Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1984, Síða 12

Freyr - 01.12.1984, Síða 12
Til framhaldsnáms í Skotlandi í síðari hluta október, að loknum heimsóknum á fjárræktarbúin hélt ég til Edinborgar og vildi hefjast handa við einhverjar tilraunir eða rannsóknir til að auka þekkingu mína á eiginleikum hinna mörgu fjárkynja, sem Bretar ræktuðu. Því miður var aðstaðan við þessa merku stofnun, sem ég hafði innritast hjá, ekki eins góð sem skyldi. Þrátt fyrir mikið nafn og glæsileg húsakynni var þar engin vísindastarfsemi stunduð með bú- fjárkyn til kjötframleiðslu, heldur unnu rannsóknarmennirnir og stúdentarnir fyrst og fremst að erfðafræðirannsóknum á flugum og öðrum slíkum kvikindum. Sá sérfræðingur, sem hafði búfjár- rannsóknir með höndum, A. D. Buchanan Smith, nú Balernó lá- varður, hafði að vísu undir sinni Háskólinn í Edinborg var stofnaður fyrir fjögur hundruð árum. stjórn tilraunabú með nokkrar kýr, en ekkert sauðfé, né nokkra aðstöðu til rannsókna á því. Hann og yfirmaður hans Prófessor F. A. E. Crew komu sér því sam- an um það að senda mig til Cam- bridge, til dr. John Haminond (síðar Sir John), er þá var orðinn heimskunnur fyrir rannsóknir sínar á vaxtarlífeðlisfræði sauðfjár og æxlunarlífeðlisfræði búfjár yfir- leitt, og biðja hann að aðstoða mig við að skipuleggja fram- haldsnám mitt. Eg féllst á þessa uppástungu, en hafði samt ekki efni á að yfirgefa Edinborg og innrita mig í annan háskóla, vegna þess að ég hafði þegar innritað mig í háskólann þar þennan vetur. En tímann mátti ég ekki missa, vegna þess að ég þurfi að ljúka framhaldsnámi á þeim tveimur ár, sem ég hafði styrk til að dvelja við nám. í Cambridge hjá dr. John Hammond Ég fór til Cambridge, og það vildi svo vel til, þegar ég lýsti áhuga- máli mínu við Dr. Hammond, að hann sagði: Mann eins og þig hefur mig vantað í stúdentahópinn hjá mér, vegna þess að ég þarf að fá kannað gildi skrokkmælinga með krufningu á kindaskrokkum í einstaka líkamshluta og vefi. En þar eð þú óskar eftir að kynna þér eða rannsaka, hver sé munur á kjötgæðum einstakra fjárkynja, vil ég ráðleggja þér að fá leyfi til að taka öll þau mál á skrokknum, sem reynslan sýnir, að hægt sé að taka með sæmilegri nákvæmni, af þeim kynjum sem þú rannsakar og taka svo til krufningar sýnishorn af hverju fjárkyni. Þau sýni þarf að sjálfsögðu að velja af eins mik- illi nákvæmni og unnt er til þess að þau gefi rétta mynd af viðkomandi fjárkyni. Um þessar mundir var Argen- tínumaður, dr. J. B. Vergés, ný- kominn til Hammonds til að vinna að rannsókn á sauðfé og kom dr. Hammond okkur í samband við kjötbúðir í Cambridge, þar sem við fengum leyfi til að mæla skrokka til þess að finna, hvaða mál væru þess virði að taka þau. Framfótleggurinn Þá fann ég út, að framfótleggurinn væri mikilvægt bein til rannsókn- ar. Það væri auðvelt að ná honum, án þess að skemma skrokkinn, og það væri hægt að vigta hann, mæla og ljósmynda eftir þörfum. Ég mundi eftir því frá því að ég lék mér að leggjum sem barn, að leggirnir voru mjög ólíkir hver öðrum að lögun. Sá ég strax þegar ég fór að skafa leggina í Cam- bridge, að þeir voru allólíkir að lögun og mátti í ýmsum tilvikum segja af leggnum einum, hvort lambið var af þessu kyni eða öðru. Kom þessi athugun sér vel síðar í námi. Eftir 2—3 vikur gengum við Vergés á fund dr. Hammonds og sögðum honum frá árangri okkar. Var hann ánægður með hann og gaf mér nokkrar leiðbeiningar áður en ég lagði út í baráttuna við að afla mér fróðleiks. Dr. Hammond skrifaði með mér bréf til Dr. A. D. Buchanan Smith, þar sem hann gerði grein fyrir námsáætlun minni, en hún var í aðalatriðum sem lýst var hér að framan. Var strax samþykktur sá þáttur Sir John Hammond. 932 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.