Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 21
R
1000«
80»
600.
400-
200'
# NÚPSÁ
• •
x
R
5000'
4000
• 72
100 200 300 400 P/2
0 70
Samband hrygningarstofns og stærðar laxagöngu 5—7 árum 2000
síðar í Seláí Vopnafirði. Laxastigi varsettur í Selá árið 1967.
Laxagengi hluti árinnar lengdist um 30 km við tilkomu
stigans, en hafði áður verið 8 km. Opnu hringirnir sýna °
samband hrygningarstofns og nýliða eftir tilkomu stigans.
Tölurnar við hringina gefa til kynna, hvaða ár hrygning fór
fram.R = fjöldinýliða.P/2 = stærðhrygningarstofns. (fjöldi 10j)0 |
hrygna).
hrygnur til þess að ná hámarks-
framleiðslu, að auki kæmi svo
nauðsynlegur fjöldi hænga. Okkar
niðurstöður sýna heppilegasta
hrognafjölda sem er á bilinu 7—
30/m2 minnstan í Vesturdalsá og
mestan í Austurá. Flatarmál ánna
var nokkuð gróflega áætlað og þar
sem forsendur eru að miklu leyti
áætlaðar ber að taka okkar tölur
með varúð, og nota þær aðeins sem
viðmiðun. Einnig virðist okkar
aðferð ofmeta litlar göngur og
vanmeta stórar (sbr. veiðiálag í
Elliðaánum, þar sem veiðiprósent-
an minnkaði með vaxandi göngu)
en það leiðir til þess að mat á
hrognafjölda verður of hátt. Ljóst
er þó að þau ár sem göngur eru
stórar er hrygingarstofn ánna
margfalt stærri en Symons telur
nauðsynlegt í sinni grein, en þær ná
m. a. til laxveiðiáa í Kanada, þar
sem ár eru ísilagðar að vetrum með
tilheyrandi flóðum og ruðningi.
• •
Mynd 6 —
Fjöldi laxaseiða í íslenskum ám
er mjög breytilegur, bæði milli
staða í hverri á fyrir sig og á milli
árhverfa. (Þór Guðjónsson 1978).
Sé fjöldinn borinn saman við
seiðafjölda í ám erlendis, þá er
meira af seiðum í íslenskum ám. í
rannsókn sem gerð var í Úlfarsá
1975 (Tumi Tómasson 1975)
fundust 0,2—6,8 seiði á hverjum
fermeter, og höfundur kemst í
skýrslu einni að þeirri niðurstöðu
að hinn mikli fjöldi á sumum
stöðum dragi úr vexti einstakra
seiða, og að aukið veiðiálag myndi
verða fiskstofni Úlfarsár til bóta.
Hafa ber í huga að seiðafjöldi sem
finnst í ánum er ekki beinn mæli-
kvarði á stærð hrygningarstofnsins
selX
500 1000 PI2
því þegar yngstu seiðin koma fyrst
fram í seiðarannsóknum (seinni
hluta sumars) hafa þegar orðið á
þeim mikil afföll.
Þær laxveiðiár sem þessi grein
fjallar um voru valdar sérstaklega
vegna þess, að veiði í þeim var
sveiflukennd. Hvers vegna var það
gert, og hvað með ár sem sýna
minni sveiflur í veiði? Er hér ekki
um hlutdrægni að ræða?- Gera
þurfti ýmsar kröfur þegar árnar
voru valdar. Sú veigamesta var að
ekki féllu í þær þverár sem lax
gengi í, ekki mættu vera stöðuvötn
í nánum tengslum við þær, og
veiðiskýrslur urðu að vera sam-
felldar. Stofnbundnar sveiflur í
þverá og aðalá hefðu getað verið í
freyr — 421