Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 25
Mynd 4. Fjölhnífavagnar eru afkastamiklir og nýtast einnig við þurrheysskap. Peir smœkka heyið verulega en eru nokkuð dýrir í innkaupi. magni, flutningavegalengd og að- stöðu og tækni við fyllingu í geymslu. Ekki eru tök á að fjalla ítarlega um það á þessum vett- vangi en þó skulu nefndar nokkrar viðmiðunartölur. Miðað við að hirða í flatgryfju eru afköstin í báðum tilvikum um 2 tonn af þurrefni á klst, en þá er notaður einn saxari og tveir flutningavagn- ar eða einn fjölhnífavagn. Vinnuþörfin við hirðingu er einnig mjög breytileg eftir aðstæð- um eins og afköstin, en miðað við áðurnefndar aðstæður er hún á bilinu 3-4 m-klst. á hektara miðað við uppskerumagn er svarar 4 tonnum af þurrefni á hektara. Tækjakustnaður við þessar tvær aðferðir er ólíkur að því leyti, að múgsaxarinn er sérhæft tæki sem nýtist ekki í annan heyskap, en flutningavagnarnir eru hins vegar alhliða og koma því að notum við önnur bústörf. Fjölhnífavagninn notast bæði við þurrheyskap og votheyskap en sem flutningatæki ekki nema að takmörkuðu leyti til annarra verka. Ætla má að stofnkostnaður í báðum tilvikum sé svipaður þegar ekki er tekið tillit til dráttarvélanna. Áhrif meðhöndlunar á eðliseiginleika heysins. Allmikil þekking er nú fyrir hendi varðandi hvernig hin ýmsu tæki saxa og merja heyið við slátt og hirðingu. Með hinum ólíku aðferðum má hafa stjórn á raka- stigi heysins við hirðingu að því marki er veðurfar leyfir. Áhrif heyskaparaðferða á eiginleika heysins eru í stórum dráttum tví- þætt. Að öðrum hluta eru það áhrif söxunarinnar og að hinum áhrif forþurrkunarinnar. Söxun heysins eykur meðfæri- leika þess hvort sem um er að ræða vélbúnað eða handverkfæri. Til að unnt sé að nota snigla eða hjól við losun má stubblengdin ekki vera meiri en 5 cm, en við vélræn fóðrunarkerfi má lengdin ekki fara yfir 2 cm. Við hirðingu breytist rúmþyngd í vögnum eftir söxum. Sem dæmi má nefna að við 5 mm söxun (fræðilega) er rúmþyngdin 70-80 kg þurrefni í m3, en við 50 mm söxun 40-60 kg þ.e./m3. í fullsiginni heystæðu hefur söxun lítil áhrif á rúmþyngdina en við hirðingu er rúmþyngdin í heygeymslum mjög háð söxun- inni. Þannig má reikna með að aðeins 60% af rými heygeymsl- unnar nýtist við fyrstu hirðingu ef heyið er ekki smækkað en um 80% ef það er fínsaxað. Mikil söxun hefur auk þess þau áhrif að plöntusafinn er strax aðgengilegur til gerjunar og flýtir fyrir því að æskileg gerjun hefjist. Forþurrkun minnkar vökva- spennuna í frumum plantnanna og heyið fellur því betur saman. Þannig má almennt gera ráð fyrir að rúmþyngdin, mæld í þurrefni, sé meiri bæði við heyflutninga og í geymslu eftir því sem forþurrkun- in er aukin. Tilraunir hafa sýnt, að rúmþyngdin eykst við forþurrkun er nemur allt að 60% þ.e., en minnkar við frekari þurrkun. Ennfremur hafa tilraunir sýnt að hlutfall lofts (gass) í votheysstæðu eykst við forþurrkun. Sem dæmi má nefna að við 20% þurrefni í heyi er um 50% af rúmmáli stæð- unnar innilokaðar lofttegundir, en við 60% þurrefni hækkar hlut- deild lofttegunda í um 75%. í þessum tilraunum er gert ráð fyrir að eðlisþyngd þurrefnis hafi þétt- leika er svarar 1400 kg/m'. Þessar niðurstöður árétta enn frekar fyrri kenningar um, að því meiri sem forþurrkunin er þeim mun meiri kröfur verður að gera til geymslna varðandi þéttleika og frágang við yfirborð. Frárennsli úr heystæðum er eðlilega háð þurrefnisinnihaldi heysins. Þetta samband er nokkuð þekkt en tap næringarefna er mjög misjafnt eftir hráefni. Sem dæmi úr athugunum má nefna, að úr heyi sem hirt var með um 15% þurrefni tapaðist um 10% af þurr- efnismagninu með votheyssafan- um, en innan við 5% ef heyið var forþurrkað í um 25% þurrefni. Tæki við losun úr heygeymslum. Á markaðnum er fjöldinn allur af tækjum til að losa vothey á geymslustað og flytja að gripun- um, allt frá einföldum handverk- færum að tölvustýrðum sjálfvirk- um fóðrunarbúnaði. Ekki gefst tóm til að fjalla ítarlega um þau á þessum vettvangi, en þó er rétt að Freyr 353

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.