Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 36
Út er komið ritið Hrossaræktin, rit Búnaðarfélags íslands um starfsemi féiagsins í hrossarækt 1986. Ritstjóri er Kristinn Hugason. Ritið er fjölbreytt að efni. Lengsti kafli þess er Ættbók kyn- Hrossaræktin 1986 bótahrossa 1986, en það ár voru ættbókarfærðir 23 stóðhestar og 427 stóðhryssur voru einstakiings- dæmd kynbótahross. ítarleg frásögn er um Lands- mótið á Gaddstaðaflötum 1986, eftir Þorkel Bjarnason hrossa- ræktarráðunaut. Kynntur er nýr verðlaunagripur sem veita skal á Landsmóti hestamanna fyrir mesta hæfni í unghryssuflokkum. Gefandi er Jón Sigurðsson í Skollagröf og nefnist gripurinn Hremmsuskjöldurinn. Birt er skrá um stóðhesta hrossaræktarsambanda og ein- staklinga 1. nóvember 1986. Þá er greint frá breytingum á skýrslu- haldi í hrossarækt þar sem innleitt hefur verið nýtt kerfi fæðingar- númera í stað ættbókarnúmeranna og er nýja kerfið kynnt. Petta kerfi opnar Ieiðir til aukinnar festu í auðkenningu hrossanna með frostmerkingum. Jafnframt fylgir kynning á frostamerkingum og þeim táknum sem þar eru not- uð, eftir Pétur Hjálmsson, en hann hefur kynnt sér sérstaklega þessa merkingaraðferð og lært að beita henni. Kristinn Hugason skrifar um kynbótagildisspá og kynbóta- einkunnir hrossa fyrir árið 1987 en hann stundaði á nám í kynbóta- fræði hrossa í Svíþjóð. Þá er í ritinu skýrsla um rekstur Stóðhestastöðvar ríkisins í Gunnarsholti árið 1986, eftir Helga Eggertsson forstöðumann stöðvarinnar og starfsskýrslur starfsmanna Búnaðarfélags ís- lands í hrossarækt, þeirra Porkels Bjarnasonar, Kristins Hugasonar og Helga Eggertssonar. Ýmislegt af efni ritsins er ótalið en það er mikil fróðleiksnáma öllum áhugamönnum um hrossa- rækt. Ritið fæst hjá Búnaðarfélagi ís- lands og búnaðarsamböndunum og kostar kr. 600 í áskrift en kr. 800 í lausasölu. Tilraunir í nautgriparækt. Ágæti Freyr. Á síðasta aðalfundi Kúabænda- féiags Borgarfjarðar norðan Skarðsheiðar var samþykkt sam- hljóða ályktun: „Aðalfundur K.B.n.S. lýsir yfir vonbrigðum sínum með tilraunastarfsemi í nautgriparækt undanfarin ár. Tel- ur fundurinn það ekki vansalaust, að á sama tíma og þrjú tilrauna- fjós eru í landinu skuli það mega heita viðburður ef bændum eru kynntar nýjar niðurstöður." Ég held það verði vart hrakið að full ástæða er til þessarar sam- þykktar. Efist einhver ætti sá hinn sami að fletta t. d. þremur síðustu árgöngum Freys og telja saman þær tilraunaniðurstöður úr nautgriparæktinni, sem þar finn- ast. Er þó Freyr bæði ódýrasta og áhrifaríkasta leiðin til að ná sam- bandi við bændur. En er þó svona lítið gert af tilraunum? Það er ég alls ekki viss um. Ég veit að ýmislegt er gert, vandamálið er að það er ekki kynnt sem gert er, a. m. k. ekki fyrir bændum, og ætti það þó ekki að vera neitt aukaatriði. Tilrauna- niðurstöður, sem bændur sjá ekki, koma þeim að litlu gagni. Pá sýn- ist mér og, að tilraunastarfseminni veiti ekki af að auglýsa sig til að réttlæta tilvist sína. Á það ekki síst við nú þegar bændur og tilrauna- stöðvarnar keppa um takmarkað- an búvörumarkað. Jón Gíslason, Lundi, Lundarreykjadal. 364 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.