Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 18

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 18
Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun All, nytsemi hans og ræktun Fimm tegundir fiska finnast ífersku vatni á íslandi. Þcer eru lax, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Rannsóknir á vatnafiskum hafa hingað til einkum beinst að þremur fyrstnefndu tegundunum. Athyglin hér á landi beinist nú töluvert að ál og rcektun hans. 1 þessari grein er œtlunin að fjalla nokkuð um líffrceði, nýtingu og eldi álsins. Sigurður Már Einarsson er fiskifrœðing- ur hjá Veiðimálastofnun. Hann er líf- frœðingur frá H.í. árið 1980 og leggur stund á fiskifræði við Edinborgarhá- skóla. Alls hafa 16 undirtegundir af ál fundist í heiminum. Sá áll sem er á íslandi er ættaður af fjölskyldunni Anguillidae. í Atlantshafinu eru tvær tegundir: Anquilla rostrata eða ameríski állinn og Anquilla anquilla eða evrópski állinn sem er hér á landi. Heimkynni evr- ópska álsins eru í Norðaustur-Atl- antshafi og Evrópu frá Hvítahafi, Norður-Noregi og íslandi suður til Færeyja, Bretlandseyja, Norður- sjávar, Eystrasalts og allt inn til Miðjarðarhafs og suður með vest- urströnd Afríku. A Islandi er ál áðallega að finna á svæðinu frá Lónsheiði vestur með suður- ströndinni og norður í Eyjafjörð. Állinn er að mörgu leyti leynd- ardómsfullur fiskur og margar furðusögur hafa spunnist um hann. Hann hefur frá fyrstu tíð valdið mönnum miklum heilabrot- um vegna hins sérkennilega lífs- ferils síns. Lengi vel töldu menn líf álsins „kvikna“ í leðju eða for en Aristoteles um 350 f. Kr. og Redi um 1684 e. Kr. eða um 2000 árum síðar uppgötvuðu hvernig full- orðni állinn yfirgefur ár og vötn og einnig hvernig álaseiði þyrpast í milljónatali upp í þessar sömu ár og vötn. Lokastig þessarar þekk- ingarleitar er hinn merki fundur danska náttúrufræðingsins Jó- hannesar Schmidt á hrygningar- stöðvum álsins í Þanghafinu. Lífsferill. Öfugt við t. d. laxfiska sem hrygna í fersku vatni og taka mestan vöxt sinn út í sjónum, þá hrygnir állinn í sjó en tekur út vaxtarskeið sitt í fersku vatni. Hrygning evrópska álsins er tal- in eiga sér stað í Þanghafinu svo- nefnda þ. e. á svæði sem spannar milli 22°—30°N og 48°—65°V. Á þessu svæði er dýpi um 5—600 m en ekki er vitað á hvaða dýpi hrygningin fer fram þar sem hrygnandi álar eða álahrogn hafa aldrei fundist, en tilgátur eru um að þetta gerist á 200—500 m dýpi. Minnstu álalirfur sem fundist hafa á þessum stöðum eru um 5 mm. Eru þær mjög ólíkar foreldrum sínum og eru langar, bandlaga og gegnsæjar. Állinn er aðeins talinn hrygna einu sinni og drepst hann að lokinni hrygningu. Álalirfurnar eru lélegir sund- fiskar og berast því með Golf- Gleráll veiddur í Elliðaánum í júlí 1984. (Ljósm. Finnur Garðarsson). 938 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.