Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1984, Page 26

Freyr - 01.12.1984, Page 26
hljómar vel en erfitt er að koma auga á mismuninn. Þeir vilja held- ur ekki nota þau efni sem heyra til nútíma landbúnaði og garðyrkju, þ. e. kemisk efni, svo sem tilbúinn áburð og varnarefni gegn mein- dýrum og sveppum. Þeir tala um lokað kerfi, þar sem hluti næring- arefna fer úr jarðvegi með upp- skeru, en á að koma aftur í formi lífræns áburðar. Þetta er augljós blekking, og getur oft ekki staðist ef nánar er skoðað. T. d. selja Danir nú dýraafurðir í stórum stíl til Japan, eða fyrir sem svarar tveimur milljörðum DKr. Hætt er við að það lífræna efni sem um- myndast þar skili sér ekki. Talið er að Danir flytji út mat- væli fyrir sem svarar 10 millj. manns. Hvernig ætla lífrænir rækt- endur að halda jafnvægi í næring- arástandi þess jarðvegs er skilar þessum afurðum? Svör við slíkum spurningum eru alla jafna út í hött. Maður fær það svar að belgjurt- ir safni hinu nauðsynlega köfn- unarefni. Já, e. t. v., en svo ein- falt er það ekki, og ekki kemur það að haldi ef fosfór og kalium vantar. Úr því er aðeins hægt að bæta eins og venja er í landbúnaði í þróuðum löndum, þ. e. að færa jarðveginum hæfilegt magn af kalí og fosfór og það þolir hann mæta vel. Það kemur að vísu fyrir að of mikið magn efna er borið á. Á að banna fólki að borða, vegna þess að stöku maður borðar svo mikið að hann verður veikur af? Nú vitna ég í áreiðanlegan fag- mann varðandi þetta mál. Kaj Skriver ríkisráðunautur skrifar í Tímarit um landbúnaðarhagfræði 1980, eftirfarandi: „Án ólífræns áburðar mun að- eins um skamman tíma vera fyrir hendi það magn næringar- efna sem nú er í húsdýraáburði. Hringrásin mun stöðugt færast á lægra stig áburðarefna og þar af leiðir minni uppskera og lakari gæði.“ En rökrænar sannanir hafa ekki áhrif á talsmenn einhliða lífrænnar ræktunar. Algengt er að notkun sérhæfðra efna gagn meindýrum og sveppum sé beitt til að vekja ótta hjá fólki. Jafnvel meinlausustu sambönd eru bannfærð af talsmönnum líf- rænnar ræktunar, jafnvel þegar útlit er fyrir stórtjón af völdum sjúkdóma. Manni dettur ósjálfrátt í hug saga af fimm ára dreng, sem fyrir nokkrum árum þurfti á blóð- gjöf að halda eftir slys. Foreldrar hans tilheyrðu sértrúarflokki, og vildu heldur hætta á dauða barns- ins, en óguðlega aðgerð. Sem bet- ur fór var hinn ábyrgi sjúkrahús- læknir annarrar skoðunar. Eins og örlög barns eigi ekki ætíð að ákvarðast af foreldrum, er full ástæða til að nota land á skynsamlegan hátt. Ræktunarlönd sem eru hrjáð af smitnæmum jurtasjúkdómum, meindýrum og illgresi, vegna hirðulausrar gamal- dags ræktunar, þ. á m. einhliða lífrænnar ræktunar, munu hafa Hvenœr skyldum við geta keypt bíó- dínamiskt brennivín í Rtkinu? (Salon Gahlin). áhrif á nærliggjandi svæði til hins verra. Sem betur fer nemur einh- liða lífræn ræktun minna en einum þúsundasta af heildarræktun í Danmörku, svo að hún skiptir ekki sköpum. Ótti, eða það sem látið er uppi sem ótti við efnasambönd, sem kemur fram hjá áhangendum ein- hliða lífrænnar ræktunar, bannfærir jafnvel fyrirfram efni sem kunna að verða framleidd einhvern tíma í framtíðinni, án tillits til hugsanlegra eiginleika þeirra. Það sem aldrei kemur fram í áróðri þessara manna, er að stöðugt koma fram fleiri efni sem jákvæð áhrif hafa á umhverfis- þætti, t. d. hin nýju kerfisvirku efni gegn sveppum og ný pyr- ethrumsambönd sem notuð eru gegn meindýrum. Eitt er víst að þessi árangur kemur frá rannsóknamönnum, hvort sem um er að ræða efnafræðinga, erfðafræðinga eða líftæknifræð- inga — en ekki frá töfrafræði kýrhornsins. Hefir komið ein einasta grein í blöðum um hina jákvæðu hlið efnarannsókna á níunda áratugn- um, eða aðeins ein lína um stuðn- ing sömu rannsókna til náttúru- verndar? Nei, aftur á móti höfum við heyrt órofinn einhliða eymdar- söng á einstrengja fiðlu. Heilsupostular og aðrir alvitr- ingar (fidusmagere) halda því fram hvað eftir annað að algengar afurðir dansks landbúnaðar séu hættulegar heilsu manna, og að fjöldi ofnæmistilfella og krabba- meins fari vaxandi af þessum sökum. Að ofnæmi sé nú al- gengara en fyrrum er næsta erfitt að ákveða. Ofnæmi er nú hægt að ákvarða, og vegna læknisfræðilegra rann- sókna eru batahorfur betri en fyrir aðeins fimmtán til tuttugu árum. Meginhluti ofnæmis stafar af frjókornum og sveppagróum. Við viljum ekki og getum ekki útrýmt heslivið, álmi, birki og öðrum 946 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.