Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 23
17.’93
FREYR 599
Niðurstöður úr notkun ómsjár
við lambhrútaval
haustin 1991 og 1992
Jón Viðar Jónmundsson
í 15.-16. tölublaði Freys á síðasta ári eru tvœr greinar þar sem gerð er grein fyrir
notkun á ómsjá við mœlingu á vöðva- og fituþykkt hjá lömbum. Stefán Scheving og
Sigurgeir Þorgeirsson gera þar grein fyrir fyrstu niðurstöðum úr þeim tilraunum sem
hófust haustið 1990 með notkun á tœkinu við fjárrœktarbúið á Hesti. ólafur G. Vagns-
son gerði grein fyrir notkun á tœkinu við lambhrútaval haustið 1991. í þessum greinum
er lýst hvaða þœttir eru mœldir og hvernig mœling er framkvœmd.
Eins og fram kemur í áðurnefnd-
um greinum er hér um að ræða
nýja tækni sem aðeins eru örfá ár
síðan náði þeirri þróun að vera
nothæf til mælinga á sauðfé. Fyrsta
tækið kom hingað til lands haustið
1990 og er sameign Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins og Bún-
aðarfélags íslands. Það tæki hefur
mest verið notað við tilraunir á
fjárræktarbúinu á Hesti en einnig á
hrútasýningum víða um land.
Haustið 1991 komu allmörg tæki
til notkunar hjá búnaðrsambönd-
unum, en þau eru: Eitt á svæði
Búnaðarsamtaka Vesturlands, eitt
í Strandasýslu, eitt í Vestur-Húna-
vatnssýslu, eitt í Skagafirði, eitt í
Eyjafirði og eitt í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Haustið 1992 bættist síðan
eitt tæki við hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands. Pessi tæki eru af tveim
mismunandi gerðum. Tæki Skag-
firðinga og Sunnlendinga eru hol-
lensk en hin tækin eru bresk.
Hér á eftir er gerð grein fyrir
nokkrum niðurstöðum úr mæling-
um á lambhrútum víða um land
haustin 1991 og 1992 með þessum
tækjum. Um leið er rétta að nefna
mjög athyglisverðar niðurstöður í
aðalverkefni Ólafar Einarsdóttur
frá Búvísindadeildinni á Hvann-
eyri á sl. vori. í því verkefni athug-
aði hún möguleika þess að nota
Jón Viðar Jónmundsson.
ómsjármælingar í stað hefðbund-
inna mælinga í sláturhúsi við af-
kvæmarannsóknir á hrútum. Nið-
urstöður úr því verkefni verða von-
andi bráðlega kynntar hér í blað-
inu, en þær eru einnig hafðar til
hliðsjónar við mat á þeim niður-
stöðum sem hér verður greint frá.
I þessari athugun voru upplýs-
ingar fyrir 3099 hrútlömb sem
höfðu komið til lambhrútaskoðun-
ar haustin 1991 og 1992 og jafn-
framt verið mæld með ómsjá.
Reynt var að kanna áhrif nokkurra
þeirra þátta sem reynsla og fyrri
rannsóknir gefa tilefni til að ætla
að hafi áhrif á niðurstöður mæling-
anna. Þeir þættir sem hér voru
skoðaðir voru áhrif af mælingar-
tækjum eða svæðum landsins, áhrif
af þunga lambsins og áhrif þess
hvernig lambið hafði gengið undir
(einlembingur-tvílembingur).
Með hvert tæki á hverju svæði
hafa yfirleitt unnið einn eða fáir
aðilar. Augljóst var að á milli
svæða var fyrir hendi munur. Þessi
munur hefur verið metinn og er í
töflu 1 gefið yfirlit um þær niður-
stöður.
Tafla 1 sýnir að fram kemur
verulegur munur á milli svæða.
Hér skal ekki reynt að skýra þenn-
an mun en bent á nokkrar hugsan-
legar skýringar.
Munur á milli tækja sem í notk-
un eru. Eins og fram hefur komið
eru tvær gerðir tækja í notkun. Sá
takmarkaði samanburður sem
gerður hefur verið á þeim hefur
gefið bendingar um mun sem
mundi nema um tveim mm í
vöðvaþykkt. í þessum gögnum er
tvenns konar óbeint mat á þetta. Á
Suðurlandi var notað haustið 1991
tæki Rala og BÍ, en haustið 1992
eigið tæki. Haustið 1991 voru í
Skagafirði tvö tæki í notkun, þar
sem hluta haustsins var bilun í
þeirra tæki og eyfirska tækið þá