Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 25

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 25
kýr. Hér er aðeins birt taflan um fullorðnu kýrnar. Fyrir fyrstakálfs kvígurnar kemur fram nokkuð lík mynd en áhrifin þar eru í heild minni. Af því leiðir að tilfærsla burðar hefur ekki jafn mikil áhrif á afrakstur þeirra eins og fullorðnu kúnna. Þar gætir m.a. áhrifa af verulega frábrugðinni mjólkur- kúrfu hjá þeim og fullorðnu kúnum. Þegar bornar eru saman misjafn- lega afurðamiklar kýr kemur, eins og vænta má, í ljós að nettótekjur kúnna sem skila afurðum eru veru- lega meiri en hjá þeim sem minna skila. Þannig er hægt að þola af- urðameiri kúnum meiri tilfærslu burðar en þeim slakari en eftir sem áður fá af þeim meiri arð. Eins og höfundar benda á er afrakstur eftir grip ekki besti mæli- kvarði þegar um er að ræða mjólk- urframleiðslu sem háð er fram- leiðslutakmörkunum. Þess í stað beri fremur að nota nettótekjur eftir hvern framleiddan mjólkur- lítra. Þeir hafa gert slíka útreikn- inga. Tölulegar niðurstöður þeirra er ekki að finna í greininni en þeir segja að þær sýni nánast sömu mynd og hér að framan hefur verið gerð grein fyrir. Helsta frávikið er að fyrir kýr sem bera síðsumars virðist heppilegt að færa burð þannig að frá burði til fangs líði um 120 dagar. Hér skal ekki reynt frekar að leggja mat á að hve stórum hluta niðurstöður sem þeirra eiga við hér á landi. Nokkuð víst er að ytri línur þessa gilda hér. Ætla má að ýmsar stærðir í þessu kunni samt að vera nokkuð frábrugðnar. Tilgangurinn er fremur sá að vekja menn til umhugsunar um það hvaða þættir það eru sem nauðsynlegt er að taka tillit til við skipulagningu gagnvart þessum þætti í búrekstrinum. Það er m.a. misjafnt eftir burðartíma kúnna hve eðlilegt er að þola þeim mikla tilfærslu í burði áður en förg- un kemur til álita. I áðurnefndri rannsókn Einars Svavarssonar hjá íslenskum mjólkurkúm kannaði hann áhrif af mislöngum tíma á milli burða á afurðir kúnna. í töflu 2 eru sýnd mþessi áhrif. Má ætla að við þær tölur megi styðjast við mat á þess- um þætti. Skógrækt í Bretlandi Þúsund bændur í Bretlandi hafa fengið heimild til að gróðursetja trjáplöntur í alls 7000 hektara Iands. Þetta er liður í áætlun EB að draga úr framleiðslu í hefðbundn- um búgreinum. Lauftrjám verður plantað í þrjá fjórðu þessa ofan- greinda lands. Áformað er að planta trjám í alls 36000 ha í Bretlandi. GULLBOK HAIR VEXTIR, VERÐTRYGGING OG ALLTAF LAUS! SBÚNAÐARBANKI ÍSLANDS 8. APRÍL 1990 Frevr 321

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.