Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 26

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 26
Agnar Guðnason Frjálsarkartöflur, ncytcndur og bændur Pað eru 5 ár liðin síðan Búvörulög- in voru samþykkt á Alþingi. Þá var afnumin einkasala Grænmetis- verslunar landbúnaðarins á kart- öflum. Jafnframt var innflutningur gefinn frjáls þegar ekki var nægi- legt framboð á innlendum garðá- vöxtum. Fyrir 5 árum var rekinn mikill áróður fyrir frjálsri verslun með garðávexti. Þessvegna er nú fróðlegt að reyna gera sér grein fyrir hvernig þróunin hefur verið á þessu sviði síðastliðin 5 ár: Er skipulag á framleiðslu og dreifingu garðávaxta betra nú en var árið 1984? Hefur verðið hækkað minna en á öðrum búvörum? Fá neytendur betri garðávexti og grænmeti nú en árið 1984? Hefur framboð aukist og meiri fjölbreytni í vali? Hefur neyslan aukist? Hefur frelsið orðið til góðs fyrir framleiðendur og neytendur? Eru garðávextir heilbrigðari og útlitsfallegri nú en áður? Þessum spurningum öllum er hægt að svara á einn veg, með einu stóru NEI -i Skipulag framleiðslunnar og dreifing Samstaða meðal framleiðanda er ekki nægilega góð. Það hefur reynst þannig þessi 5 ár að ákveðn- ir menn hafa viljað fara aðrar leiðir en félagssamtök framleiðenda hafa talið bændum hagstæðar. Það hefur mikið skort á félagslega sam- stöðu og flestir framleiðendur hafa Ingvi í Oddsparti í Pykkvabæ og Eðvald Malmquist fyrrum yfirmatsmaður garðávaxta fylgjast með kartöflunum þar sem þœr renna eftir fœribandinu á upptökuvélinni fyrir 10 árum. Enn þá eru notaðar sömu vélar og rœktuð sömu afbrigði, en enginn er matsmaður til lengur (Myndir og texti: A.G.) 322 Freyr 8. APRÍL 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.