Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 27
RER RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Lýsing í peningshúsum og notkun handlampa Notkun lausra lampa og óvarinna ljósa í hlöðum, fjósum, hesthúsum og öðrum peningshúsum hefur oft valdið miklu tjóni. Dæmi eru um að kviknað hafi í hlöðu vegna þess að lampi gleymdist undir heyinu, þegar hirðing fór fram. Löngu síðar, þegar kveikt var á öðru ljósi, kviknaði einnig á lampanum undir heyinu með þeim afleiðing- um, sem áður var lýst. Það er full ástæða til að hafa stöðuga gát á óvörðum ljósabún- aði, sem enn kann að vera fyrir hendi, og sjá um að vatn eða snjór komist ekki að illa vörðum eða óeinangruðum hlutum rafkerf- isins. Tímastillir og öryggisútbúnaður fyrir hlöðulýsingu. Ný hlöðulýsing í Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Að sjálfsögðu ber að stefna að því að gera heildarlýsingu pen- ingshúsa þannig úr garði, að ekki þurfið að nota lausa lampa eða óvarðar perur, enda er nú fáanlegt allt efni til fastrar og öruggrar lýsingar í peningshúsum, sem ætti að vera bæði ryk- og vatnsvarin. Að lokum skal minnt á sjálf- virka tímarofa, þar sem hægt er að stilla eða velja tiltekinn tíma sem ljósin loga, áður en þau slokna sjálfkrafa. Freyr 355

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.