Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 11

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 11
nytinni á haustin er grænfóður. Ég hef ræktað fóðurnæpu síðan ég hóf búskap hérna, sem er alveg undra jurt. Stofninn heitir Civasto. Til- raunastöðin á Möðruvöllum og Bændaskólinn á Hólum stóðu fyrir grænfóðurtilraunum hér á Búrfelli fyrir nokkrum árum og þá frétti ég af þessari tegund. Mér finnst mið- ur að leiðbeiningaþjónustan hefur ekki lagt meiri áherslu á ræktun hennar en raun ber vitni. Fóður- næpa er eins og besta kjarnfóður og kýrnar eru gráðugar í hana. Hvernig ganga þær að henni? Þær taka kálið fyrst og naga síðan næpurnar og nýta þær vel. Ef það svo gerir eitthvert veðuráhlaup og hætt er að láta út kýr, þá er hægt að láta sauðféð eða kálfa nýta það sem eftir er. Hefur þú aldrei tekið upp næpurnar og gefið þær inni? Jú, ég hef gert það smávegis en það er vinnufrekt og þar vantar betri tækni. Hins vegar geymast þær vel frarn eftir vetri. Annað grænfóður? Ég hef oft einnig ræktað hafra, bæði sumar- og vetrarhafra. Núna hef ég sett dálítið af grænfóðri í rúllur eftir að rúllutæknin kom. Ég hef auk þess sett alla há í rúllur. Það er fljótlegt, sem er kostur þeg- ar tíðarfar er úrkomusamt. Rúllutæknin er einnig hagstæð að því leyti að auðvelt er að hirða í rúllur það sem eftir er af höfrum, þegar komið er að lokum beitar- tímans. Þá er grænfóðrið gefið úr rúllum og unnt að jafna fóður- breytingarnar þegar kýrnar fara á innistöðu. Hvernig hagarþú vetrarfóðruninni? Fóðrunin sjálf er afar einföld. Ég hef þá reglu að kýrnar hafa alltaf nóg að éta og þær eru oft lengi að éta votheyið, þannig að þær standa yfir heyi meira og minna allan sól- arhringinn. Sumir sem sjá þetta halda að þær hljóta að missa lyst- ina. Þá svara ég því til, hvort menn Sigurbjörg Geirsdóttir á Búrfelli á Jökli sínum. (Ljósm. J.E.) hafi séð kýr missa lyst að sumri til í góðum haga? Fyrst eftir burð gef ég hverri kú hámark 8-9 kg af kjarnfóðri og 2 kg af graskögglum. Svo ræður nytin hve hratt ég minnka við þær. Fyrst eftir burð skipti ég kjarnfóðrinu í fjóra hluta. Einnig tel ég mikilvægt að kýrnar séu í góðum holdum við burð. Þann forða nota þær svo þegar þær eru í hæstri nyt. Heilsufarkúnna? Það gengur nokkuð vel með efna- skiptasjúkdóma, þ.e. súrdoða o.s.frv., en það sem er helsta vandamálið þegar gripir skila svona miklum afurðum er að ein- staka kúm hættir til að fá júgur- bólgu. Það tel ég vera mikið vegna þess að kýrnar eru ekki nógu vel gerðar, þ.e. ekki komin nógu mikil kynfesta í stofninn. Það komagóð- ir einstaklingar en ekki nógu jafn- ir. Júgrað er ekki nógu vel byggt, þ.e. síð júgur, illa gerðir spenar o.fl. Maður veit að íslenski kúa- stofninn er lítill þannig að það 8. APRÍL 1990 Freyr 307

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.