Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 18
FRAMLEIÐNISJOÐUR Upplýsingar u m stuðning 1. Framleiðnisjóði landbúnaðarins er samkvæmt lögum nr. 46/1985 meðal annars ætlað að efla búgreinar og atvinnustarfsemi í sveitum. Eftirfarandi meginreglur gilda um þennan stuðning: 1. Framlög eru veitt til atvinnureksturs, sem tekinn er upp á lögbýlum eða í nágrenni þeirra, í stað mjólkur- eða kjötframleiðslu, eða kemur í stað aukningar í þeim greinum. 2. a) Þeir skulu að öðru jöfnu sitja fyrir framlögum þessum, sem selja eða leigja fullvirðisrétt, hafa innan við 400 ærgilda fullvirðisrétt eða eru frumbýlingar. Heimilt er að veita allt að 75% af hámarksframlagi fyrir hvern viðbótaraðila að félagsbúi (fyrsti aðili nýtur óskerts framlags). Einnig er heimilt að takmarka framlög vegna tekna af vinnu utan búsins. b) Framlögin eru 30% af kostnaði við framkvæmd, þó að hámarki kr. 500 000 miðað við byggingarvísitölu 293, og breytast eftir henni. Njóti framkvæmdin opinberra framlaga, skal draga þau frá stofnverði, áður en hlutdeild sjóðsins er metin. c) Til að framkvæmd geti notið framlags, þarf að fylgja umsókn áætlun um stofnkostnað og rekstur, og færa þarf að því rök, að fyrirhuguð framkvæmd veiti þær tekjur sem að er stefnt. d) Vegna loðdýraræktar miðast framlögin þó við lífdýrafjöldi. Þannig geta 75 refalæður eða 300 minkalæður veitt rétt til hámarksframlags. II. Vegna búháttabreytinga á lögbýlum og með hliðsjón af markaðsstöðu kindakjöts, gefst kostur á að selja/leigja Framleiðnisjóði fullvirðisrétt til kindakjötsframleiðslu verðlagsárið 1988/1989. Framleiðnisjóður mun almennt ekki kaupa/leigja fullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu á verðlagsárinu 1988/1989. Ef sérstakar ástæður mæla með, t.d. svæðaskipulag, landfriðun eða landnýting, lélegar framleiðsluaðstæður, heilsubrestur, aldur o.fl., kemur til greina að kaupa eða Ieigja fullvirðis- rétt, án þess að um búháttabreytingu sé að ræða á viðkomandi býli.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.