Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 12

Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 12
Úr beitartilraun á Auðkúlitheiði. landsins hefur glatast síðan iand byggðist, svo að það gerir meira en að „skakka víða mikht Og flestir vita líka að aðeins lítið brot af þeim gróðri sem eftir er í landinu er spegilmynd af því sem hér gæti vaxið. Þetta er alltof mikið vanmat á þekkingarstöðu íslendinga um þessi mál, en framhaldið á greininni er með svipuðum hætti. Það er augljóst að sífellt þarf að auka þekkingarforðann, á þessu sviði sem öðrum, með því að halda áfram eldri rannsóknum og hefja aðrar nýjar. Markmiðið með þeim er hins vegar að bæta við þá þekkingu sem fyrir er, en ekki að kasta fyrir róða eldri rannsóknum og afskrifa þær sem ónothæfar - nema þær séu beinlínis rangar. Og þá er að sýna fram á það með rökstuddum hætti. Það er löngu liðin tíð að hægt sé að fela aðgerðarleysi bak við þekk- ingarskort á þessu sviði, en það þarf að nota þau gögn og þekkingu sem fyrir hendi er, ella er ekki ómaksins vert að afla þeirra. Hefði það verið gert væri sennilega ekki enn verið að nota til beitar ýmis landsvæði sem löngu hefði átt að vera búið að taka í gjörgæslu. Ég ætla að ræða hér nokkur meginatriði í grein Andrésar, en of langt mál yrði að gera þeim öllum skil, þó að sannarlega þyrfti að gera það fyrr en síðar. Gróðurkort Rala Á árunum 1960-1985 var unnið af miklum krafti að gróðurkortagerð á vegum Rala með það að markmiði að afla upplýsinga um stærð, eðli og ástand gróðurlendis á landinu öllu °g byggja á þeim mikla þekkingar- grunni sem grasafræðingar höfðu áður lagt. Þetta var talin forsenda þess að unnt væri að tryggja hóflega nýtingu gróðurs og koma í veg fyrir ofbeit. Það var, a.m.k. af okkur sem að kortagerðinni stóðum og mörgum fleiri, talið mikilvægasta framlagið til þess að koma í veg fyrir frekari gróðureyðingu Ennfremur töldum við að gróðurkort væru ómissandi við að skipuleggja landnýtingu, landgræðslu og skógrækt og gera áætlun um endurheimt landgæða . Á þessum 25 árum tókst að kort- leggja gróður á um 2/3 hlutum landsins og afla víðtækra upplýsinga um gróðurfar í öðrum landshlutum. Þess má geta að á sama tímabili kortlögðu starfsmenn Rala einng gróður á öllu Suður-Grænlandi. Ætl- unin var að ljúka kortlagningu ís- lands með þessum hætti fyrir alda- mótin 2000, og það hefði átt að vera leikur einn. Vegna „breyttra að- stæðna í landbúnaði" urðu miklar áherslubreytingar í rannsóknastarf- seminni og í nýútkominni skýrslu frá Rala má sjá að gróðurkortin hafa með öllu verið strikuð út af verk- efnaskrá stofnunarinnar! Það er ótrúlegt en satt að á sama tírna og því er með réttu haldið fram að gróðureyðingin sé „mesta umhverf- isvandamál þjóðarinnar" skuli ekki vera fyrir hendi sá metnaður að ljúka úttekt á stærð og eðli gróðurs í landinu. Hvernig hyggst Landgræðsla rík- isins fylgjast með ástandi og breyt- ingum á gróðri í landinu og gera heildaráætlun um endurheimt land- gæða án þess að hafa gróðurkort af landinu öllu sem sýnir hvemig núverandi gróðurfar er? Andrés ræðir um það sem hann telur kosti og galla gróðurkortanna, en einkum þó hið síðamefnda. Hann finnur þeim til foráttu að „þau veita hins vegar ekki nœgar upplýsingar um jarðvegseyðingu eða gróðurskil- yrði, þ.e. hœttu á jarðvegseyðingu eða á hvaða stigi hún er, hvers konar gróður gœti þrifist á hverjum stað, né um ástand lands yfirleitt. í Ijós hefur því komið að ýmsar grundvallarforsendur hefur vantað við útreikninga á heitarþoli lands. I sumum tilvikum hefur þetta leitt til verulegs ofmats “. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að takmörk eru fyrir því upplýsingamagni sem hægt er að koma fyrir á prentuðu korti. Það er þá bætt upp með öðrum hætti - í rituðu máli, tölum eða myndrænt. Og nú er komin til sögunnar ný tækni við kortagerð - stafræn kort - sem gerbreyta formi og notagildi kortagagna, en það er önnur saga. Hins vegar eru framangreindar staðhæfingar Andrésar í meginatrið- um rangar. Gróðurkortin eru einnig jarðvegskort að því leyti að ólík gróðurlendi endurspegla ólíkar jarð- vegstegundir og jarðvegsskilyrði. Kortin eru í stórum mælikvarða og sýna hvar gróður- og jarðvegseyðing á sér stað, og þau sýna hvar eru sandfokssvæði því að ógróið land er einnig flokkað eftir yfirborðsgerð- um. Kortin veita upplýsingar um ástand lands því að tegundasamsetn- ing gróðurlendanna og þéttleiki gróðurþekjunnar eru m.a. mæli- kvarði á ástandið. Á sama hátt segja öll þessi atriði - jarðvegur, gróður- far, gróðurþekja og nærliggjandi sandsvæði - hvar helst er hætta á gróður- og jarðvegseyðingu. Andrés skýrir frá því að á Rala hafi nýlega verið hafnar rannsóknir á jarðvegseyðingu, en þær eru m.a. fólgnar í kortlagningu á útbreiðslu eyðingarinnar og frekari hættu á henni. Slík kortagerð er löngu tímabær og þörf viðbót við gróð- 692 FREYR - 19*94

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.