Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 24

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 24
síðofnæmisvækjum, einkum sunn- anlands. Þær vekja einnig upp spurningar um hve mikilli vanlíð- an og lungnaskemmdum þessi mengun veldur þeim, sem í þess- um húsum vinna mikinn hluta dags í marga mánuði á ári hverju. Ástæða er til að ráðleggja bændum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir hita í hlöðum strax frá fyrstu hirðingu. Sömuleiðis þarf að huga vel að hreinsun gamalla rekja úr hlöðum og húsum, vegna þess hve gróin eru lífseig við rétt skilyrði. Vönduð súgþurrkun, loftgóðar hlöður, vélþurrkun grass (köggl- ar, kökur) eða votheysverkun, miðar allt að minnkun þessa væk- is. Þá hefur nýverið verið bent á að sú gamla aðferð að salta hey, sem bundið er eða hirt illa þurrk- að, minnkar hitamyndunl'0,. Eins og fyrr sagði er engin með- ferð til við síðofnæmi. Eina ráðið sem dugir eru fyrirbyggjandi að- gerðir, þ. e. góð heyverkun og síðan að gæta þess að forðast alla vækissnertingu eftir því sem unnt er. Grímur sem duga til að sía 'gró úr loftinu eru það þéttar að flest- um vinnst erfiðlega með þær, ekki síst þeim sem hafa lungnaþembu. Núorðið fást léttir og handhægir lofthjálmar, sem eru mjög öruggir til varnar slíkri mengun og ættu bændur að athuga notkun þeirra. Þakkarorð Þakkir eru færðar sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu, Búnaðar- bankanum og Samvinnubankan- um í Vík, Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandi bænda, en þessir aðilar ásamt Fjárveitinga- nefnd Alþingis og Eftirlaunasjóði BHM hafa styrkt könnun þá sem nú fer fram á ofnæmi í land- búnaði. Tilvitnanir: (1) Pepys, J. Hypersensitivity diseases of the lungs due to extrinsic agents. The Practitioner 1978; 220: 541. (2) Örn Elíasson. Heymæði á íslandi. Læknablaðið 1982; 68: 163—169. (3) Champbell, J.M. Acute symptoms following work with hay. Brit. Molar Verð á matvælum mjög breytilegt eftir löndum. Nýlega birtist niðurstaða könn- unar á verði matvæla í 8 Evrópu- löndum í vikublaðinu Land sem gefið er út af sænsku bændasam- tökunum. Slík könnun hefur verið gerð árlega nú sl. 8 ár. Algengar matvörur hafa verið keyptar í stórmörkuðum. Það hafa verið 15 mismunandi vörutegund- ir í þessum svokallaða matar- pakka. Reiknað er síðan út hvað marga tíma iðnverkamaður þarf til að vinna fyrir matarpakkanum. Þá er tekið mið af tímakaupi að við- bættum launatengdum gjöldum. Síðan þessi könnun hófst á veg- um blaðsins hafa Hollendingar ávallt sigrað, verið með fæsta tíma til að afla tekna fyrir matarpakk- anum. Þar þarf iðnverkamaðurinn að vinna 3 klukkustundir og 47 mínútur fyrir pakkanum, en lengst eru Finnar að afla tekna fyrir matnum eða 7 klukkustundir og 7 mínútur. Lægsta verð á matar- pakkanum er í Englandi, það svar- aði til 1224 íkr. Hæst var verð á mjólk í Dan- mörku kr. 22,14 á lítra, en ódýrust var hún í Hollandi kr. 13,95. Á íslandi kostar einn lítri kr. 26,10. Verð á svínakótelettum var hæst í Noregi kr. 360, en lægst í Frakklandi kr. 158. Verð á kart- öflum var hæst í Noregi kr. 15,40 á kg, en í Englandi voru þær ódýr- astar, þar var verðið kr. 9,90. Annars var verðið í flestum lönd- unum um kr. 12 á kg. Fiskur er dýr alls staðar. Sam- anburður var gerður á verði þorskflaka, þau voru dýrust í Nor- egi kr. 244 á kg, en í Hollandi kostuðu þau aðeins kr. 110. Kjúklingar eru eins dýrir í Nor- egi og hér á landi, þar er verðið hæst í samanburðinum, þeir kost- Med. Journal 1932; II: 1143— 1144. (4) Fuller, C.J. Farmer's lung. A re- view of Present Knowledge. Thorax 1953; 8: 59—64. (5) Christie, R.V. Farmer’s lung. Cecil-Loeb, Textbook of Medicine, Ed. Beeson and McDermott, Phi- ladelphia and London 1963; 558— 559. (6) Dickie, H.A., Rankin J. An acute granulomatous interstitial pneumonitis occurring in agricul- tural workers. JAMA 1958; 167: 1069—1076. (7) Pepys, J. et al, Precipitins against extracts of hay and fungi in the serum of patients with farmer's lung. Acta Allergologica 1961; 41: 76—77. (8) Pepys, J. and Jenkins, P.A. Pre- cipitin (FLH) test in farmer's lung. Thorax 1965; 20—21. (9) Dyer, E.L. Farmer’s lung: Indust- rial Hazard for Rurai Inhabitants. Southern Medical Journal 1980; 73: 353. (10) Briitenstein, W. Höets lagrings- duglighet och kvalitet kan för- battras. Lantmán och andelsfolk 1984; 65,5: 235. uðu kr. 209 hvert kg. Minnst var verðið á kjúklingum í Englandi, kr. 78 á kg. Ostur 45% var dýrastur í Dan- mörku, þar var verðið kr. 205 á kg, en lægsta verð var í Englandi, kr. 137 á kg. Þá var ntikill munur á verði eggja. Mest kostuðu þau í Finn- landi kr. 54 á kg, en minnst í Englandi kr. 22 á kg. Virðisaukaskattur er á matvæl- um á hinum Norðurlöndunum, hæstur í Svíþjóð 23,46% en lægst- ur í Finnlandi 16%. Niður- greiðslur á verði landbúnaðaraf- urða eru verulegar í Noregi og Finnlandi, en í Svíþjóð á mjög fáum vörum og í Danmörku ein- göngu á nýmjólk og smjöri. Þá er verð á smjöri niðurgreitt í Eng- landi, og þar er enginn skattur á matvælum. í Hollandi er virðis- aukasakttur aðeins 4% á matvæl- um, í Frakklandi 5,5% og í Vestur Þýskalandi 7%. U.þ.l. 944 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.