Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 7
Grænfóðurnæpur, aukin fjölbreytni
í fóðurrækt
Oft er vitnað til orðanna: „Búskapur er hey-
skapur“, sem höfð eru eftir Jónasi Péturssyni
fyrrv. tilraunastjóra og alþingismanni og e.t.v.
fleirum. Þetta kjörorð mætti útvíkka og segja
að búskapur sé heimafengið fóður, hvort sem
er gras eða grænfóður, á velli eða í hlöðu.
Pað er mál kunnugra að heyöflun hafi mikið
farið fram hér á landi á síðari árum hvað varðar
heygæði. Pað birtist m.a. í minnkandi fóður-
bætisnotkun í hefðbundnum búgreinum, naut-
gripa- og sauðfjárrækt. Þó er talið að það sé
fátt sem enn frekar geti almennt bætt hag
íslenskra bænda heldur en að fleiri bætist í hóp
þeirra sem verka gæðafóður, þurrhey og vot-
hey, sem sé að mestu fullnægjandi til afurða,
auk viðhalds búfjárins. Þar gildir framar öðru
að sláttur fari fram áður en næringargildi
rýrnar.
Fleira má gera. í þessu blaði er bæði í
sjálfstæðri grein og í viðtali við Jón Eiríksson á
Búrfelli í Miðfirði vakin athygli á ræktun græn-
fóðurnæpu. Sú grænfóðurtegund hefur verið
hvað fyrirferðarminnst allra grænfóðurteg-
unda í ræktun hér á landi, við hliðina á höfrum,
rýgresi, repju og byggi sem hafa verið mun
þekktari og algengari tegundir. Hér er heldur
ekki verið að etja grænfóðurnæpu gegn þess-
um tegundum, heldur að benda á hana sem
möguleika sem nýta megi betur en gert er til
hagkvæmrar fóðuröflunar við hlið hinna. Er
þar bæði átt við að lengja beitartíma búfjár
fram á haustið og afla þess ódýrasta fóðurs sem
völ er á á þeim tíma árs þegar túngróður er
farinn að sölna.
Ýmsar ástæður valda því að ræktun græn-
fóðurnæpu hefur ekki náð útbreiðslu hér á
landi að ráði. Næpan tekur seint við sér í
sprettu og stendur sig því verr í baráttu við
illgresi en allar aðrar grænfóðurtegundir.
Vegna þess hve hún kemst seint af stað, er
mikilvægt að vaxtarskilyrði hennar séu góð;
rakastig hæfilegt og næring ríkuleg. Vaxtartími
er nokkru meiri en flestra annarra grænfóður-
tegunda en þó nægilega langur þar sem hitafar
er í meðallagi eða betra hér á landi.
Til að draga úr áhættu við þessa ræktun
hefur komið í ljós að hagkvæmt er að rækta
næpuna með repju, hvort sem er sumar- eða
vetarrepju, og veita henni þannig vernd og
skjól gegn ásókn illgresis og næðingi. Þeir sem
hugsa sér að rækta grænfóðurnæpu og eru
óvanir því ættu að kynna sér grein eftir Óttar
Geirsson jarðræktarráðunaut í 2. tbl. Freys
1979 sem ber heitið: Mistök í grænfóðurrækt.
Nýting grænfóðurnepju hér á landi er fyrst
og fremst með beit. Komið hefur fyrir að menn
hafi flutt næpurnar í hús og fóðrað með þeim
inni. Það hefur gengið vel, að öðru leyti en því
að það er vinnufrekt. Erlendis hefur tíðkast
um langan aldur að rækta ýmsar tegundir
rótarávaxta til vetarfóðrunar. Þar má nefna
fóðurrófur, fóðurbeður (skyldar sykurrófum)
og fóðurnæpur. Það er vinnufrek ræktun þó að
margs konar vélvæðingu sé þar við komið. Þar
tíðkast að rækta rófur í röðum sem er forsenda
vélvæðingar á upptöku, og hafa ýmsir íslend-
ingar sem stundað hafa bústörf erlendis minnst
þess með lítilli eftirsjá þegar þeir voru látnir
grisja rófnaraðir dögum saman með handverk-
færum. Þessi fóðuröflun lét undan síga þegar
kornrækt jókst og kornverð fór lækkandi. Nú
eru hins vegar taldar líkur á að kornverð fari
hækkandi með aukinni eftirspurn en það yrði
vatn á myllu annars konar fóðuröflunar svo
sem rófna- og næpuræktar.
Spyrja mætti hvort ekki væri nærtækast að
bregðast við hærra kornverði á alþjóðamark-
aði með aukinni kornrækt hér á landi. Vissu-
lega er ástæða til að hvetja til kornræktar hér á
landi. Gildi hennar er margþætt, bæði til fóð-
uröflunar, sem matkorn í heilsufæði, og korn-
Frh. á bls. 330.
8. APRÍL 1990
Frevr 303