Freyr - 01.09.1993, Blaðsíða 13
17.’93
FREYR 589
henni gróðrarstíu alveg eins og í
náttúrlegu fitunni.
Aðferðir í fullvinnslu.
Hægt er að fjarlægja óbundnar
fitusýrur að vissu marki í alkalísk-
um þvotti án þess að fjarlægja fit-
una sjálfa en með hættu á fiður-
skemmdum. Sjálf dún- og fiður-
þvottaefnin („fatty alcohol
polyglcolether") eru fituleysandi
og er beitt í 1-4% hlutfalli miðað
við þurrt fiðurmagn út í ilvolgt,
aldrei heitt, þvottavatn í þyngdar-
hlutfalli dúnn/vatn: V30-V40. Á fiður
er síðan beitt þeytivindu og gufu.
Einnig er hægt að láta óbundnar
fitusýrur gufa upp í gufutæki en
vanþróuð þurrtækni hindrar nýt-
ingu þessarar aðferðar. í báðum
tilfellum er þó aðeins um tíma-
bundna bót að ræða þvf að fyrir
tilstilli örvera brotnar restfita
áfram niður í fitusýru og glyseról,
þránar, en þetta ferli þekkjum við í
annarri lífrænni fitu eins og t.d.
smjöri. Það virðist því ekki lausn
að fjarlægja algerlega þau efni sem
valda fiðurlyktinni, en hún er mjög
vond af andafiðri. Hér má skjóta
því inn að hluti af vanda íslensk
ullariðnaðar mun vera rangri
þvottaaðferð að kenna, þvegið
hafi verið úr of sterkum lút sem
fjarlægði alla sauðfitu og snögg-
þurrkað, hvorutveggja hafi gert
ullina stökka og óþjála í vinnslu.
Guðjón Margeirsson í Steinavör
gerði tilraun með að láta þvo ís-
lenska ull í Englandi eftir að Bret-
arnir höfðu fúlsað við íslensk-
þveginni ull. Að sögn Guðjóns
varð ensk-þvegin íslensk ull allt
annað og betra hráefni. Bretar
nota sérstakt mýkingarefni, fitu-
lausn („EMULSION"), í ullina til
að bæta tap hinnar mýkjandi sauð-
fitu.
Gæsafiður getur verið allt að
16% feitt en æðardúnn er aðeins
um 1% feitur. Japanir telja vel
þvegið þegar aðeins eru 0,5-0,8%
fita eftir í dúninum en Þjóðverjar
eru ánægðir með 1,2%.
Hægt er að dylja fiðurlykt með
ilmefnum en þau eru í eðli sínu
rokgjörn og endast því áhrif þeirra
einungis í nokkra daga. Betri ár-
angur næst með sérstökum hylj-
andi („MASKING'1) efnum sem
ganga í samband við fiðrið.
Japanska fyrirtækið France Bed
CO., Ltd. auglýsir fiður með-
höndlað með „framúrskarandi
tækni", „Bio-clean-o-max“, sem
gefi betri rakavörn, einangrun,
lyktarvörn, gerlavörn, endingu,
fyllingarkraft og hreinlæti. Þrátt
fyrir það falast þetta fyrirtæki, sem
önnur japönsk, eftir æðardúni
þvegnum í Evrópu, að öllum lík-
indum vegna þess að handþvottur
hvers kg æðardúns er kostnaðar-
samur í hálaunalandinu Japan.
Efnaskipti gerla er annar ólyktar-
þáttur. Taivanir halda því fram að
óánægja Japana með þýsk-þveginn
æðardún stafi af því að þjóðverjar
þvoi hann ekki, heldur gufu-
hreinsi. Þýska fyrirtækið Henkel
GmbH, sem framleiðir fjölbreitt
úrval dún- og fiðurþvottaefna, seg-
ist aldrei hafa heyrt um æðardún-
þvott, æðardúnn sé of viðkvæmur
fyrir vélþvott. Hjá Sanwa Co.,
Ltd. í Tokyo segja þeir að æðar-
dúnn sé þar handþveginn í pokum
og sama segja þeir hjá Sanyo Co.,
Ltd. í Ósaka en þeir eru eitt þeirra
sérstöku fyrirtækja í Japan sem
fullvinna dún og fiður. Fitusýrur
valda hinni einkennandi og óþægi-
legu fiðurlykt, en ýldulykt líkt og
við skolpræsi kemur líka fyrir í
dúni og fiðri. Hún stafar af melt-
ingarúrgangi súrefnisfælinna gerla
(„germs") sem gefur skýringu á því
hvers vegna flutningur dúnvöru í
loftþéttum plastumbúðum um
hitabeltissvæði veldur ólykt í
henni. Gerlar eru okkur lífsnauð-
synlegir og hluti af eðlilegu um-
hverfi. Þegar maður fer í sturtu
þvær maður af sér 300 milljón gerla
á 5 mínútum og bara við það að
þvo hendurnar, 10 milljónir.
I venjulegri dagstofu eru nær
2000 gerlar í hverjum rúmmetra
lofts. Gerlar þarfnast fæðu, vatns
og varma til að þrífast og margir
þurfa líka súrefni, og efnaskipti
þeirra og þar með úrgangur (lykt-
arlaus) eru ólík efnaskiptum hinna
súrefnisfæknu gerla sem fjölga sér
við aðeins við súrefnissnauðar að-
stæður og gefa frá sér úrgang,
brennisteinsvetnissambönd sem
lykta eins og rotþró. Því skyldi
engan undra kvartanir Japana
Báðar fjaðrirnar voru þvegnar ífiðurþvottastöð. Sú á mynd 1 var skoluð og
þurrkuð eftir þvott. En sú á mynd 2 fékk gerladrepandi meðferð í síðasta
skolvatni.
Eftir að fjaðrirnar höfðu verið loftvarðar í nokkra daga voru þœr settar í
sótthreinsað ræktunarkerfi við 37 gráður á celsíus í 48 tíma.
Mynd 1 sýnir að gerlar hafa farið úr fjöðrinni í rœktunarefnið og margfaldast.
Mynd 2 sýnir engan slíkan gerlagróður, súfjöðurfékk gerladrepandi meðferð.
Myndir: Zeller+ Gmelin BmbH