Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1987, Page 36

Freyr - 01.06.1987, Page 36
Hl NADAUFÚA(» ÍSI ANDS HúC)ámrluin NAUTGRIPA- RÆKTIN IV. Búvörulögin voru bændum til mikilla hagsbóta. Frh. afbls. 421. Til þess að það megi verða á að stuðla að endurræktun túna sem farin eru að ganga úr sér, í öðru lagi á að rækta grænfóður þegar það er hagkvæmt, bæði til beitar og fóðurverkunar, og í þriðja lagi á að efla heykögglagerð en unnt er að framleiða köggla úr heyi sem eru nánast jafngóðir eða betri en graskögglar. Sú framleiðsla kostar að vísu sitt en ég tel að það sé verulegur ávinningur fyrir bónd- ann að geta haldið þessum til- kostnaði innan síns rekstrar á búi sínu. Eftir því sem heyfengur er meiri er fastakostnaður á hvern heyhest lægri og ég tel að það sé alls ekki svo slæmt að borga sjálf- um sér svolítið meira fyrir fóður heldur en að láta skrifa hjá sér grasköggla eða fóðurbæti í kaupfélaginu. Nautgríparæktin IV Út er komið sérrit Búnaðarfélags Islands um nautgriparækt, Naut- griparæktin, 4. árgangur 1986. Ritstjóri er Jón Viðar Jón- mundsson. Meðal efnis ritsins er „Skýrslur nautgriparæktarfélganna árið 1986 eftir Jón Viðar Jón- mundsson“, „Afurðahæstu kýrnar í nautgriparæktarfélögunum árið 1986 og skrá yfir kýr með 110 eða hærra í afurðaeinkun í árslok 1986“, eftir Jón Viðar Jón- mundsson og „Kynbótaeinkunnir nauta“, eftir sama höfund. Diðrik Jóhannsson forstöðu- maður Nautastöðvar Búnaðarfé- lags íslands á Hvanneyri skrifar um „Nautgripasæðingar 1986“ og Þarna stendur verulega upp á okkur bændur að sýna það að við getum náð betri tökum á að nýta Þorsteinn Ólafsson dýralæknir skrifar um „Frjósemi og sæðingar kúa“. Auk þess á Jón Viðar Jón- mundsson tvær greinar í ritinu. Þær eru: „Niðurstöður úr skoðun á kvígum 1986 og dómar á nautum fæddum árið 1980“ og „Nauta- stofninn á Nautastöðinni". Að lokum er „Nautaskrá X, en höfundar hennar eru Jón Viðar Jónmundsson og Ólafur E. Stef- ánsson. Ritið er 165 blaðsíður. Það er sent öllum viðskiptamönnum Nautastöðvar Búnaðarfélags Is- lands en er auk þess á boðstólum hjá Búnaðarfélagi íslands og kost- ar kr. 350. þau gögn og gæði sem landið býð- ur upp á, heita íslenskur bóndi. M.E. ER VATNSKASSINN BILAÐUR? b/kksmiðjan Gerum við. Seljum nýja. Skiptum um element. Ármúla 19, 128 Reykjavík. Símar: 681877, blikksmíðaverkstæðið. 681949, vatnskassaverkstæðið. 681996, skrifstofan. 444 FREYE

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.