Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 17
leið kjötsins frá framleiðendum til
smásala og sú spurning vaknar
hvort verðfellingin dregst ekki
enn saman á leið sinni yfir búðar-
borðið án þess að tilsvarandi fitu-
skerðing eigi sér stað. Ef svo er,
hvað er þá orðið af gagnsemi
verðfellingarinnar, sanngj arnrar
eða ósanngjarnar, og er til leið
sem fyrirbyggir „þjófnaðarhvetj-
andi“ áhrif verðfellingarinnar?
5. „Sveitir sem hafa mikil
landgæði verða ekki síður en
aðrar að laga sig að mark-
aönum, en það varðar líf þeirra,
og það er hægt með ýmsu móti“
....til dæmis með tilfærslu á
burðartíma og sláturtima.
Engum getur dulist að neytandinn
ræður hvað hann kaupir. Við sölu-
samdrætti verður, ef hægt er, að
bregðast, og það fljótt, en helst á
rökréttan hátt. Áður er að því
vikið að dilkakjötið sé „of feitt og
of dýrt“ til að halda söluhlutfalli á
kjötmörkuðum.
Hvað varðar fituhlutfall á þeim
lömbum sem eru svo heppin að
lifa við landgæði, hafa næga
móðurmjólk og próteinríkan
náttúrugróður fram á haust, þá
hefur ekki sannast eða sýnt sig að
þau fitni endilega meira síðustu
vikurnar, hvað sem verið getur við
andstæðar kringumstæður og kál-
beit frá síðsumri.
Snemm slátrun eða seinkun á
burðartíma mun því litlu breyta
við þessi tilgreindu skiiyrði. Hitt
er þó enn ljósara að framleiðslu-
verð dilkakjöts lækkar ekki með
því að stytta Iíflengd lambanna
meðan þau geta vaxið af úthaga-
gróðri og án landskemmda.
Seinkun á burðartíma væri víða
ávísun á lengri innistöðu fjárins
og/eða vorbeit á tún, aukinn til-
kostnað og hækkun framleiðslu-
verðs. Fullyrðing um auðveldar
lausnir til framleiðslu magrara og
jafnframt ódýrara kjöts ganga því
ekki upp, því miður.
6. „Aldrei nauðsynlegra en nú
að vera með kál til haustbeitar."
Okkur sem þekkjum ekki af eigin
raun þörfina fyrir að bata lömbin
fyrir slátrun, finnst þessi niður-
staða Einars undarleg.
Eru úthagar einhvers staðar
svona að smáversna eða vill mark-
aðurinn ekki smátt og fitusnautt
kjöt í sama mæli og áður? Er
„hömluðum“ lömbum að fjölga?
Hvað veldur nú, og sérstaklega
nú, aukinni þörf fyrir kálbeit? Er
það ekki jafnvel hún sem hefur
þegar breytt fyrra hlutfalli milli
fitusnauðs kjöts og feitara og
aukið misgengið milli framboðs og
neyslu þess síðarnefnda.
Engum lái ég þó fyrir að auka
innlegg sitt og afrakstur, og við-
komandi lömbum ann ég þess
heilum huga að hafa það dágott
síðustu æfidagana.
2. „fyllti mig bjartsýni um
íjárræktina í framtíðinni um að
fljótlega verði (hægt) að laga
fjárstofninn að breyttum
markaðskröfum“.
Enginn vafi virðist á því að með
ræktun og úrvali fyrir minni fitu-
söfnun megi vinna gott verk, en
við skulum ekki gera okkur neinar
gyllivonir um snögga breytingu þó
að reynt verði að standa þar vel að
hlutum. Öll ræktun tekur á tíma
og því lengri tíma sem úrvalið
byggist á fleiri óskyldum þáttum.
En það er vissulega ástæða til að
ganga til þessa nýja ræktunarverks
heils hugar og af tiltækri fag-
mennsku, en öfgalaust.
8. „tveir minnstu og
samanþjöppuðustu hrútamir
gáfu fæst lömb í O flokk“.
Vegna þessarar niðurstöðu leitar
sú spurning á hug minn, hver var
meðalvigt dilkfalla undan þessum
litlu hrútum? Ef hún hefur verið
16 kg eins og meðalvigt búsins eða
meiri kemur önnur spurning sem
lesandi þarf að vita til að meta
hversu marktæk niðurstaðan er,
en það er hvort gimbrarnar undan
svo „samanþjöppuðum" hrútum
hafa ekki öðrum fremur verið
settar á vetur, en hrútarnir nær
einir komið til frálags. Það kynið
sem almennt er grennra.
Til er sú þumalfinguregla (fyrir
erlend fjárkyn reyndar) að rétti
slátrunartíminn sé þegar lömbin
Frh. á bls. 340.
ER VATNSKASSINN
BILAÐUR?
Gerum við.
Seljum nýja.
Skiptum um
element.
Ármúla 19, 128 Reykjavík.
Símar: 681877, blikksmíðaverkstæðið.
681949, vatnskassaverkstæðið.
681996, skrifstofan.
Freyr 345