Freyr - 01.12.1984, Side 9
Dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. (Ljósm. J.J.D. 1978.).
aður óþekkt fyrirbrigði, S. í. S.
og Sláturfélag Suðurlands reyktu
þá t. d. ekki kjöt.
Tókstu stúdentspróf á Akureyri?
Nei, ég sat í 4. bekk M. A.
máladeild, fannst latínuþvælan
gagnslítil, langaði í stærðfræði-
deild, sem ekki var til á Akureyri.
Sagði ég mig því úr skólanum að
loknu 4. bekkjar prófi og fór í
stærðfræðideild Menntaskólans í
Reykjavík haustið 1931. Til þess
þurfti ég að lesa 4. bekkjar- stærð-
fræði og eðlisfræði, sem ég gerði á
fáum dögum um haustið í stað
þess að fara í göngur á Auðkúlu-
heiði það haust.
Þegar ég var í 6. bekk veturinn
1932—33 fékk ég boð frá Jóni
Árnasyni, þá forstjóra Útflutn-
ingsdeildar S. í. S., að finna sig,
en hann kannaðist við mig, frá því
að hann var barnakennari í Svína-
vatnshreppi um það leyti, sem ég
var að læra að lesa.
Erindi Jóns við mig var að
spyrja mig því, hvaða ævistarf ég
hefði hugsað að leggja fyrir mig.
Ég tjáði honum það, að ég ætlaði
að verða bóndi. Þá sló hann upp á
því við mig, hvort ég vildi ekki
eyða nokkrum árum áður til þess
að læra rækilega um sauðfjárrækt í
Skotlandi og eyða svo kannski
nokkrum árum í leiðbeiningarstarf
í sauðfjárrækt með búskapnum.
Taldi Jón það ekki vansalaust, að
íslendingar sæktu búfræði-
menntun sína aðallega til Dan-
merkur, þar sem í mestu lagi væri
haldinn einn fyrirlestur um
sauðfjárrækt í landbúnaðarháskól-
anum.
Mér leist vel á þessa hugmynd.
Ég hefði kynnst einum íslendingi,
Lúðvík Jónssyni, sem hafði stund-
að nám í landbúnaði í Edinborg.
Dró hann ekki úr mér, bauðst til
að útvega mér skólaskýrslu frá
bændaskólanum í Edinborg. Eftir
að hafa lesið þá skýrslu, sá ég að
þetta væri aðeins tveggja' vetra
skóli, og mundi mér takast að
kljúfa kostnaðarhliðina, þó nám
væri a. m. k. tvisvar sinnum dýr-
ara í Bretlandi en í Danmörku um
þær mundir.
Skrifaði ég skólastjóranum við
skóla þennan (Edinburgh East of
Scotland College of Agriculture)
og óskaði eftir inngöngu í skólann
næsta haust, þ. e. 1933.
í Edinborg
Snemma í september tók ég far
með Brúarfossi til Leith. Þar hitti
ég skólastjórann við nefndan
skóla og tjáði honum, að ég væri
ekki að hugsa um að taka próf,
heldur fyrst og fremst að læra allt,
sem ég gæti, um sauðfjárrækt, en
FREYR — 929