Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 11
17.’93 FREYR 587 Hjónin Lára Magnea og Guðmund- ur Helgi með börn sín Jóhönnu Ester og Harald Má. Spurningu um hvernig búskap fjölskyldan hefur stundað á Hall- landi svarar Guðmundur: „Við er- um búin að prófa margt: hænsna- rækt, fjárbú, svínabú og líka kart- öflurækt hér fyrir mörgum árum. Við byrjuðum með hænsnabú um 1950 og vorum með svín í kringum 1960, en þá varð um tíma vont að losna við svínakjöt og þá líka dýrt fóður svo að við hættum við þann búskap. Kartöflur ræktum við til heimilisnota.“ Niður undir sjó er býlið Hall- landsnes. Pað var byggt út úr Hall- landi um síðustu aldamót en fór í eyði 1968 og þá keyptu þau Guð- mundur og Hólmfríður það. Þar er töluvert tún sem Halllandsbændur nytja en tveir Halllandsbræðra, sem ekki eru bændur, Haraldur og Már, eiga nú íbúðarhúsið, hafa gert það upp og leigja það sem sumarhús. Guðmundur og Hólmfríður eiga 18 barnabörn og 10 af þeim eru heimilisföst á Halllandstorfunni. Nokkur þeirra voru að leika sér á túninu. Um 20 manns eru heimilis- fastir á Halllandsbæjunum. „Þegar við komum úr sumarfrí- inu í fyrra, þá lá hópmynd af öllum Guðmundur og Hólmfríður una sér vel í garðstofunni. barnabörnunum inni á borðinu hjá okkur“, sagði Hólmfríður. Sunnan við garðstofuna er blómabeð, þangað sem hún hefur flutt blóm heiman úr blómagarðin- um við gamla húsið, steinbrjóta, valmúa, stjúpur, levesíur o.fl. Bflskýli er norðan við nýja húsið á Halllandi án stafnveggjar og segja þau að ekki komi að sök. Halllandsbændur eiga bát og hafa ofurlítil hlunnindi; þeir mega leggja silunganet og silunginn Hjónin Máni og Hólmfríður og synir þeirra Sindri Már og Hlynur Már (standandi). reykja þeir til heimilisnota. Færa- fisk segir Guðmundur horfinn í fjarðarbotninum. Nú var kominn fjóstími og Guð- mundur fór að tygja sig þangað. Hann hirðir geldneytin og kálfana og segist alltaf hlakka til að fara í fjósið. í rauðgrenitré sem stendur á hlaðinu á Halllandi býr þrastar- fjölskylda og nú var einnig mat- málstími fyrir ungviðið sem þar átti heima. J.J.D. Fullvinnsla œðardúns. Frh. afbls. 590. ákveðin náttúrleg stærðarmörk sett sem ákvarðast af möguleikum til fæðuöflunar öllu öðru fremur, vistkerfið ber einfaldlega ekki stofn yfir ákveðna stærð. A vegum háskólans í Tromsö hafa þegar far- ið fram viðamiklar rannsóknir á lífeðlisfræði og vistfræði æðarfugls sem óþarft væri að endurtaka hér- lendis. Að framangreindu töldu má vera ljóst að það er skammar- legt af íslendingum að fárast yfir minnkandi útflutningstekjum. Framþróun kostar peninga og fagþekkingu, verðmætasköpun fer ekki fram án skilnings á þörfum neytenda, vilja og þekkingu til að vinna með markaðinum í stað þess að streitast við hann í einhverri sérvisku. Hvata tilburða til verð- mætasköpunar ber að viðurkenna sem heilbrigða, skammlausa á- batavon, drifkraft markaðshag- kerfisins og ekki skyldi ætlast til sjálfboðavinnu, né heldur skyldi hún veitt í misskilinni fórnfýsi. Annað væri hvorki réttlátt né í takt við háttu vestrænna iðnaðarsamfé- laga sem íslendingar vilja gjarnan mæla sig við.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.