Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 35

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 35
17.’93 FREYR 611 B. 25,48% (49,0%) skal greiða eftir framleiðslu. Þessi greiðsla er nú kr. 6,31 á lítra en var kr. 12,13 á lítra. C. 16,98% (8,50%) skal greiða með jöfnum hlutfallslegum fjár- hæðum fyrir innlegg í mánuðunum nóvember til febrúar. Þessi greiðsla er nú að meðaltali u.þ.b. kr. 4,20 á lítra en var u.þ.b. kr. 2,11 á lítra. Afslœttlr af vlðskiptum með búvörur. Fjallað var um afslætti af viðskipt- um með búvörur sem farið hafa í vöxt að undanförnu. Samþykkt var að framkvæmdastjóri ritaði heild- söluverslunum, með búsafurðir bréf af því tilefni. Bréf fylgir hér á eftir: Til afurðastöðva landbúnaðarins og annarra heildsala með búsaf- urðir. Á fundi Framleiðsluráðs land- búnaðarins þann 19. ágúst sl., var m.a. fjallað um afslætti í viðskipt- um með búsafurðir og kom þar fram að með samþjöppun í smásöl- unni (fækkun og stækkun smásala) eykst ásóknin í stærri afslætti og lengri greiðslufresti. Einnig kom fram að afslættir skila sér sjaldan til neytenda í verðlækkun á vörunni sjálfri. Með afurðasölulögum á fyrri hluti fjórða áratugarins settu stjórnvöld ákveðnar leikreglur í viðskiptum með flestar búsafurðir sem hafa að mestu verið í gildi síðan. Tilgangur þessara leik- reglna, mest í formi verðlagsá- kvarðana, var að tryggja áfram innlent framboð á búsafurðum í gegnum ásættanlegt verð. Framleiðsluráð samþykkti að fela undirrituðum að skrifa afurða- stöðvum og minna á ákvæði 18. gr. laga nr. 46 frá 27. júní 1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum en þar stendur í 1. mgr.: “Enginn má kaupa eða selja bú- vöru innanlands á öðru verði en Haraldur Arnason lœtur af störfum Haraldur Árnason verkfæra- og vatnsvirkjaráðunautur Búnaðarfé- lags íslands lét af störfum fyrir aldurs sakir um mánaðamótin júlí/ ágúst sl. en hann varð sjötugur 7. febrúar á þessu ári. Haraldur hóf hinn 1. febrúar 1954 störf hjá Búnaðarfélagi íslands og Vélasjóði sameiginlega, sem verkfæraráðunautur og fram- kvæmdastjóri Vélasjóðs. Hélst sú skipan til ársloka 1972 að starfsemi Vélasjóðs var lögð niður, en eftir það var Haraldur vatnsvirkjaráðu- nautur jafnframt verkfæraráðu- nautsstarfi. Freyr þakkar Haraldi öll sam- skipti á liðnum árum. ákveðið hefur verið samkvæmt ákvæðum þessara laga.“ Verði mikill misbrestur á fram- kvæmd þessa atriðis hjá heildsölu- aðilum getur verðlagningaraðili fellt niður verðákvörðun og numið út gildi þessar 60 ára gömlu leik- reglur á markaðnum þótt vaxandi fákeppni á smásölustigi gefi ekki tilefni til þess. Ennfremur var um það rætt á fundi Framleiðsluráðs að langir greiðslufrestir, ásamt sjálfstæðri markaðsstarfsemi margra smárra afurðastöðva, gæfu ævintýra- mennsku í kjötiðnaði og smásölu byr undir báða vængi. Þannig hafi afurðastöðvar og bændur á undan- förnum fáum árum tapað feikileg- um fjárhæðum f viðskiptum við óvandaða aðila. Til að forðast megi slík töp í framtíðinni eru heildsöluaðilar hvattir til að starfa meira saman og vinna af heilindum að hagsmunamálum sínum og bændastéttarinnar þegar til lengri tíma er litið." Staða íslensk landbúnaðar gagnvart elendum landbúnaðl. Kynnt var bréf frá Landssambandi kúabænda frá 11. ágúst sl. varð- andi skýrslu sem unnin var af Hag- fræðistofnun Háskóla íslands um opinberan stuðning við íslenskan landbúnað. Landssambandið telur nauðsynlegt að gera samanburð á samkeppnisstöðu íslensks land- búnaðar gagnvart landbúnaði er- lendis og leggur til að Framleiðslu- ráð í samvinnu við önnur samtök bænda vinni að því. Eftirfarandi ályktun var gerð: “Framleiðsluráð landbúnaðarins samþykkir að beita sér fyrir, í sam- ráði við samtök bænda og fleiri aðila, að gerður verði samanburð- ur á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar gagnvart öðrum löndum og opinberum stuðningi eins og hann er nú og verður sjáan- lega í næstu framtíð. Jafnframt verði þjóðhagslegar afleiðingar af innflutningi landbúnaðarvara metnar. Lögð skal áhersla á að það sem nú liggur fyrir um rangfærslur og misnotkun á tölum við gerð nor- rænu skýrslunnar, sem kynnt hefur verið að undanförnu, verði ræki- lega kynnt, m.a. á þeim aðalfund- um samtaka bænda sem standa fyr- ir dyrum.“

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.