Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 30

Freyr  - 01.06.1981, Blaðsíða 30
við hýðisflögnun og sköddun. Sandjarðvegurinn aftur á móti hrynur strax niður af upptökuvöls- unum og þar með er hinn við- kvæmi og oft hálfþroskaði garð- ávöxtur hlífðarlaus á leiðinni gegnum upptökuvélina. Þetta að jarðvegurinn geti haft óbein áhrif á upptökuskemmdir og geymslusjúkdóma síðar meir er augljóst. Eins er það greinilegt að þegar um sandjarðveg er að ræða, þarf enn meiri varúð við upptöku- störfin en ella. Á s. 1. vori setti t. d. einn bóndi sunnanlands niður kartöflur í nokkra hektara lands. Að mestu var sett niður í gamalt túnstæði í myldnum moldarjarðvegi, en nokkur hluti garðlandanna var í mjög sandbornum jarðvegi. Eftir margra mánuða geymslu á uppskeru úr þessum garðlöndum, bregður svo við að þær kartöflur sem ræktaðar voru í moldarjarð- veginum eru í ágætu ásigkomulagi, svo til lausar við geymslusjúk- dóma, ekki hýðisskemmdar, m. ö. o. geymsluþolnar. Hin uppskeran, úr Hentar „stórrcektun“ á kartöflum við íslenskt verðurfar? sandjarðveginum, kemur aftur á móti það illa út eftir sama geymslu- tíma, að vart verður gerð úr henni markaðsvara. Hér er um að ræða að öllu leyti sambærilegar aðstæður, nema hvað jarðveg áhrærir. Sama upp- Unnið við pökkun í neytendaumbúðir. Leiðin er löng og getur verið áfallasöm frá garðlandi til neytandans. tökuvél var notuð á báðum stöð- um, ‘ sami vinnuhópur við upp- skerustörfin, sömu kartöfluaf- brigði ræktuð o. s. fr. Annað dæmi um áhrif vélaupp- töku á geymsluþol kartöfluupp- skerunnar skal hér einnig tilgreint. Um miðjan ágúst s. 1. sumar voru nokkur kartöflusýni tekin til geymslu í geymsluskemmur Græn- metisverslunar landbúnaðarins í Reykjavík. Þessi uppskera var ýmist vélupptekin eða handtínd. Eftir meira en 8 mánuða geymslutíma í Grænmetinu, þá kemur í ljós að handuppteknu kartöflurnar hafa geymst ágætlega, eru áferðargóðar og ógölluð fram- leiðsla. Hinar, sem teknar voru upp með vél, eru hins vegar orðnar mjög lélegar, vægast sagt. Það má því ljóst vera að þær kartöflur okkar, sem nú eru rækt- aðar við hin almennu skilyrði eins og þau gerast í dag hjá of mörgum framleiðendum, eru ekki jafn góð- ar til geymslu og áður var. Hér hefur orðið ótrúleg breyting á til hins verra, hver svo sem orsökin kann annars að vera. 430 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.