Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1994, Side 10

Freyr - 01.10.1994, Side 10
Dregið í getraun frá „Auðhumlu ’94“ Á landbúnaðarsýningunni Auð- humlu ’94 sem haldin var að Hrafnagili í Eyjaíirði efndu Bún- aðarfélag Islands og Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins til get- raunar um ýmsa þætti tengda landbúnaði. Þátttakan var góð, alls bárust tæp fimm hundruð svör. Dregið hefur verið úr réttum svörum og fer nið- urstaðan og nöfn vinningshafa hér á eftir: 1. verðlaun, sem eru gisting fyrir tvo í tvær nætur með morgunverði á ferðaþjónustubæ, hlaut Matthías Sveinsson, Marbakka 8 í Neskaup- stað. 2. verðlaun, sem eru Veiðiflakk- arinn og 10 veiðimiðar, hlaut Svan- hildur Ósk Ketilsdóttir, Finna- stöðum í Eyjafjarðarsveit. 3. verðlaun, sem er forritið Einka- Fengur, hlaut Hjalti Guðmundsson, Eikarlundi 9 á Akureyri. Búnaðarfélag Islands og Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins þakkar öllum þeim sem þátt tóku í get- rauninni. Selma Sif Óskarsdóttir dregur út nöfn vinningshafa í getraun Búnaöarfélags íslands og Upplýsingaþjónustu landhúnaÖarins. Helga GuÖrún Jónasdóttir, forstöðumaöur Upplýsinyaþjónustu landhúnaöarins og Margrét Jóhannsdóttir, ráðunautur BúnaÖ- aifélags Islands íferðaþjónustu voru viðstaddar dráttinn. Fólk í sveit og kaup- stað stendur ekki jafnt að vígi gagn- vart skilum á virðisaukaskatti. sveitakonurnar þurfum svo að leggja virð- isaukaskattinn á sem kaupstaðakonurnar þurfa ekki að gera. Hvernig stendur á því? Það er vegna þess að við erum aðilar að okkar búum sem eru með virðisauka- skattsnúmer. Við verðum að skila virð- isaukaskatti af okkar handverki en þess þarf fólk ekki sem býr í kaupstað, það þarf ekki að skila virðisaukaskatti fyrr en búið er að selja fyrir vissa upphæð. Þetta er vandamál í öllu handverki um allt land. Það er svolítið gremjulegt þegar konur úr sveit og kaupstað standa kannski hlið við hlið úti á torgi og eru með götusölu að það gildir ekki sama um báðar, því önnur á heima í sveit en hin í kaupstað. Ert þú forstöðukona eða forstjóri fyrir- tækisins? I Sunnuhlíð? Nei, við erum allar jafnar, við ráðum jafnt, nema einn eiginmaðurinn kallar mig blaðurfulltrúann. Það er vegna þess að þær koma öllum fyrirspurnum til mín og ég svara, fyrir hópinn. Ef eitthvað á að kaupa eða eitthvað á að gera þá ræðum við það. Ef það er ekki samþykkt þá er það ekki gert. Ef einhver vill fá að koma inn í hópinn okkar þá þarf hún eða hann að leggja frarn sýnishorn af sinni vöru, það verða allar að samþykkja hana. Þetta tryggir gæði og þetta tryggir það líka að þetta sé vara sem okkur finnst passa. í svona hóp verður að vera góður andi, það gengur ekki öðruvísi. Það er enginn forstjóri, bara gjaldkeri, sagði Petrea Hallmannsdóttir. 690 FREYR- 19*94 Erfyrirtœki ykkar lilutafélag? Nei, þetta er svona samstarfsfélag.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.