Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 13

Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 13
Gróðurmœlingar á hálendinu. (Ljósm. Einar Gíslason). urkortin, en hún kemur hvorki í stað þeirra né Ieysir okkur undan þeirri nauðsyn og skyldu að Ijúka gerð þeirra sem fyrst. Gildi rann- sókna á jarðvegseyðingu er jafn- mikið fyrir það, og þess vegna er alger óþarfi að reyna að rýra gildi gróðurkortanna. Vistfrœðirannsóknir Andrési verður tíðrætt um að hér á landi hafi „rannsóknum á vistkeif- um, þar með töldum gróðurskilyrð- um“ ... „sáralítið verið sinnt". Þetta á að vera ein af skýringunum á tak- mörkuðu gildi gróðurkortanna til að spá um hvaða gróður geti þrifist og við mat eða útreikninga á beitarþoli lands. Það er undarlegt að Andrés skuli nota orðalagið „sáralítið“ í þessu sambandi því að ég man ekki betur en að hann hafi sjálfur tekið beinan þátt í þeim víðtæku rann- sóknum á gróðurskilyrðum sem unnið var að um langt árabil víðs vegar um land í sambandi við gróðurkortagerðina. Þar voru könn- uð áhrif ýmissa umhverfisþátta á gróðurfar og framleiðslugetu allra algengustu gróðurfélaga landsins og má Andrési til upprifjunar nefna að meðal þessara þátta voru: Hæð rann- sóknasvæða yfir sjávarmáli, berg- grunnur, gerð, raki og dýpt jarðvegs, halli og hallaátt landsins, yfirborðs- gerð landsins og beitarsaga eftir því sem hún var kunn. Reynt var að tengja þessi gögn upplýsingum um veðurfar á næstu veðurathugunar- stöðvum. Ýmsir aðrir aðilar hafa unnið að því að kanna vistfræði íslenskra gróðurlenda. Að sjálfsögðu þarf að gera miklu meira á þessu sviði, og m.a. vegna aukinnar þekkingar og stöðugrar tækniþróunar hlýtur það verkefni að vera tilhlökkunarefni þeim er til kunna. En þá er að hefj- ast handa við að bæta við þekking- una í stað þess að eyða tímanum í að telja mönnum trú um að ,,sáralítið “ hafi verið gert. „Gömul“ og ný viöhorf í nýtingu beitilanda Andrés lýsir yfir þeirri skoðun sinni að þær leiðir sem hafa verið famar hér á landi til að ákvarða beitarþol séu rangar og samræmist ekki því „hvaða áhrif hreytt viðhorf hafa á hugtakið beitarþol hér á landi“, eins og hann kemst að orði. Endalaust má deila um aðferðafræði en mér er ekki kunnugt um hvaða breytt viðhorf til gróðumýtingar og landvemdar hafa nýlega skotið upp kollinum sem okkur hafa ekki lengi verið kunn. Til fróðleiks er hér eitt af þeim „nýmælum" sem Andrés nefnir sem dæmi um breytt við- horf:,,V';V’5ö er nú mikil áhersla lögð á skipulag beitar með verndunar- sjónarmið að leiðarljósi, jafnframt því sem horft er til afurða sem að sjálfsögðu fer oft saman Hvaða sjónarmið önnur en vernd- un gróðurs og jarðvegs skyldu hafa verið höfð að leiðarljósi í þeirri áratugalöngu baráttu sem hér hefur verið háð fyrir hóflegri nýtingu gróðurs? Og hversu rækilega hefur ekki verið á það bent að hófleg nýting gefur, þegar til lengri tíma er litið, meiri afurðir af búfénu. Það hafa menn vitað lengi og er ekkert nýmæli. Hitt er svo annað mál að þrátt fyrir þetta hefur því miður ekki tekist að ná víðtækri samstöðu um stjóm og skipulag beitar hér á landi, og það ætti að vera áhyggjuefni þeim sem þau mál heyra undir. Ákvörðun ó beitarþoli - vandamál? Andrés virðist hafa þróað með sér mikla vantrú á því að unnt sé að ákvarða beitarþol eða hæfilegt beit- arálag á landi og segir m.a.: „Mat á hœfilegu beitarálagi er fjarri því að vera einfalt útreikningsdœmi“ og „Beitarþol er ákaflega flókið og jafnframt misnotað hugtak“. Ég get tekið undir það að ákvörðun á beitarþoli er margþætt en samt ekk- ert flóknari en margt annað sem varðar nýtingu náttúruauðlinda. Fiskifræðingar og haffræðingar treysta sér til að ákvarða með ásætt- anlegri nákvæmni „beitarþol hafs- ins“, eins og Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, kall- aði það. Hvers vegna skyldum við ekki geta ákvarðað beitarþol gróðurs sem hefur það meira að segja um- fram fiskinn að vera staðbundinn og blasa við augum okkar! Það var bjargföst skoðun okkar sem unnum að gróður- og beitar- þolsrannsóknunum að þetta væri hægt með því að nýta þá þekkingu og gögn sem til voru í landinu og erlendis og með því að afla þeirrar gagna sem á vantaði. Þessi skoðun hefur ekki haggast enda tókst með góðu samstarfi fjölmargra vísinda- manna í ýmsum greinum að leggja grundvöll að ákvörðun að beitarþoli landsins. Hins vegar gerðu menn sér grein fyrir að stöðugt yrði að styrkja þann grunn betur með meiri þekk- ingarleit, en það á við um allar rann- sóknir. Lítill stuðningur við rannsóknir ó beitilöndum? Andrés segir að óvíða hafi verið „jafn illa stutt við rannsóknir á jarðvegi, gróðri, beit og landnýtingu almennt og hér á landi. Afþví leiðir m.a. að þótt aðferðafrœðin sem notuð var við mat á beitarþoli mœti 19*94 - FREYR 693

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.