Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1994, Side 15

Freyr - 01.10.1994, Side 15
Grasrœktartilraun á Auðkúluheiði. (Ljósm. Ása Aradóttir). vikum þarf síðan að ákveða hve mikið af þessari stofnstærð og fram- leiðslu hennar má nýta án þess að auðlindin gangi úr sér, eða þannig að hún batni ef ástand hennar er slæmt. Hvað gróðurinn varðar þarf alltaf að skilja eftir ákveðið magn ársuppskerunnar við lok beitartím- ans, hvert sem ástand landsins er, og er það magn breytilegt eftir því hvaða gróður er um að ræða. Það er hlutverk Rala að rannsaka þessa þætti, að finna „stofnstærð- ina“, en þar með er ekki fundið beitarþol landsins, og það er ekki í verkahring Rala að ákvarða það. Það ofmat á beitarþoli sem Andrés talar um að aðferðin gefi er fengið með því að taka tölur af þéssu stigi rannsóknaferlisins, og það er rangt. Þetta veit Andrés, og þess vegna talar hann gegn betri vitund. Endanleg ákvörðun á nýtingar- hlutfallinu og þar með beitarþoli landsins byggist síðan á ástandi gróðursins og hvort gróður- og jarðvegseyðing á sér stað á við- komandi svæði. Sú ákvörðun er í höndum Landgræðslu ríkisins sem lögum samkvæmt á að fylgj- ast með ástandi gróðurs í landinu. Spumingin er svo hvernig Land- græðslan hefur sinnt því, sennilega mikilvægasta, hlutverki sínu til þessa. Reynslan á Suður-Grœnlandi Á Suður-Grænlandi notuðum við þessa aðferð á árunum 1977 - 1981, að ósk Grænlendinga, til að ákvarða beitarþol í þeim 35 beitarsvæðum sem þar eru, og þar hefur verið farið eftir niðurstöðum þeirra ákvarðana. Jafnframt var þar komið upp kerfi til að fylgjast með hugsanlegum breyt- ingum á ástandi gróðursins. Fyrir tveimur árum kom í ljós að gróður hafði gengið úr sér í Brattahlíð vegna harðæris og of mikillar vetr- arbeitar. Að fengnum þeim úrskurði okkar var, með samþykki bændanna, ákveðið að girða svæðið af og friða það að nokkru eða öllu leyti fyrir beit þangað til gróðurinn hefur náð sér að nýju. Þarna ríkir fullur trúnaður milli bænda, rannsóknarmanna og ráðu- nauta, og sá trúnaður skilar sér í verki. Lokaorð Á íslandi hefur verið unnið mikið og árangursríkt starf að rannsóknum á beitilöndum, ástandi þeirra og framleiðslugetu. Skortur á upplýs- ingum um þau eru því ekki ástæða þess að hér hefur ekki náðst víðtæk samstaða um nýtingu beitilandanna. Það ætti að vera öllum ljóst að engin aðferð er til sem fyrirfram geti með fullu öryggi sagt fyrir um beitarþol lands, fremur en um rétt nýtingarhlutfall fiskistofna eða ann- arra líffræðilegra auðlinda. Það sem endanlega ræður er veðurfar og önn- ur ytri skilyrði sem ekki er unnt að Á aðalfundi Rannsóknarstofu mjólk- uriðnaðarins snemma í mars 1994 var ákveðið að stofan skyldi flutt annað hvort til Akureyrar eða Borgamess. Stjóm var falið að velja hagstæðari kostinn. Að athuguðu máli var ákveðið að flytja hana til Borgarness. Þjóðskalasafn íslands hafði þá sagt upp leigusamningi við stofuna og skyldi hún rýma húsnæðið að Lauga- vegi 162 í Reykjavík um mitt þetta ár. Flutningamir fóru fram um mán- aðamótin júlí-ágúst. Stofan er nú í sjá fyrir eða hafa áhrif á. Þær niðurstöður sem rannsóknir leiða í ljós eru hins vegar nauðsynleg við- miðun sem leiðrétta verður eftir þörfum, þegar aðstæður eru af- brigðilegar. Sú aðferð sem hér hefur verið lýst og byggist á framleiðslugetu og ástandi landsins er ágætlega fallin til ákvörðunar á beitarþoli. Hún er vissulega ekki hafin yfir réttmæta gagnrýni og grunn hennar þarf stöðugt að styrkja með frekari rann- sóknum sem ná til fleiri ára. Komi fram önnur betri aðferð sem byggist á mælingum er það af hinu góða. Huglægt mat á nýtingu gróðurs er hins vegar ekki ásættanlegt, síst af öllu í landi þar sem gróður er jafn viðkvæmur og illa farinn og hér. húsnæði Mjólkursamlags Borgfirð- inga, Engjaási, Borgamesi. Þar leigir hún m.a. það rými sem áður hýsti mötuneyti starfsfólks og fundarsal. Starfsfólk er að mestu nýtt, búsett í Borgamesi. Starfsemi rannsóknar- stofunnar er með óbreyttu sniði í Borgamesi. Póstfang, síma- og fax- númer eru nú: Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins Pósthólf 70 310 Borgames Sími: 93-72220, símfax: 93-72230. 19'94 -FREYR 695 Rannsóknarstofa mjólkur- iönaöarins flutt í Borgarnes

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.