Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 29

Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 29
17.’93 FREYR 605 — Hafbeitarstöðin í Dyrhólaósi er tiltölulega lítil hafbeitarstöð, að mestu í eigu bcenda. Á myndinni sést gildran sem laxinn er veiddur í. legan efnivið, þ.e. norskan eldis- lax. Áframhaldandi kynbætur á þessum laxi eru bráðnauðsynlegar, til þess að halda samkeppnisað- stöðu okkar gagnvart öðrum þjóð- um og til að tryggja forskot í strandeldi. Nauðsynlegt er að við- halda þeirri þekkingu og tækni, sem áunnist hefur hér á landi og styðja áfram við rannsóknir á sviði laxeldis. Hlutverk Veiðimálastofnunar Þrátt fyrir takmörkuð fjárfram- lög hefur Veiðimálastofnun unnið að því að leysa vandamál fiskrækt- ar og fiskeldis, einkum fyrir rann- sóknarstyrki hin síðari ár. Um þetta vitnar fjöldi vísindagreina starfsmanna hér á landi og erlend- is. Með tilkomu Laxeldisstöðvar ríkisins á sjöunda áratugnum var lögð áhersla á seiða- og hafbeitar- rannsóknir, sem hentuðu vel við aðstæður í eldisstöðinni en minna var hægt að sinna framhaldseldi á laxi. Rannsóknirnar í Kollafirði hafa lagt grunninn að þeirri haf- beitarstarfsemi, sem nú er í land- inu og langtíma upplýsingar um heimtur í Kollafirði eru sú undir- staða, sem fjárfestingaaðilar byggja á. Öll starfsemi Veiðimálastofnun- ar er hagnýt. Eldisdeild í Reykja- vík sinnir rannsóknum í Kollafirði og hjá Stofnfiski hf., þar sem lögð er áhersla á kynbætur í hafbeit og fiskeldi. Auk þess hefur deildin nána samvinnu við atvinnustarf- semi á sviði fiskeldis og hafbeitar. Deildir á landsbyggðinni sinna rannsóknum að ákveðnu marki, en gegna þó mikilvægara hlutverki við ráðgjöf og þróunarstarfsemi, einkum í fiskrækt og hafbeit. Vist- fræðideild í Reykjavík hefur sinnt vistfræðirannsóknum meðal ann- ars í tengslum við virkjanir fall- vatna, en vinnur auk þess að grunnrannsóknum varðandi or- sakir sveiflna í laxgengd í ýmsum landshlutum. Einnig hefur Veiðimálastofnun í gegnum embætti veiðimálastjóra margs konar skyldur samkvæmt lögum, svo sem skýrsluhald um veiði og fiskrækt, umsjón með merkingum á laxfiskum og að gera tillögur um reglugerðir og önnur ákvæði. Auk þess gerir veiðimála- stjóri tillögur um eftirlit með ólög- legum laxveiðum, einkum í sjó, en framfylging þess banns er megin forsenda þess að viðhalda og auka verðmæti í hafbeit og laxarækt. Ljóst er að sú atvinnustarfsemi sem nú byggist upp í laxarækt og hafbeit þarfnast aðhalds til að verja þá hagsmuni sem fyrir voru á sviði veiðimála. Sjúkdómar geta borist á milli vatnasvæða og haf- beitar- eða eldislaxar villst inn í veiðiár. Hugsa þarf fyrir slíkum hlutum í lögum og reglugerðum og koma í veg fyrir vistfræðileg áföll eins og kostur er. Ekki er síður mikilvægt að rannsaka hvort um raunveruleg vandamál sé að ræða. Veiðimálastjóri þarf að hafa heildaryfirsýn yfir þennan breiða málaflokk og leggja á ráðin varð- andi nauðsynlegar aðgerðir á hverjum tíma, auk þess sem nauð- synlegt er að endurskoða lög og reglugerðir með vissu millibili. Deildarstjórar á landsbyggðinni eru mikilvægir tengiliðir við sitt svæði og umsagnaraðilar í mörgum málum varðandi stjórn veiðimála. Lokaorð Hér hefur verið reynt að gera grein fyrir verðmætasköpun í veiðimálum, sem er mjög breiður málaflokkur samkvæmt skilgrein- ingu laganna. Einnig var vikið nokkuð að fyrirkomulagi rann- sókna, sem mikið eru í brennidepli þessa dagana. Óhjákvæmilega var stiklað á stóru, sem þó gefur ef til vill betri heildarsýn. Heimlldir Björn S. Guðbrandsson 1990. Efna- hagslegt umhverfi laxveiða á íslandi, Kandídatsritgerð í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands, september 1990. Tímaritið Bóndinn Er að binda inn tímaritið Bóndann fyrir Hólaskóla. Vantar 2. tbl. 1984 og 5. tbl. 1987. Ef einhver á þessi blöð á lausu er hann/hún vinsamlega beðin(n) að hafa sam- band við mig. Jón Friðbjörnsson. Fjólugötu 6 Akureyri. Sími 96-27509.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.