráðarétt yfir Bún- aðarmálasjóði úr höndum Búnað- arfélags íslands, ritaði Ólafur skel- egga grein um allt þetta mál í 41.- 42. árgang Ársrits Ræktunarfélags Norðurlands undir titlinum Átök- in um Stéttarsamtök bænda. í rit- gerð þessari færir Ólafur skýr rök fyrir ófyrirleitinni árás Alþingis á félagssamtök bænda og þar með bændastéttina. Gekk þessi aðför svo fram af Ólafi, að ég dreg í efa, að hann hafi fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum eftir það. Ólafur Jónsson átti fjölþætt áhugamál auk hins heilbrigða metnaðar og áhuga, sem hann hafði á öllum skyldustörfum sín- um. Ólafur var alla sína ævi ger- hugull náttúruskoðari og fæddur náttúrufræðingur. Búnaðarnám er í raun allt nema hagfræðin, nátt- úrufræði í einhverri mynd. Óx því áhugi Ólafs á náttúrufræði án efa við nám hans og starf. Ólafur var ætíð ólatur iðjumaður og notaði frítíma sinn af frábærri hagsýni til ferðalaga um ísland bæði í byggð- um og óbyggðum ekki síst um miðhálendið og oftast gangandi. Ritaði hann mikið um þessar at- i Molar Álarækt hefur verið stunduð í Jap- an í meira en 100 ár og er árs- framleiðsla á álum nú um 30 000 tonn. Uppeldið fer fram í tjörnum, sem gerðar eru úr jarðvegi eða steinsteypu og yfirbyggðar með gleri eins og gróðurhús, en állinn þrífst best í hlýju vatni. Fóður ála er malaður fiskur blandaður með mjólk og fiskilýsi, þannig að úr verður þykkur grautur. Landsbygdenes Folk. huganir sínar og rannsóknir, ekki aðeins í ritgjörðum í blöðum og tímaritum heldur hefur hann einn- ig gefið út miklar og vandaðar bækur um þessi efni. Má þar sér- staklega nefna Ódáðahraun I-III, Skriðuföll og snjóflóð I og II, Dyngjufjöll og Askja og síðast Berghlaup, sem Ólafur lýkur við um áttrætt. Sjálfur er ég ekki dóm- bær um náttúruvísindalegt gildi þessara rita, en ég leyfði mér að spyrja hinn heimskunna jarðfræð- ing okkar íslendinga, prófessor Sigurð Þórarinsson, um álit hans á þessum verkum Ólafs. Sigurður telur þessi verk í heild frábært af- rek og síðasta bókin Berghlaup beri þó af þeirn. Þegar á það er litið, að þetta er aðeins ávöxtur tómstundaiðju, er augljóst, að hér er um óviðjafnanlegan dugnað og elju að ræða auk þeirra gáfna og fræðilegrar þekkingar, sem slík iðja sem þessi krefst. Ólafur átti fleiri áhugamál en náttúru- eða jarðfræðina. Hann stundaði bæði ljóðagerð og skáldsögugerð og gaf út ljóðabókina FjöIIin blá og skáldsöguna öræfaglettur. Þá rit- aði hann og gaf út Æviminningar. Auk þeirra ritverka, sem hér er getið hafa komið út allmargar bækur og bæklingar eftir Ólaf Jónsson um ýmiskonar búnaðar- mál. Félag íslenskra búfræðikandidata Aðalfundur Félags íslenskra bú- fræðikandidata var haldinn 28. mars s. 1. Félagið var stofnað árið 1948 og er hagsmunafélag bú- fræðikandidata auk þess sem það hefur tekið til umfjöllunar hin fjölbreyttustu mál innan landbún- aðarins. Einnig hefur félagið oft staðið fyrir sumarfagnaði félags- manna. Félagsmenn eru nú rúm- lega 160. í einkalífi sínu var Ólafur Jóns- son gæfumaður. Hann fékk þeirrar konu, er hann hreifst af ungur, Guðrúnu Halldórsdóttir, ættaðri úr Reykjavík. Þau gengu í hjóna- band í Reykjavík 19. desember 1925, og settu saman heimili í Gróðrarstöðinni á Akureyri næsta vor. Guðrún bjó Ólafi ágætt heim- ili. Þau bjuggu alla tíð á Akureyri, eignuðust tvær vel gefnar dætur, sem báðar eru giftar og eiga sín heimili. Gott var að vera gestur á heimili þeirra Guðrúnar og Ólafs og áttum við hjónin marga ánægju- stund þar. Ólafi Jónssyni var sýndur marg- víslegur heiður, sem vitnar um, hve mikils samstarfsmenn mátu mann- gildi hans og störf. Hann var ridd- ari hinnar íslensku Fálkaorðu og var kjörinn heiðursfélagi í öllum félagsskap landbúnaðarins, sem hann vann fyrir, þ. e. Ræktunarfé- lags Norðurlands, Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar og Búnaðarfé- lags íslands. Um leið og ég votta eftirlifandi konu Ólafs dætrum þeirra og öðr- um ástvinum hans samúð, óska ég þess, að íslenzkir bændur fái sem flesta starfsmenn honum líka að hæfileikum, hugarfari og giftu. Á góuþræl 1981. Halldór Pálsson. Á nýliðnum aðalfundi hafði Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur, framsögu um efnið: „Land- búnaður frá sjónarhóli neytanda“ og lýsti hann þar þeirri megin- skoðun sinni að eyþjóð eins og ís- lendingar verði að reka traustan landbúnað. Ný stjórn var kosin á aðalfund- inum. Hana skipa: Jónatan Hermannsson, formað- ur, Guðmundur Stefánsson, gjald- keri, og Áslaug Helgadóttir, ritari. freyr — 411

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.