Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1993, Side 25

Freyr - 01.09.1993, Side 25
17.’93 FREYR 601 Tafla 2. Mat á mœligildum ómsjármœlinga fyrir hrúta á sœðing- arstöðvum á grunni mœlinga lambhrúta undan þeim haustin 1991 og 1992. Hrútur Fjöldi Vöðvi Fita Hyrndir hrútar: Illugi 82845 34 23,7 3,2 Kaldi 82899 13 23,1 3,0 Óðinn 83904 45 23.2 3,2 Máni 83916 42 23,0 3.5 Freyr84884 59 22,9 3,5 Laukur84888 16 23,2 3,3 Prúður84897 65 23,2 2,9 Lopi 84917 98 23,6 3,4 Sami 85868 33 23,3 4,0 Kokkur 85870 154 24,7 3,3 Hnykill 85886 28 23,8 3,2 Prúður85905 22 24,0 3,5 Vísir 85918 52 22,9 3,5 Oddi 85922 28 23,8 3,4 Svoli 86889 68 24,5 3,0 Spíri 86908 14 24,2 3,8 Baldur 87909 26 24,4 3,1 Álfur 87910 17 24,6 3,2 Strammi 87919 38 23,9 3,2 Krákur87920 169 24,6 3,4 Fóli 88911 44 25,1 3,0 Glói 88927 11 24,2 3,0 Goði 89928 42 24,8 3,7 Kollóttir hrútar: Skalli 81873 16 22,9 3,9 Hlunkur83893 36 22,2 3,4 Hlíðar 84860 22 23,4 3,4 Kvistur 84900 .... 14 23,2 3,4 Broddi 85892 71 22,6 3.7 Þröstur 85912 .... 41 23,7 3,5 Pjónn 86915 .... 10 23,7 2,9 Magni 86924 .... 20 22,6 3,2 mati sem birt er þá er tekið tillit til mismunandi fjölda lamba undan hrútunum (kynbótamat). Mæling- ar hafa verið leiðréttar vegna áhrifa þeirra þátta sem að framan er greint og eiga því að vera orðnar samanburðarhæfar fyrir heildina. Pegar þessar töflur eru skoðaðar vekur athygli verulegur munur sem fram kemur á kollóttum og hyrndum hrútum. Hyrndu hrút- arnir hafa nær eins mm þykkri bakvöðva og eru um leið heldur fituminni. Rétt er samt að benda á að kollóttu hrútarnir af Ströndum sýna betri útkomu en flestir hinna og samkvæmt mælingum á lömb- um þar á að vera vandalítið að finna þykkan bakvöðva í kollótt- um lömbum þar. Þegar listi yfir hyrndu hrútana er skoðaður vekja mesta athygli hinir gífurlega miklu yfirburðir sem koma fram hjá hrútunum frá Hesti. Þetta er raunar ekki tilviljun þar sem þar hefur lengi verið stundað markvisst úrval fyrir þykkri vöðvum þar sem byggt hef- ur verið á mælingum á föllum í sláturhúsi. Þetta er því aðeins rækileg sönnun þess að úrval sem byggt er á nákvæmum mælingum skilar árangri. Fóli 88911 og Kokk- ur 85870, sem báðir sýna þarna frábærar niðurstöður, eru enn í notkun á stöðvunum. Þá eru niður- stöður fyrir hrúta frá Stóra-Ármóti og Oddgeirshólum einnig ákaflega jákvæðar. Niðurstöður hér mæla eindregið með að lambhrútar und- an Goða 89928 verði mjög í sviðs- ljósinu við lambhrútaval á þessu hausti. Niðurstöður mælinga á lömbum undan sæðingarstöðvahrútum voru notaðar til að leggja mat á erfðastuðla þó að ætla megi að þetta séu ekki bestu gögn til þeirra hluta þar sem vænta mætti fremur vanmats á arfgengi eiginleika. Þær niðurstöður fengust að arfgengi vöðvamælingar reyndist 0,53, sem er gífurlega hátt, en fyrir fitumæl- ingu var það 0,18. Erfðafylgni var einnig mjög hagstæð (-0,41) sem er bending um að auðvelt eigi að vera að sameina í stofninum þykka vöðva og takmarkaða yfirborðs- fitu. Þó að hér sé um mjög tak- mörkuð gögn að ræða þá eru þetta niðurstöður í ótrúlega góðu sam- ræmi við þær niðurstöður sem Ólöf Einarsdóttir fékk í sinni vinnu. Þessi útkoma gefur tilefni til mjög markvissrar notkunar á ómsjánni í fjárvali. Slíkt ætti að geta skilað miklum árangri á skömmum tíma. Hugmyndir að því verða reifaðar í annarri grein hér í blaðinu á næstunni. Helstu niðurstöður eru því: * Mismunandi gerðir af ómsjám sem í notkun eru skila ekki að öllu sambærilegum niðurstöð- um. Slíkt kemur hins vegar ekki að sök við lambhrútaval þar sem ætíð er sama tæki í notkun á hverju búi. * Við samanburð á ómsjármæling- um innan bús er að öllum líkind- um nægjanlegt að leiðrétta mæl- ingar með tilliti til munar í þunga lamba á fæti. * Skipuleg notkun á þessari tækni í fjárvalinu ætti á skömmum tíma að geta skilað umtalsverð- um árangri í bættum kjötgæð- um.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.