Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 30
Aðgerðir. Skemmdir virðast meiri á friðuð- um túnum en þeim sem beitt eru að vorinu. Athuganir á tilrauna- reitum sem slegnir voru snemma sumars benda til þess að maurarn- ir nái sér á strik í friðuðum eða óslegnum túnum vegna þess að þar er nægt fæðuframboð. Á beittum túnum er lítið gras fyrr en maurtíminn er liðinn. Tún sem maurarnir herja á geta gefið svip- aða uppskeru og beitt tún þegar plágunni linnir. Hins vegar er alltaf hætta á annarri kynslóð (haustkynslóð) þar sem maurar herjuðu að vori. Túnmaurar valda mestu tjóni þar sem jarðvegur er þurr og laus í sér. Þá geta þeir betur forðað sér undan hita og kulda en þar sem jarðvegur er blautur eða þéttur. Fremur þurrt veðurfar hentar þeim betur en vætutíð. Það að maurinn er helst þar sem kalt er og lítil úrkoma kann að skýra hvers vegna vágestur þessi hefur fremur herjað á Norðurlandi en í öðrum landshlutum. Athuganir hér benda til að maurinn valdi ekki tjóni á nýrækt- um fyrstu tvö árin en geti síðan náð sér á strik. Hann veldur held- ur ekki óskunda við kornrækt eða grænfóðurrækt hér á landi. Nokkrir bændur á Norðurlandi hafa endurræktað tún sín vegna þess að maurinn spillti uppskeru árlega. Ekki er til nein einhlít skýring á því hvers vegna túnamaurinn hef- ur gerst svo ágengur hin síðari ár. Ekki er ólíklegt að það tengist á einhvern hátt búskaparháttum. Æskilegt er að þekkja orsakarnir til að geta betur ráðið bót á vanda- málinu. Ekki er heldur alveg ljóst hvernig faraldurinn tengist veður- farinu. Hægt er að úða með eiturefnum gegn maurunum. Ekki liggja enn fyrir nægjanlegar rannsóknir til að hægt sé að gefa fullnægjandi leið- beiningar um hvernig að slíkri úð- un skuli staðið. Þeim sem vilja reyna úðun má þó ráðleggja eftir- farandi: Notið efnasambönd eins og permethrin (Permasect 25 EC) eða deltamethrin (Decis). Þessi efni virka við lágt hitastig og eru hættulítil fyrir menn og búfé. Úða skal þegar flest egg hafa klakist en áður en dýrin hafa valdið verulegu tjóni á gróðrinum og verpt nýjum eggjum. Best er að úða þegar maurarnir eru á kreiki, í kyrru og þurru veðri að kvöldi eða nætur- lagi eða að degi til í skýjuðu veðri. Á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins verður unnið að nánari athugunum á þessu mein- dýri. Er þess vænst að eftir því sem þekking okkar eykst á lífsferli mauranna og áhrifum umhverfis- ins á fjölda þeira verði auðveldara að leiðbeina bændum um hvernig draga megi úr því tjóni sem þeir valda. Helstu heimildir. Chada, H.L. (1956): Biology of the Winter Grain Mite and Its Control in Small Grains. — Journal of Economic Entomology 49: 515— 520. Nielsen, P. (1984): Entomologiske unders0gelser i og omkring fáre- holderomrádet i Syd-Gr0nland. Arbejdsgruppen vedr. Milj0 og Fáreavl. Rapport nr. 2. Den kgl. Veterinær- og Landbohojskole, 28s. Rack, G. (1984): Systematik, Morpho- logie und Biologie von Milben (Acari) in Háusern und Vorráten sowie Milben von medizinischer Bedeutung. Teil IV: Die Grasmil- be Bryobia cristata (Dugés, 1834) und Grasmilbenplagen. — Der praktische Schádlingsbekámpfer 36: 133—136. Báruplast og efni í stálgrindahús Framleiðum báruplast, vel glært. Ýmsar stærðir og gerðir fyrirliggjandi. l-bitar, vinklar og prófílrör fyrirliggjandi í loðdýrahús og önnur stálgrindahús. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4, 104 Reykjavík. Símar: 91-84677, 91-84380 og 91-84559 358 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.