Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 23
Jón Viðar Jónmundsson
Samband frjóscmi og afrakstrar
mjólkurframlciðslu
Bœndum sem mjólkurframleiðslu stunda þarftœpast að segja aðfrjósemi kúnna hefur oft
veruleg áhrifá afkomu kúabúsins. Ekki er œtlunin aðfjalla hér um hinar fjölmörgu hliðar
þess máls en aðeins að ræða ístuttu máli nokkur atriði úr nýlegum sœnskum rannsóknum
þar sem vissar hliðar þessa eru skoðaðar.
Ástæöa kann samt að vera til aö
rifja upp ýmsar tölulegar upplýs-
ingar um það hvernig nokkrum
frjósemisþáttum er háttað hjá ís-
lenskum kúm. Þær tölur eru að
verulegu leyti úr rannsóknum
nemenda í Búvísindadeildinni á
Hvanneyri í lokaverkefnum þeirra
þar á síðustu tíu árum þar sem
unnið hefur verið með upplýsingar
um þessa þætti úr skýrslum naut-
griparæktarfélaganna.
I rannsóknum Einars Svavars-
sonar þar sem grunnurinn er upp-
lýsingar um bil milli burða hjá ís-
lenskum kúm, rúmlega 100 þúsund
mælingar, kemur fram að þetta bil
er að meðaltali 385 dagar eða tæpir
13 mánuðir. Gunnar Ríkharðsson
fann í rannsóknum sínum að með-
göngutími íslenskra kúa var að
jafnaði 286 dagar. Þessar tölur
tvær sýna að til jafnaðar eru 99
dagar frá burði hjá íslenskum kúm
þar til þær festa fang. Væri stefnt
að því að kýrnar bæru með eins árs
millibili þyrfti þetta tímabil að vera
um 80 dagar. í sambandi við tjón
sem ófrjósemi veldur má minna á
niðurstöður úr rannsókn Álfhildar
Ólafsdóttur sem sýndi að hjá um
15% kúnna sem fargað er, er kálf-
leysi gefið sem ástæða förgunar.
Sænskarrannsóknir
Víkjum þá að sænsku rannsóknar-
skýrslunni. Höfundar hennar er
Erling Strandberg og vann hann
þessar rannsóknir í samvinnu við
Jón Viðar Jónmundsson.
þekktan bandarískan prófessor,
Toni Oltenacu, sem dvaldist fyrir
skömmu í Svíþjóð í starfsleyfi.
Það sem þeir taka sér fyrir hend-
ur að skoða er hvaða áhrif mislangt
tímabil frá burði til fangs hjá
kúnum hefur á afkomu mjólkur-
framleiðslunnar. Þeir reyna í þessu
sambandi að skoða áhrif sem
flestra þátta þar að lútandi.
Ástæða er samt strax til að vekja
athygli á því að reiknað er með í
þeirra dæmi að mislöng tímabil
skapist eingöngu vegna þess að
farið er að sæða kýrnar mislöngu
eftir burð. I búskap skapast þessi
munur oftast af því að kýrnar festa
misvel fang og þess vegna er í raun
alla jafnan mun meiri kostnaður
við sæðingar hjá kúm sem hafa
langt bil frá burði þar til þær festa
fang.
Lítum þá aðeins nánar á hvaða
þættir það eru það sem hafa áhrif í
þessu dæmi og þeir skoða. 1 fyrsta
lagi er um það að ræða að kýrnar
skila mismiklum afurðum eftir
árstímum, þ.e. þeir taka með í
dæmið áhrif mismunandi burðar-
tíma á afurðir. Við sænskar að-
stæður eru þessi áhrif mjög lík því
sem gerist hér á landi. Einnig er
tekið tillit íil þess að dreifing
mjólkurframleiðslunnar er mis-
munandi eftir burðarmánuðum.
Erfitt er að bera þessi áhrif saman
við hlistæð áhrif hjá íslenskum
kúm þar sem ekki er fyrir hendi
nákvæmt mat á slíku hér. Mislang-
ur tími á milli burða hefur áhrif á
mjólkurframleiðsluna. Eftir því
sem kýrin mjólkar lengra ntjólkur-
skeið fara afurðir á því mjólkur-
skeiði vaxandi en aftur á móti þá
dreifist þetta á mun lengra tímabil
þannig að meðalframleiðsla á dag
minnkar. Þessi áhrif eru almennt
skýrð með því að fóstrið keppi við
mjólkurframleiðsluna þegar á
meðgöngutímann líður. Mislöng
geldstaða hefur einnig áhrif á af-
urðir á næsta mjólkurskeiði. Þá
taka þeir einnig tillit til þess ef um
gripi með mismunandi afurðagetu
er að ræða.
Þá er tekið tillit til mismunar í
verði mjólkur til framleiðenda eftir
árstímum. Verðmismunun eftir
árstímum er áþekk í Svíþjóð og hér
á landi. nema hvað mismunur milli
árstíma er ívíð meiri hér. Hér er
8.APRÍL 1990
Freyr 319