Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1984, Qupperneq 19

Freyr - 01.12.1984, Qupperneq 19
straumnum til Evrópu en ferðin er talin taka 2lh—3 ár. Þegar lirfurn- ar eru komnar upp á landgrunnið eru þær 7—8 cm langar en taka þá myndbreytingu og breytast í glær seiði (glerála), styttast nokkuð og fá á sig vaxtarlag foreldranna. Glerálar ganga síðan upp í fersk- vatn og gerist það í nóvember— desember á írlandi og Frakklandi en í mars—apríl við Norðursjó og Kattegat. Þetta gerist er vatnshiti er kominn upp í 6—8°C og er aðal- göngutíminn á næturnar. Hængar dvelja meira í árósunum, en hrygnur geta gengið langt inn í land. í ferskvatni tekur állinn síðan út vaxtarskeið sitt og er hann kallað- ur guláll á því stigi. Fæða álsins er mjög margbreytileg og er talað um að hann éti allt sem að kjafti kemur t. d. fisk, skordýralirfur og krabbadýr, en á íslandi hefur fæða álsins ekki verið athuguð að neinu ráði. Vöxtur áls er misjafn og fer eftir þéttleika stofns, hitastigi og fæðuskilyrðum. Vöxtur áls á Is- landi er sennilega hægur þar sem flestar ár og vötn bjóða fram slök skilyrði en þetta hefur þó ekki verið kannað ítarlega enn sem komið er. í Evrópu er állinn talinn dvelja 6—10 ár í ferskvatni áður en hann gengur til hrygningar- stöðvanna. Hrygnur verða að jafnaði mun stærri en hængar en algengasta stærð ála er um 45—65 cm og 250—500 g að þyngd. Þegar állinn hefur náð fullum þroska í ferskvatni tekur hann að breytast. Augun stækka, trjónan mjókkar, állinn verður dekkri á bakinu og silfurlitaður á kviðnum og kynfæri byrja að þroskast. Á þessu stigi er hann nefndur bjart- áll. Bjartállinn gengur síðar niður úr ám á haustin og tekur stefnuna á hrygningarstöðvar í Þanghafninu í 4000 km fjarlægðð. Nytsemi. Nytsemi álsins er mikil. Margar þjóðir hafa nýtt ál sér til matar árum saman, t. d. eru til veiði- skýrslur frá Danmörku sem ná Áll og silungur úr vatni á Snœfellsnesi. (Ljósm. Þór Guðjónsson). Gleráll úr Elliðaánum. (Ljósm. Finnur Garðarsson). aftur til 1885 og er líklegt að löngu fyrir þann tíma hafi áll verið veiddur. Helstu veiðiþjóðir í Evr- ópu eru Danir, Svíar, Pólverjar, N-írar, Þjóðverjar, Norðmenn og ítalir. Heildarafli í Evrópu árið 1968 var um 9 þús. lestir. Áll þykir í þessum löndum hinn mesti herra- mannsmatur, er matreiddur á ýmsan hátt og er í háu verði. íslendingar hafa enn sem komið er ekki komist upp á lag með að nýta álinn, en þó var allnokkuð veitt af honum upp úr 1960 að forgöngu Sambands íslenskra samvinnufélaga og var þá fluttur út lifandi, frystur og reyktur áll. Veiðar lögðust að mestu af eftir nokkur ár. Vafalaust er töluvert af ál á íslandi sem nýta mætti og gæti þetta orðið veruleg búbót fyrir bændur, ef rétt er á málum haldið. FREYfí— 939

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.