Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 32

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 32
samningar ríkis og bænda marka, með kaupum og/eða leigu fullvirðisréttar, veitingu ábyrgðar til að tryggja bændum aukinn fullvirðisrétt, og til að milda verðskerðingu á mjólk og kindakjöti innan búmarks en utan fullvirðisréttar. Sundurliðun: Verðáb. v/mjólkurfram. 85/86 ............... kr. 32,6 millj. Verðlaun v/slátrunar ákálfum’86 .......... kr. 9,0 millj. Sala og leiga búmarks kr. 28,5 millj. Kaup á fullvirðisr. v/mjólkur85/86 .... kr. 9,0millj. Förgunarb. v/sölu fullv.r. sauðf. ’86 kr. 52,0 millj. Sláturkostn.......... kr. 12,5 millj. Alls kr. 143,6 millj. Við síðustu samninga bænda og ríkis var Framleiðnisjóði ætlað að ábyrgjast 3 millj. 1. mjólkur og 800 tonn kindakjöts á næsta verðlagsári. Þessum ábyrgðum hefur verið mætt með tilboðum til bænda um kaup og/eða leigu á fullvirðisrétti. Nú hafa um 230 bændur ákveð- ið, að afsala sér fullvirðisrétti til kindakjötsframleiðslu, sem nemuru. þ. b. 500 tonna fram- leiðslu auk rúmlega 100 tonna framleiðslu vegna riðuniður- skurðar. Verkefni 1987. Skuldbindingar sjóðsins á þessu ári eru þegar orðnar mjög miklar: Vegna mjólkurframleiðslu kr. 35,0 millj. Vegna kindakjötsframl. kr. 100,0 millj. Vegna búmarks, kaup og leiga kr. 35,0 millj. Vegna útfl. áb. v/kindakjöts ’87 ca.kr. 40,0 millj. Vegna útfl. á kjúklingakjöti kr. 15,0 millj. Vegna annarra lána og framl. kr. 20,0 millj. kr. 245,0 millj. Vegna láns frá f. ári v/fullv.r. o.fl. kr. 100,0 millj. Alls kr. 345,0 millj. Tekjur eru áætlaðar um kr. 300 millj. Fullfrágengnir samningar um leigu og sölu búmarks og fullvirðisréttar v/mjólkur 1985/86 voru 259 við sl. áramót. Þriðjung- ur þessara bænda hafa einnig fengið framlög til búhátta- breytinga, en auk þeirra 50 aðrir, eða alls 136 bændur. Viðfangsefni: Fjöldi: Loðdýrarækt ................. 98 Ferðaþj. o. fl............... 29 Hlunnindi og útgerð .......... 9 Framtíðin. Framleiðnisjóði hafa verið falin mörg verkefni tengd búvörusamn- ingum og aðlögun búvöru- framleiðslunnar að markaði. Ætla má, að nauðsynlegt verði, að halda áfram kaupum og leigu fullvirðisréttar, sem þjónar tví- þættum tilgangi. Á næstu misser- um þarf hins vegar að leggja meiri áherslu á hvatningu til bænda um að leita afkomuleiða í öðrum rekstri, en hefðbundnum búgrein- um. Pá þyrfti að huga að stuðningi til endurmenntunar bænda og leiðbeinenda. Framleiðnisjóður er tæki, sem íslenskur landbúnaður hefur til að auðvelda nauðsynlegar breytingar á atvinnuháttum í sveitum. Hann er þó ekki þess megnugur að hann geti borið uppi byggða- stefnuna. Námskeið í ferðaþjónustu. Frh. af bls. 362. sjá um framleiðslu hans og dreif- ingu. Ferðaþjónustubændur voru sammála um nauðsyn þess að halda námskeið sem þessi og standa fast saman um hagsmuni sína og vinna sem mest sjálfir að sínum málum. Menn voru bjart- sýnir á möguleika þessara bú- greinar, og ef rétt verður á haldið í framtíðinni, stuðli þessi búgrein að áframhaldandi byggð í dreifbýl- inu. , . . (Frettatilkynnmg). Framtíðarspá um landbúnað. Frh. af bls. 335. verulega hlýnandi loðftslagi hér á landi snemma á næstu öld. Sjá ritstjórnargrein í 5. tbl. Freys 1987. Af því leiddi bætt skilyrði til landbúnaðar hér á landi en hörmulegar af- leiðingar á öðrum stöðum, svo sem vegna hækkunar sjávar. Á hverjum tíma verða menn hins vegar að haga sér eftir þeim upplýsingum sem best er vitað um og því er ástæða til að gefa þeirri álitsgjörð, sem hér hefur verið vitnað í, fullan gaum. Á það jafnt við um þá sem stafa við fræðslukerfi landbúnarðins og aðra þætti hans. Fljótt á litið býður álitsgjörðin þeim sem bera fyrir brjósti dreifða búsetu í landinu ekki upp á bjarta framtíð þar sem spáð er fækkun framleiðenda. Þó er þar ekki allt á eina bók. Bættar samgöngur og framfarir í fjarskiptatækni gera mönnum kleift að stunda sífellt fleiri störf fjarri þéttbýli og í álitsgjörð- inni er bent á að landbúnaður sem hlutastarf muni fara vaxandi. p 360 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.