Freyr - 01.12.1984, Síða 23
Tafla 1
Rannsókn Staður
Hundraðshluti
með mótefni
gegn M. faeni.
Pepys og Jenkis (6)
Pagen og fl. (10)
Madsen og fl. (8)
Katila og Mantyjarvi (7)
Roberts og fl. (9)
Gruchow og fl.
England
Puerto Rico
Wyoming U. S. A.
Finnland
Wisconsin U. S. A.
Marshfield,
Wisconsin U. S. A.
Einkennalausir (n=27)
Einkennalausir (n=128)
Sveitafólk (n=172)
Dreifbýlisbúar, ekki á búum (n=80)
Sveitafólk (n=325)
Sveitafólk (n = 1.045)
Sveitafólk (n=1.4441
Víkurumdæmi karlar n=284
Víkurumdæmi konur n=41
Strandir karlar n=98
Strandir konur n=28
19
1.5
3
3
3
6
6
78
29
25
14
Tafla aðlöguð eftir H. W. Gruchow o. fl. Precipitating Antibodies to Farmer's Lung Antigens in a Wisconsin
Farming Population. AM. Rev. Respir. Dis. 1981; 124: 411.
lendar rannsóknir á útbreiðslu
mótefna gegn m. faeni meðal
sveitafólks hafa sýnt, að frá 1,5
upp í 23% af einkennalausum og
frá 43 upp í 85% manna með
greinda heymæði hafa mótefni.
Rannsóknir hérlendis
Á árunum 1981—1982 voru gerð-
ar mótefnamælingar á fólki í
tveimur heilsugæsluumdæmum
hér á landi, Víkurumdæmi í
Suðurlandshéraði og Hólmavíkur-
umdæmi í Vestfjarðahéraði. Árs-
úrkoma er mun meiri í Víkurum-
dæmi, og búskapahættir ólíkir að
því leyti, að í Víkurumdæmi er
blandaður búskapur og heyverkun
í þurrhey, en á Ströndum aðallega
sauðfjárbúskapur og hey yfirgnæf-
andi verkað í vothey. Af 284
körlum í Víkurumdæmi reyndist
221 eða 78,0% vera með greinileg
mótefni gegn m. faeni, en af 98
körlum á Ströndum 25 eða 25,5%
(sjá töflu).
Einkenni „venjulegrar" hey-
mæði voru að sönnu algengari í
Víkurumdæmi, en yfirgnæfandi
meirihluti aðspurðra kannaðist
við ekki við nein slík (þess má geta
að aðallega var spurt um einkenni
frá öndunarfærum og hita). Svo
hátt hlutfall jákvæðra blóðprufa
hlýtur að vekja grun um dulin
einkenni.
Greining síðofnæmis
Greining síðofnæmis fyrir hey-
myglu hefur fyrst og fremst byggst
á athugunum lungnaeinkenna og
hita eftir vinnu í heyryki. Rann-
sóknir aðrar en öndunarpróf í
veikindakasti og röntgenmyndir af
lungum á sama skeiði sjúkdóms
eða fljótlega eftir eru engar til,
sem skera úr svo óyggjandi sé.
Alþekkt er að einkennaleit eftirá
með upprifjun er mjög óáreiðan-
leg og hin almennu einkenni þess
eðlis, að þau hafa ekki greinilegt
samhengi við gegningar, nema
þeir sem hlut eiga að máli geri sér
grein fyrir því og athugi það sér-
staklega. Því er ekki vafi á að
síðofnæmi af heyryki er mjög van-
greint.
Heyverkun
Eins og fyrr er sagt eiga einkenni
gegningasíðofnæmis langoftast
rætur að rekja til gróa hitasækinna
örvera, þ. e. geislasveppa og
baktería. Ekki þarf að lýsa því
fyrir kunnugum, að hey, sem hirt
er rakt hitnar, en það skapar ör-
verunum vaxtarskilyrði. Hitinn í
heyinu fer eftir rakastigi þess við
hirðingu. Mesum vexti ná örverur
þessar í heyi, sem við hirðingu
hefur um 30% raka, en slíkt hey
hitnar í 60—65°, sem er kjörhiti
örveranna. Hey með 47% raka-
stigi hitnar ekki nægilega fyrir ör-
veruvöxt og þar af leiðir, að í slíku
heyi er minna væki. Lokagrófjöldi
og þar með vækisinnihald heys fer
því eftir rakastigi heysins við hirð-
ingu, nema komið sé í veg fyrir
hitahækkun. Vækis verður fyrst
vart 4—6 dögum eftir hirðingu og
getur enst árum saman,,,).
I heymygluryki eru alls konar
lífræn og ólífræn efni. Auk þess að
vera morandi af hitasæknum ör-
verum og gróum þeirra er síðof-
næmishey oft lútarkennt (pH um 7
á móti 5—6 í góðu heyi) og köfn-
unarefnisríkt. Örverugróin eru
yfirleitt ekki nema 0,5—1,3 mikr-
on (l/1000mm) í þvermál og sog-
ast því hæglega í lungnablöðrurnar
við öndun. Gróþéttni lofts er
rnjög mismunandi eftir heyi, loft-
raka, erli umhverfis heystál, stærð
hlöðu, loftræstingu o. fl.. Mælst
hafa allt frá 16 milljónum upp í 1,6
milljarða gróa í rúmmillimetra
(sic) lofts við raunverulegar að-
stæður í fjóshlöðu. Gegningamað-
ur sem gefur myglað hey, gæti
sogað í lungnablöðrur sínar allt að
750 þúsund gró á mínútu (mestur
hlutinn situr eftir í efri loftvegum)
og vækissnerting hans því orðið
veruleg á skömmum tíma.
Niðurstöður hérlendra mótefna-
mælinga benda til að hlöður og
gripahús séu verulega menguð af
FREYR — 943