Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 9
Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Myndin er tekin rétt fyrir 1950. laupana. Þá komu kaupmenn úr Reykjavík og keyptu mjólk, eink- um á veturna. Það var mest í Sandvíkurhreppnum og Ölfusinu sem skipt var við þá. En ég hafði ekkert af þessu að segja, héðan var aldrei seld mjólk eftir þeim leiðum. Síðasta stig Flóaáveitunnar eru svo vegir um allt svæðið. Það er til dæmis lagður vegur frá Selfossi austur að Gaulverjabæ. Áður var farið þaðan í kaupstaðina á Stokkseyri og Eyrarbakka og ef menn fóru til Reykjavíkur var far- ið í gegnum Stokkseyri. En svo er lagður Gaulverjabæjarvegur og annar er lagður upp að Langholti í Hraungerðishreppi, þriðji hingað upp að Stóru-Reykjum og Litlu- Reykjum, kallaður Reykjavegur. Fjórði var Villingaholtsvegur og fleiri voru angarnir af Flóavegin- um. En áveitan bætti ekki sam- göngur að öðru leyti en þessu. Það var ófært yfir skurðina ef vatnið lá á. Það gagnaðist betur okkur unglingunum í ungmennafélaginu hérna. Við fórum að nota áveit- una til að læra að synda á vorin. Breytingar á heyskapartækni? Smátt og smátt fara menn svo að eignast hestasláttuvélar; Herkú- les, sem voru sænskar, og McCormick, amerískar, báðar fyrir tvo hesta. Fáir gátu átt nema tvo sláttuvélarhesta. En það dugði vel. Það voru ekki margir sem áttu mikið véltækt land. Menn sáu þó að þeir þurftu með einhverjum hætti að slétta áveitu- landið svo þeir gætu notað vélar. En það var andskoti erfitt að taka allar þúfurnar burtu. Þá datt Sigfúsi Þ. Öfjörð á Lækjamóti í Sandvíkurhreppi það í hug að smíða bara nógu stóran valtara, draga yfir mýrarnar og slétta þannig landið. Þetta var gert. Þessi valtari var mannhæðar eða meira og fylltur með vatni. Beltadráttarvél eða jarðýta dró hann. Eftir hvert verk tappaði Sig- fús vatninu af og ók létt á milli bæja. Með þessari aðferð voru sléttaðar óhemju stórar spildur hér í Hraungerðishreppnum. Og ég veit ekki til þess að þessi tækni hafi verið tekin upp nokkurs stað- ar í heiminum nema hér. Svo voru sumir náungar skolli duglegir að slá með sláttuvélum í þýfi. Þeirra frægastir voru bræður frá Hálsi í Grafningi, Hannes- synir, dugnaðarmenn miklir. Þeir Sláttuvél, Herkúles, frá Arvida-Verken í Svíþjóð. Freyr 337

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.