Freyr

Årgang

Freyr - 15.03.1987, Side 16

Freyr - 15.03.1987, Side 16
þær hafa verið allnokkru meiri á hverja kú á vestara svæðinu. A árinu 1986 var veðrátta á flestan hátt hagstæð mjólkurfram- leiðslu. Á Norðurlandi voru hey veturinn 1985—1986 að vísu þau lökustu sem þar hafa verið í heilan áratug. Sumarið 1986 var áfalla- laust og gott um nær allt land og sama verður sagt um haustið. Nú hafa bændur um allt land líklega gæðameira gróffóður en nokkru sinni hefur verið, eftir hið góða sumar 1986. Kjarnfóðurgjöf á hverja árskú hjá þeim skýrsluhöldurum sem skrá kjarnfóðurgjöf reyndist 552 kg á hverja árskú. Þetta er minnkun á kjamfóðurnotkun um 115 kg á hverja kú frá árinu 1985. Miðað við þessa kjarnfóðurnotk- un eru aðeins notuð til jafnaðar 140 g af kjarnfóðri á hvern fram- leiddan mjólkurlítra. Það er að vísu líklegt að þær tölur sem skýrslur nautgriparæktarfélag- anna sýna um notkun kjarnfóðurs vanmeti kjarnfóðurnotkun nokk- uð. Aftur á móti má ætla að þetta séu trausustu tölur sem til eru til að meta breytingar á kjarnfóður- notkun í þessari framleiðslu. Tölu- rnar í töflu 1 sýna að á síðustu árum hafa hér orðið stórfelldar breytingar í kjarnfóðurnotkun í mjólkurframleiðslu. Við þær framleiðsluaðstæður sem nú ríkja er það kappsmál bænda að geta nýtt aðföng búsins sem mest og best í framleiðslunni. Tækist mjólkurframleiðenda að ná því að framleiða 4200—4600 kg eftir hvern grip með 500—700 kg kjamfóðurnotkun á grip væri slíkt frábær árangur. Nú á síðustu miss- erum hefur verð á kjarnfóðri farið mjög lækkandi. Margt virðist nú benda til að á næstu misserum verði ráðandi mjög lágt verð á kjarnfóðri á alþjóðamarkaði. Þær aðstæður hljóta að krefjast þess að bændur hugi mun meira að því að auka hagkvæmni fóðurfram- leiðslu á eigin búi en áður. Marg- háttaðar tækniframfarir hafa á síð- ustu árum aukið þar fjölbreytni og Tafla 4. Kynbótaeinkuimir nauta árið 1986. Nafn og númer nauts Bátur 71004 ....................... Vaskur 71007 ...................... Hringur 71011 ..................... Már 72003 ......................... Ljúfur 72005 ...................... Brúskur72007 ...................... Frami 72012 ....................... Borgþór 72015 ..................... Skúti 73010 ....................... Rex73016 .......................... Bergur74003 ....................... Ylur74010 ......................... Bróðir 75001 ...................... Einir 75003 ....................... Ás 75004 .......................... Bratti 75007 ...................... Birtingur 75011 ................... Álmur 76003 ....................... Víðir 76004 ....................... Lambi 76005 ....................... Forkur76010 ....................... Þorri 78001 ....................... Styrmir 78003 ..................... Arnar 78009 ....................... Drangur 78012 ..................... Krókur78018 ....................... Óliver 79001 ...................... Hlíðar 79003 ...................... Reitur 79004 ...................... Garri 79007 ....................... möguleika í fóðurframleiðslunni veruleg, en grunur minn er að meira þurfi að huga að hag- kvæmni sumra þeirra breytinga en gert hefur verið. í grein á síðasta ári lagði ég mat á mjólkurframleiðslu á heima- fengnu fóðri á þeirri forsendu að allt kjarnfóðrið nýttist að fullu til mjólkurframleiðslu (2,5 kg af mjólk fyrir hvert kg kjarnfóðurs). Þegar þessi mælistika er lögð á tölur síðasta árs verður útkoman sú að framleitt er á heimafengnu fóðri 2555 kg af mjólk. Ef þessi mælikvarði er notaður hafa afköst frá árinu 1985, aukist um 12 %. Niðurstöður síðast árs skoðaðar í þessu ljósi eru því einkar jákvæðar fyrir mjólkurframleiðsluna. Metið á þennan hátt hafa afurðir ís- lenskra kúa aldrei verið meiri. Meðalfituprósenta í mjólk Einkunn fjöldi Mjólkur- Mjólkur- dætra magn fita 266 113 108 583 97 99 453 102 107 423 106 101 199 106 106 609 100 100 426 111 109 573 104 101 675 108 109 410 94 100 454 101 105 537 96 98 425 107 112 165 96 97 312 106 102 366 104 102 312 101 90 136 102 102 109 102 104 74 108 108 90 103 105 88 105 104 77 107 105 81 109 108 98 110 108 65 111 106 65 88 96 85 93 94 71 103 102 78 104 104 skýrslufærðra kúa reyndist vera 4,07 %. Hér kemur fram aukning um 0,06 prósentueiningar frá ár- inu 1985. Slíkt er eðlilegt að ger- ist, þegar afurðir minnka örlítið, að efnahlutfall í mjólkinni hækki. Sá munur sem fram kemur í fitu- prósentu milli héraða er í góðu samræmi við það sem niðurstöður frá mjólkurstöðvunum sýna. Stutt er síðan farið var að mæla prótein í mjólk kúa hér á landi. Árið 1986 er þriðja heila árið þar sem slíkar mælingar eru gerðar fyrir allt landið. Próteinprósenta mjólkur mældist til jafnaðar 3,45 %, sem er nákvæmlega það sama og árið 1984. Árið 1985 reyndist prótein- prósenta í mjólk skýrslufærðra kúa hér á landi 3,62 %. Þetta var niðurstaða sem ekki var í samræmi við það sem áður var talið og álykta mátti frá fyrri athugunum 224 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.