Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 16
592 FREYR
17.’93
1. mynd. Myndin er gott dœmi um hvernig manni hœttir til að einblína áfáar
rofmyndir eins og t.d. rofabörð. Hún sýnir lítið rofabarð í forgrunninum og
augun beinast ósjálfrátt að því og kindinni. En hlíðin í bakgrunninum er illa
gróin og flakandi í sárum. Par eru engin rofabörð. Parna hefur rof samfara
jarðsili verið að verki. Land þar sem mikið jarðsil á sér stað þolir t. d. ekki
mikinn ágang hrossa án þess að landið opnist og jarðsilið fletti gróðurhulunni
af hlíðinni.
ing á þeim. Ef þekkingu á eyðing-
unni er ábótavant er hætt við að
menn einblíni aðeins á það rof sem
er augljóst í náttúrunni, svo sem
rofabörð, en annað rof fari fram
hjá þeim. Grunnurinn að bættum
skilningi liggur m.a. í flokkun á
jarðvegseyðingu. Ólafur Arnalds
o.fl. (1992) tilgreindu eftirfarandi
ástæður fyrir flokkun rofs:
1. Flokkun rofs er forsenda fyrir
því að unnt sé að kortleggja
jarðvegseyðingu.
2. Slík flokkun auðveldar rann-
sóknir, mat á rannsóknaþörf
og eykur skilning á því með
hvaða hætti jarðvegseyðing
verður.
3. Flokkun eyðingarinnar ein-
faldar samskipti milli þeirra
sem um eyðinguna fjalla vegna
samræmingar á notkun hug-
taka.
Flokkunarkerfi er grundvöllur
að skipulegum aðgerðum til þess
að stöðva eyðinguna í landinu og
til að laga landnýtingu að land-
kostum.
Ekki er víst að allir leggi sama
skilning í hugtökin jarðvegur og
jarðvegseyðing. Til að unnt sé að
ræða flokkun jarðvegseyðingar er
nauðsynlegt að merking þessara
orða sé skýr. Við notum sömu
skilgreiningar og notaðar voru af
Ólafi Arnalds o.fl. (1992) við
flokkun rofmynda.
Jarðvegur er laus yfirborðslög
þar sem gróður fœr þrifist og
jarðvegsmyndun á sér stað.
Þessi skilgreining er í samræmi
við hefðir í klassískum jarðvegs-
fræðum. Flún felur það í sér að
jarðvegur á auðnum landsins hefur
jarðvegsyfirborð. Jarðvegseyðing
er aftur á mót skilgreind á eftirfar-
andi hátt:
Jarðvegseyðing er losun ogflutn-
ingur yfirborðsefna sem hamlar,
eða gœti hamlað, vexti gróðurs
eða komið í veg fyrir að gróður
nemi land í yfirborði jarðvegs.
Skilgreiningin er í samræmi við
almenna notkun orðsins „erosion“
í jarðvegsfræði (t.d. Brady 1974,
FitzPatrick 1983). Hún felur meðal
annars í sér að flutningur jarðvegs-
efna á ógrónu landi telst vera rof.
Vegna þess að flokkun rofferla
við íslenskar aðstæður er torveld
reyndist nauðsynlegt að grípa til
þess grunns sem landmótunar-
fræðin hefur reist. Auk landmót-
unarfræðinnar var tekið mið af
flokkun Nýsjálendinga á jarðvegs-
rofi. Flokkunarkerfið sem hér er
notað var hannað í samvinnu við
Texas A&M háskólann og er lýst á
ritgerð þaðan (Ólafur Arnalds
1990) og ritgerð í Græðum ísland
(Ólafur Arnalds o.fl. 1992). Pað
flokkar rofmyndir (rofgerðir), þ.e.
þau ummerki sem rofið skilur eftir
í landslaginu. Flokkunin leggur á-
herlsu á íslenskar aðstæður og
flokkar sérstaklega þær rofmyndir
sem hér eru algengar, þótt þær séu
sjaldgæfar utan íslands. Að öðru
leyti er bent á áðurnefndar ritgerð-
ir um forsendur flokkunarinar og
þar er einnig að finna nákvæmar
lýsingar á hverri rofmynd.
Rofmyndir
Rofmyndirnar eru eftirfarandi:
Rofabörð Afoksgeirar
Rofdflar Jarðsil
Vatnsrásir Skriður
Auðnir
Hér á eftir fer stutt umræða um
hverja rofgerð fyrir sig byggð á
grein Ólafs Arnalds o.fl. (1992).
Rofabörð. Flestir vita hvað átt er
við með hugtakinu rofabörð. Rof-
abörð eru stallar í landslagi þar
sem gróður hylur jarðveginn ofan
stallsins. Jarðvegurinn í börðunum
er lausari í sér og annarrar gerðar
en jarðvegurinn undir þeim.
Áfoksgeirar eru tungulaga svæði
þar sem áfoksefni berast inn yfir
gróið land. Áfoksefnin berast að
geirunum frá margvíslegum upp-
sprettum sands, en jarðvegsefni
undan gróðrinum bætast þó í hóp
áfoksefna. Áfoksgeirum fylgja
einnig sandleiðir, en eftir þeim
berast áfoksefni að geirunum. Á-
foksgeirar eru mjög virkir við eyð-
ingu gróðurs og jarðvegs á
nokkrum stöðum á landinu.