Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 20

Freyr  - 01.06.1981, Blaðsíða 20
R 2800' 2t00- 2000* 1600- 1200' 800' 400- VESTURÁ X# R 1200 1000 800 600' 400- 200- AUSTURÁ x • X • I I . I——-----*----■—...» ■ —* ■ I 100 200 300 400 500 600 Mynd3—5Z00 ^00 600 800 P/2 P/2 Myndirnarsýna samband hrygningarstofns og stœrðar laxagöngu 5—7 árum síðar í Vesturá, Austurá og Núpsá, en þœr mynda saman Miðfjarðará. Hverpunktur táknar ákveðið hrygningarár og laxagönguna, sem sú hrygning gaf. Krossar tákna að ganga sé áœtluð vegna ófullkominna veiðiskýrslna. R = fjöldi nýliða. P/2 stærð hrygningarstofns (fjöldi hrygna). Þeirri hrygningu. Á mynd 7 hefur nýliðunarferillinn verið teiknaður inn skv. aðferð Rickers. Tölfræðileg úrvinnsla gagna sýn- ir að þau falla að nýliðunarferli Rickers. Ekki þykir nauðsynlegt að birta þá útreikninga hér því við teljum að myndirnar tali skýru máli. Ályktanir, umræður. Æskilegt hefði verið í rannsókn sem þessari að notast við beinar talningar á göngum í árnar í stað þess að áætla þær út frá veiði. En slíkar talningar eru ekki til og það munu líða mörg ár uns hægt verður að fá svo nákvæmar upplýsingar frá nægilega mörgum stöðum. Ljóst er þó að einungis verulegar breytingar á gefnum forsendum myndu breyta meginniðurstöðum rannsóknarinnar; að hóflegur hrygningarstofn gefi af sér stórar laxagöngur og of stór hrygingar- stofn sé til tjóns, sé markmiðið að halda laxagöngum sem stærstum og jöfnustum. Samkvæmt þessu myndi aukin sókn í stórar göngur leiða til jafn- ari laxagengdar, og þar með myndu árnar skila meiri afrakstri mældum í fjölda laxa. Eins og áður sagði þá deyr mestur hluti laxins að lokinni hrygningu, annað hvort í ánni veturinn eftir, eða í sjó ef hann kemst þangað. Samkvæmt rann- sóknum Árna Friðrikssonar á Elliðaárlaxinum (Árni Friðriksson 1940) hrygna einungis 4.5% laxa oftar en einu sinni. Má því segja að ,,nýr“ laxastofn gangi í árnar á hverju ári, en það þýðir að við nýtingu á laxastofni þarf einungis að taka tillit til þess, að hæfilegur fjöldi fiska verði skilinn eftir til viðhalds stofninum. Þá vaknar sú áleitna spurning: Hvað á hrygn- ingarstofninn að vera stór í hverri á fyrir sig? Niðurstöður rannsókna okkar gefa vísbendingar í þessa átt og á síðustu árum hafa verið gerðar rannsóknir erlendis sem nota má til viðmiðunar. Symons hefur tekið saman gögn sem birt hafa verið um rannsóknir á hrognaþéttleika hjá Atlants- hafslaxi (Symons P.E.K. 1979) Kemst hann að því að sá meðal- hrognaþéttleiki sem nauðsynlegur sé til hámarks gönguseiðafram- leiðslu sé2,2/m2. Þarsem seiðinná göngustærð á einu ári, og 0,8 hrogn/m2, þar sem það tekur 4 ár að ná göngustærð. Til þess að auðveldara sé að gera sér grein fyrir þessu má nefna að 2 hrogn/m2 svara til þess að 2—3 10 punda hrygnur hrygni í 10 m breiðri 1 km langri á. Sé þetta yfirfært á Selá í Vopnafirði sem er um 10 m breið og 38 km löng, nægðu liðlega 80 420 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.