Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 22
Ráðunautafundur 1987 Grétar Einarsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Bútæknideild Tækni við votheysgerð Inngangur. Votheysgerð og votheysfóðrun er viðamikill málaflokkur innan búvísindanna og snertir mörg fagsvið. Fjöldi rannsóknarmanna víða um lönd starfa á þessu sviði og stöðugt bœtast við þekkingarbrot eða þróast ný tækni. Því var það að Tæknideild NJF sá ástæðu til að efna til ráðstefu síðastliðið haust sem bar yfirskrift- ina „NYE ERFARINGER MED ENSILERING AV ENGVEKST- ER“ þar sem kynntar voru nýj- ustu niðurstöður og sérfræðingar báru saman bækur sínar. í eftirfarandi pistli verða dregin fram nokkur bútæknileg atriði úr fyrirlestrum á ráðstefnunni, atriði sem að mati undirritaðs voru hvað áhugaverðust með hliðsjón af staðháttum hérlendis. í sumum tilvikum verður reynt að staðfæra þau eða bæta við athugunum af innlendum vettvangi. Sköddun túna við votheysskap. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að kanna áhrif véla- Mynd 1. Nýlegar tilraunir með ólíkar gerðir hjólbarða sýna að sköddun túna er mjög mismikil eftir gerð barðanna. Lágmynstraðir breiðir barðar valda minni sköddun á túnum en hinir hefðbundnu. (Lindberg, K. 1986). 350 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.