Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 28

Freyr  - 01.06.1981, Blaðsíða 28
Eðvald B. Malmquist yfirmatsmaður garðávaxta: Ótrygg uppskera í kartöflurækt Þrjú ár léleg — tvö ár góð spretta Síðustu 5 ár eru mjög sérkennandi fyrir hinar miklu sveiflur er geta orðið í íslenskri kartöfluræktun, hvað uppskerumagn áhrærir annars végar, og nýtingu á markaði hins vegar. Ef við tökum fyrst árin 1976 og 1977, þá var bæði þau ár afar léleg uppskera og nýting vegna haustfrosta um uppskeru- tímann var í lakara lagi og sums staðar svo, að mikið tjón varð af. Síðan bregður svo við haustið 1978, að uppskera varð með langmesta móti, eða um þreföld miðað við tvö árin á undan. Kartöfluframleiðslan þá var yfir 10.000 tonn hjá þeim, er selja á markað og 4-5000 tonn ræktuðu einstaklingar víðsvegar á landinu, bæði í þéttbýli sem hinum dreifðu byggðum. En það munu vera yfir 15.000 aðilar sem stunda heimil- isræktun, sumir með garðlönd allt upp í 300-600 fermetra, en þó langflestir með mun minna. En kornið fyllir mælinn og hefur því þessi gamla góða heimilisræktun mikil áhrif á markaðssölu, einkum þegar spretta er góð á öllu landinu, eins og hún var s. 1. sumar. Fjórða árið í þessum lauslega samanburði verður þó hvað minn- isstæðast. Pað er kalda árið 1979. Þá varð uppskerubrestur norðan- lands, á Austurlandi og í Austur- Skaftafellsýslu, sem kunnugt er. Bændur í Rangárvalla- og Ár- nessýslum urðu ennfremur fyrir stóráföllum vegna óhagstæðs tíð- arfars bæði yfir sprettutímann, en þó ekki síður um uppskerutíma- bilið, en þá olli frost víða stórtjóni. Og að lokum er það síðasta ár, 1980, sem reynist mjög frábrugðið að því leyti, að uppskera var svo óvenju góð um allt Iand, að annað eins hefur varla komið fyrir áður. Vissar sveitir og héruð hafa að vísu stundum fengið 12-18 falda kart- öfluuppskeru, en að allir lands- hlutar, jafnt á annesjum sem inn til dala fái jafn góða og mikla upp- skeru sem s. 1. haust verður að teljast hrein undantekning. Alls mun kartöfluframleiðslan hjá markaðsframleiðendum hafa veriðum 11.500-12.000 tonnás.l. hausti og nær 6000 tonn hjá heimilisræktendum til sveita og í þéttbýli. Alls hefur því kartöflu- uppskeran orðið s. 1. haust um 2- 3000 tonnum umfram ársneyslu landsmanna. Síðastliðið haust skiptist kartöflu- framleiðslan sem næst þannig eftir sveitum og landshlutum: í Rangárþingi eru ræktuð rúm- lega 52% af heildar markaðsfram- leiðslunni, og þar hefur Djúpár- hreppurinn einn, þ. e. a. s. Þykkvi- bær, í sinn hlut nær 50%. Villinga- holtshreppur og aðrar sveitir í Ár- nessýslu rækta 15%. í Vestur-Skaftafellssýslu er framleiðslan nær 2%. Þá hefur kartöflurækt aukist mjög síðustu ár í Austur-Skaftafellsýslu og var s. 1. haust rúmlega 5% af heildar markaðsframleiðslu landsins. Sveitir við Eyjafjörð hafa frem- ur aukið við kartöfluræktun sína og var hún þar yfir 25% s. 1. haust. Á Austurlandi og Vesturlandi, að- allega Snæfellsnesi, er nokkur kartöflurækt, þegar vel árar eða um 2% af heildar markaðsfram- leiðslu landsins. Það er mjög áberandi hve þeim aðilum sem rækta kartöflur til sölu hefur fækkað síðustu 10-12 árin, og eru þeir nú aðeins um 400. Og ef við tökum sem dæmi Djúpár- hrepp, þá eru það innan við 45 heimili sem sjá um ræktun á 50-60 þúsund tunnum af markaðskart- öflum, þegar spretta er sæmilega hagstæð. Þetta eina sveitarfélag sér með öðrum orðum markaðinum fyrir um helmingi þess magns, er til dreifingar kemur. Svo til öll fram- leiðsla úr Þykkvabæ fer á markað í Reykjavík ognágrenni. Það máþví ætla að aðeins fjórða hvert kg af neyslukartöflum í Reykjavík komi annars staðar frá en úr Þykkvabæ í flestum árum. Þegar á heildina er litið verður manni á að íhuga, hvort hér sé um heiilavænlega þróun að ræða í kartöflumálum okkar. Og það er margt sem bendir til þess að svo sé ekki, að athuguðu máli. 428 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.