Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 31

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 31
17.’93 FREYR 607 gangi fram og um afnám útflutn- ingsbóta (liggur nú þegar fyrir) og samdrátt í ríkisstyrkjum (GATT). Skortur á hráefni er því ein af örsökum bágborins reksturs hjá ís- lenskum skinnaiðnaði. Hér kemur því greinilega fram hversu mikil- væg undirstaða hefðbundinn land- búnaður er fyrir atvinnu víða á landsbyggðinni. Petta vill oft gleymast, nema þegar á reynir. Ékki hefur reynst mögulegt að flytja inn gærur af erlendu sauðfé þar sem nægjanleg gæði eru ekki fyrir hendi. Frá 1987 hefði inn- flutningsverð einnig reynst iðnað- inum um megn, þar sem íslenskar gærur hafa verið seldar iðnaðinum á mun lægra verði en fengist hefði á erlendum mörkuðum. Til saman- burðar má skoða verðþróun á Bretlandsmarkaði frá 1987, (sjá töflu I.). Útflutningur á gœrum. Útflutningur á gærum hefur ver- Jarðvegsvernd. Frh. afbls. 597. Lögð var áhersla á að skýra bak- grunn flokkunar rofs og rofkvarða og ýmis vandamál sem eru því sam- fara að mynda rofkvarða. Samhliða þróun á aðferðum hef- ur verið unnið að kortlagningu á jarðvegseyðingu á nokkrum svæð- um landsins. Þau svæði þar sem kortlagningu er nú lokið eru sýnd á 5. mynd. Ekki er aðeins lögð áhersla á að kortleggja þau svæði þar sem jarð- vegseyðing er mikil, heldur ekki síður þau svæði þar sem lítið rof á sér stað. Fátt kann að vera mikilvægara íslenskum landbúnaði en að hann sé sannanlega sjálfbær á stórum svæðum landsins. Það bætir ímynd framleiðslunnar, gerir hana seljan- legri og betur f stakk búna til að mæta erlendri samkeppni, heima sem erlendis. Sú vinna sem hér er gerð grein fyrir er til þess fallin að sýna hvar vandamálin eru mikil, en ekki síður þau svæði þar sem lítil ið takmarkaður síðan 1985. Greinilegt er að ef íslenskar gærur hefðu verið fluttar út hefði það skapað sauðfjárbændum auknar tekjur uppá um það bil 500 miljónir króna síðastliðin fimm ár. Síðastliðinn vetur stóð höfundur þessarar greinar fyrir útflutningi á söltuðum gærum í samvinnu við Kaupfélag Hrútfirðinga á Borð- eyri. Niðurstöður sýna að hægt er að ná fram umtalsvert hærra verði í útflutningi samanborið við sölu á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir mikla lægð á erlendum mörkuðum á undanförnum misserum. Horfur á erlendum mörkuðum eru góðar í ár og má þar sérstak- lega nefna Finnland, Spán, Bret- land og Pólland, en Pólverjar keyptu um langat árabil verulegt magn af íslenskum gærum. Pess má geta að verð til sauðfjár- bænda í löndum þar sem áhersla er lögð á gæruverkun er mun hærra en hér á landi. Til dæmis fá sauð- sem engin jarðvegseyðing fylgir framleiðslu landbúnaðarvara. HEIMILDIR Brady, N.C. (1974). The nature and properties of soils. 8. útgáfa. MacMil- lan Publ. Co., New York. Eyles, G.O. (1985). The New Zealand land resource inventory erosion clas- sification. Water and Soil Misc. Publ. No. 85. Natioanl Water and Soil Conserv. Authority, Wellington. FitzPatrick, E. A. (1983). Soils, their for- mation, classification and distribution. Longman, New York. Ingvi Porsteinsson (1978). Gróöur og landnýting. Lesarkir Landverndar 3. Landgræðsla ríkisins (1991). Stefnumið í landgræðslu og gróðurvernd. Land- græðslufréttir, sérútgáfa, nóvember 1991. Manrique, L.A. (1988). Land erodibility assessment methodology. Editorial & Public. Shop, Honolulu. Morgan, R.P.C. (1986). Soil erosion and conservation. Longman, New York. Ólafur Amalds (1990). Characterization and erosion of Andisols in lceland. fjárbændur á Nýja-Sjálandi nú um 290 kr fyrir hverja lambsgæru (órúin með 1 kg af ull), samanbor- ið við 165 kr hér á landi, þrátt fyrir að gæði íslensku gærunnar séu meiri. Endurreisn íslensks skinnaiðnaðar. Greinilegt er að endurreisn á íslenskum skinnaiðnaði verður að taka mið af útflutningsverði á ís- lenskum gærum ef tryggja á hrá- efni og sérstöðu íslensks skinna- iðnaðar. Fjárhagslegar forsendur skinnaiðnaðar á íslandi byggjast á að greiða það hátt verð fyrir gær- urnar að þær verði ekki fluttar út. íslensk sauðfjárrækt er ekki í þeirri stöðu að geta gefið með hrá- efninu. Samkeppnisstaða greinar- innar á erlendum mörkuðum er verulega skekkt með útflutnings- bótum flestra GATT þjóða og sí- vaxandi styrkjum til sauðfjárrækt- ar í Evrópu. Ph.D. ritgerð, Dept. of Soil & Crop Sci., Texas A&M University, College Station. Ólafur Arnalds, Wilding, L.P. & Hall- mark, C.T. (1992). Drög að flokkun rofmynda. Græðum Island 4: 55-72. Ólafur Arnalds & Sigmar Metúsalems- son (1993). Jarðvegsvernd, áfanga- skýrsla 1993. Fjölrit RALA, í vinnslu. Skidmore, E.L. (1988). Wind erosion. í: R.L. Lal (ritstj.); Soil erosion research methods, bls. 203-244. Soil and Water Conserv. Soc., Ankeny. Sturla Friðriksson (1988). Rofhraði mældur. Búvísindi 1: 3-10. Sveinn Runólfsson (1990). Landgræðslan á árinu 1989. Græðum ísland 3: 13-26. Wishmeier, N.P. & Smith, D.D. (1978). Predicting rainfall erosion losses, a guide to conservation planning. USDA Agric. Handb. No. 537. Was- hington D.C. Woodruff, N.P. & Siddoway, F.H. (1965). A wind erosion equation. Soil Sci. Soc. Am. Proc. 29: 602-608. Ólafur Arnalds er jarðvegsfræðingur og starfar sem sérfræðingur hjá Rala. Sig- mar Metúslemsson er landfræðingur. Hann vann um tíma hjá Landgræðslu ríkisins en er nú við framhaldsnám í Utah í Bandaríkjum N-Ameríku.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.