Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 19
17.’93
FREYR 595
Mælt haust 1991
Klutarmál 55.21 m-1
I nnnáI 59,45 m
Mælt haust 1992
I’ latarniiil 52,75 m '
I mmál 4 1 .55 m
5 m
5. mynd. Dœmi um mœlingar á rofabörðum með „alstöð". Rofabarðið er við
Djúphóla á Biskupstungnaafrétti en þar hefur hverju barði verið gefið
táknrœnt nafn.
gerðar til að mæla hraða jarðsils í
hlíðum landsins og á hvern hátt
þetta tengist eyðingu jarðvegs.
Sem dæmi um rannsóknir á jarð-
vegseyðingu á vegum verkefna-
hóps um jarðvegsvernd verða hér
tíundaðar rannsóknir á rofabörð-
um.
Rofabörð og rofhraði.
Lykillinn að umfjöllun um rof-
hraða út frá rofabörðum er annars
vegar lengd rofabarða á flatar-
málseiningu. en hins vegar rof-
hraði út frá þeim. Þannig er ekki
nóg að vita hversu hratt rofabörðin
hörfa, t.d. í cm á ári, nema vitað sé
hversu löng þau eru. Þá er hægt að
reikna rofharða, t.d. sem tap gróð-
urlendis í ha/km2 á hverju ári.
Við mælingar á rofhraða út frá
rofabörðum er einkum beitt tveim-
ur aðferðum. Annars vegar er
hægt að fylgjast með ákveðnum
rofabörðum og mæla þau reglu-
lega. Hins vegar er hægt að bera
saman loftmyndir af mismunandi
aldri.
Rofmœlingar á einstökum rofa-
börðum.
Tvennum sögum hefur farið af því
hve hratt rofabörð eyðast. Það er
vitaskuld mjög misjafnt eftir að-
stæðum og á mörgum svæðum
landsins er nánast útilokað að
greina mun ár frá ári með berum
augum. Sturla Friðriksson (1988)
og samverkamenn hans urðu fyrst-
ir til þess að mæla rofhraða út frá
einstökum rofabörðum. Þeir
komust að því að há rofabörð í
nágrenni Heklu hörfuðu að meðal-
tali um 16 cm á ári. Frá árinu 1989
hefur Ólafur Arnalds unnið að
uppsetningu fastra mælistaða víða
á landinu og nú síðast verkefnis-
hópurinn um jarðvegsvernd.
Einnig vinnur Grétar Guðbergs-
son að mælingum á rofhraða við
rofabörð.
Frá árinu 1991 höfum við mælt
rofabörð og ýmist annað rof með
aðstoð „alstöðvar”, sem mælir
bæði horn og fjarlægð á sjálfvirkan
hátt með aðstoð spegils. Mæling-
arnar eru skráðar sjálfvirkt á litla
tölvu. Á þennan hátt er hægt að
mæla fjölda punkta á stuttum tíma
með mikilli nákvæmni.
Allmörg rofabörð við Djúphóla
á Biskupstungnaafrétti hafa verið
mæld með þessum hætti og er eitt
þeirra tilgreint sem dæmi um mæl-
ingar af þessu tagi. Á 5. mynd er
sýnt hvernig barðið hefur breyst á
einu ári. Þetta barð hefur minnkað
um 4,4% á einu ári. Sum barðanna
við Djúphóla hafa hörfað mun
hraðar, en önnur lítið sem ekkert.
Mælingar á rofabörðum á Norð-
austurlandi 1989-1991 sýndi að
meðaltali 8 cm hörfun á tímabilinu
(meðaltal 31 mælipunkta). En
mörg þeirra hörfuðu síðan tugi cm
á árinu 1992 sem var mun þurrara
og vindasamara ár.
Mælingar á rofhraða með aðstoð
loftmynda.
Erfitt hefur reynst að mæla rof-
hraða með loftmyndum nema því
aðeins að eyðingin hafi verið mjög
mikil og nemi mörgum metrum á
því tímabili sem loftmyndirnar
taka yfir. Enda þótt loftmyndirnar
séu stækkaðar mikið (t.d. í mæli-
kvarðann 1:4000), þá samsvarar
1. tafla. Niðurstöður rofmœllnga með notkun loftmynda á þremur
svœðum á Mývatnsörœfum.
Lengd Gróið Roflengd", Tap, Tap á ári,
Svæði rofjaðars. land, km/km2 ha/km2 ha/km2
km ha
Norðmelur 1960 5,16 9,567 54,0
1981 Jörundur 3,63 9,129 — 4,58 0,21
1960 0,27 1,598 17,4
1983 Eilífsvötn 0,14 1,398 17,5 13,08 0,57
1961 6,93 13,983 49,6
1991 7,39 13,301 55,6 4,88 0,16
a) Roflengd táknar lengd rofa á hvern ferkflómetra gróins lands.