Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1993, Side 28

Freyr - 01.09.1993, Side 28
604 FREYR 17.’93 75% af heildarlaxveiði hér á landi á síðasta ári var úr hafbeit, aðal- lega frá þremur stöðvum. Hafbeit til stangaveiði er ekki síður álitlegur búskapur hér á landi. Má þar benda á stórfellda laxveiði úr hafbeitarsleppingum í Rangám árið 1990, en þá voru árnar hæstar í laxveiði með um 1600 laxa úr hafbeit en litla sem enga náttúrulega laxaframleiðslu. Gildi pessarar starfsemi fyrir sveit- arfélögin á svæðinu er augljóst, þar sem hefðbundinn búskapur á þar undir högg að sækja. Einnig hefur tíðkast að flytja hafbeitarlax úr stórum hafbeitarstöðvum í ýmsar ár sem ekki hafi verið laxveiðiár áður. Má þar nefna Norðlingafljót í Borgarfirði og Núpá á Snæfells- nesi. Þessi veiðiskapur virðist vera orðinn mikilvægur þáttur í ferða- þjónustu svæðisins og hefur stór- aukið stangaveiðimöguleika lands- manna og tekjumöguleika landeig- enda. Einnig hefur færst í vöxt að flytja fullvaxta eldisbleikju eða ur- riða í tjarnir og vötn til veiða, sem eykur fjölbreytni í framboði veiði- leyfa, bæði fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn. Ekki er að efa að hér er mikilvægur vaxtarbrodd- ur í veiðimálum, ef vel er að hon- um hlúð. Dæmi um minniháttar hafbeit, að mestu á vegum bænda, eru tilraunasleppingar í Dyrhóla- ósi, sem lofa góðu. Reksturinn er á vegum Dyrhólalax hf., sem er hlutafélag í eigu veiðifélagsins á staðnum, Byggðastofnunar, Björgunar hf. og eldisstöðvar í Vík í Mýrdal. Verkefnið hefur verið styrkt af nokkrum sjóðum og unn- ið undir handleiðslu eldisdeildar Veiðimálastofnunar, Laxeldis- stöðvar ríkisins og deildar stofnun- arinnar á Selfossi. Hér er því gott dæmi um hagnýtt þróunarverkefni sem stofnunin hefur stutt við. Á árinu 1991 var sleppt um 40 þúsund laxaseiðum í Dyrhólaósi og síðastliðið sumar heimtust um og yfir 1200 laxar. Hluti laxins var fluttur í nærliggjandi á til veiða en hinu slátrað til sölu á innanlands- markað. Reiknað er með að þessi rekstur skapi um tvö ársverk á svæðinu auk þess að skapa veru- lega möguleika í ferðaþjónustu. Einnig er ljóst að tilkoma stöðvar- innar styrkir rekstur seiðaeldis- stöðva í Rangárvalla- og Skafta- fellssýslum, sem ella hefðu ekki markað fyrir framleiðslu sína. Bleikjueldi Mikil umræða hefur verið um bleikjueldi á undanförnum misser- um og héldu sumir að hún yrði bjargvættur í þeirri lægð sem strandeldi á laxi var komið í. Sennilega verður bið á slíkri þró- un, þó að ísland henti að mörgu leyti vel til bleikjueldis í fersku vatni og sé leiðandi á því sviði. Að sögn eldissérfræðinga Veiðimála- stofnunar er ef til vill hægt að stunda arðbært bleikjueldi í mjög ódýrum eldiseiningum. Því er nauðsynlegt að styðja við rann- sóknir í bleikjueldi og leysa helstu vandamálin áður en farið er út í stórfellda uppbyggingu á slíku eldi. Laxeldi Þótt hin hraða uppbygging í lax- eldi nú síðustu ár hafi ekki verið atvinnugreininni til framdráttar og hún liðið fyrir skort á nauðsynleg- um rannsóknum og lækkandi markaðsverð á laxi, má telja líklegt, að eldið rétti úr kútnum, þegar til framtíðar er litið. Þegar er raunar orðin veruleg hækkun á laxaverði, sem reiknað er með að vari í nokkur ár. Ætíð var ljóst að heilsárseldi í sjókvíum gengi erfið- lega í flestum landshlutum vegna óhagstæðra umhverfisskilyrða, en takmarkaður fjöldi strandeldis- stöðva átti samt sem áður rétt á sér. Upprunalegar hugmyndir um strandeldi byggðu á því að reist væri strandeldisstöð fyrir lax í tengslum við gufuorkuver á Reykjanesi. Slík samvinna hefði tryggt nægan hita úr kælivatni til eldisins og lágmarks raforkuverð. Nýting jarðhita til strandeldis er algjör forsenda þess að hægt sé að réttlæta dýra fjárfestingu í kerjum. Fáar eða engar slíkar stöðvar hafa hins vegar haft ráð á því að halda kjörhita á fullvöxnum laxi árið um kring. Sé hins vegar hægt að halda kjörhita má stytta eldisferilinn um eitt ár miðað við norskan fram- leiðsluferil. Er þá að sjálfsögðu miðað við sambærilegan líffræði- Laxeldisstöð Islandslax er stœrsta strandeldisstöð landsins með um 600 tonna framleiðslu og framleiðsluverðmœti upp á tœpar 200 milljónir kr. (Ljósm. R.H.).

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.