Freyr - 01.10.1994, Page 18
Valmetverksmiðjurnar í Suolahti. Ljósm. Valmet.
Hannu Niskanen.
fararbroddi. Um tvö þúsund manns
vinna alls hjá Valmet fyrirtækinu og
en það er eitt af stærstu fyrirtækjum
í Finnlandi.
Það var tekið mjög vel á móti
okkur og fyrirtækið sýndi okkur
þann heiður að forstjóri söludeildar
þess fyrir Evrópu, Hannu Niskanen
að nafni, var leiðsögumaður okk-
ar um dráttarvélarverksmiðjuna og
eyddi miklum tíma í það. Þó var
hann þreyttur og svefnlaus, því nótt-
ina áður hafði hann komið frá
Portúgal, þar sem Valmet hefur
útibú og verksmiðju. Niskanen
skýrði fyrir okkur rekstur fyrirtæk-
isins. Það er rétt að geta þess að
Valmet hefur líka verksmiðjur í
Brasilíu og þar vinna nær eingöngu
Brasilíumenn og nokkrir Finnar. Þar
eru starfsmenn yfir tvö þúsund.
Hannu Niskanen sagði okkur frá
því að enginn hefði trúað því árið
1988 að Finnar gætu orðið gjald-
gengir í dráttarvélaframleiðslu. Nú
reka þeir þessa einu verksmiðju á
Norðurlöndum sem framleiðir drátt-
arvélar, aðra í Portúgal og þá þriðju
í Braselíu og sú síðastnefnda er
önnur stærsta dráttarvélaverksmiðj-
an í Ameríku, að því er hann sagði.
Valmet vélar eru seldar til fimmtíu
landa og eru í mikilli sókn, eitt af
fáum fyrirtækjum í Finnlandi og
þeir hafa fjölgað starfsmönnum und-
anfarin ár.
Sagði Niskanen að Valmet-drátt-
arvélamar hefðu nýlega hlotið sn.
698 FREYR - 19'94
9001-gæðastaðal bandaríska hersins
og taldi þær einu dráttarvélarnar
sem hefðu uppfyllt þann staðal.
Hannu Niskanen var tvö ár verk-
smiðjustjóri í Tansanínu í Afríku.
Hann sagði okkur frá því að í
Finnlandi vildu bændur láta gera við
traktora sína heima á bænda-
býlunum og Valmet hagar þjónustu
sinni eftir því.
Hann sýndi okkur töflur yfir fram-
leiðsluna og þar kom fram að þrátt
fyrir kreppu og samdrátt í sölu drátt-
arvéla alment hefði Valmet aukið
markaðshlutdeild sína úr 6.890
vélum 1991 í áætlað 14.000 1994 í
heild. Framleiðslan í verksmiðjunni
í Finnlandi hefur nær tvöfaldast á
sama tíma. Valmet er mest selda
dráttarvél á Norðurlöndum enda
hönnuð fyrir norðlæg skilyrði.
Valmet er hlutafélag og finnska
ríkið á 70% í því. Aðspurður sagði
Niskanen að verkamenn í Valmet-
verksmiðjunum hefðu átta þúsund
finnsk mörk á mánuði eða u.þ.b. eitt
hundrað og sex þúsund íslenskar
krónur og af því borga þeir 30% í
skatt. Sjálfur borgar hann 50% í
skatt af sínu kaupi. Allmargt kven-
fólk vinnur í verksmiðjunni eða 8%
af starfsliði. Vinnuvikan er 40
klukkustundir, tvær átta tíma vaktir
á dag. Þeir framleiða tuttugu og einn
traktor á degi hverjum. Viðskipta-
vinir verksmiðjunnar geta fengið þar
ýmsa þjónustu fyrir sjálfa sig, t.d.,
geta þeir látið merkja væntanlega
dráttarvél með nafni sínu og sumir
koma til að vera við þegar vélin
þeirra er að „fæðast" ef svo má segja,
þ.e. þegar byrjað er að smíða hana.
Við tókum eftir því að þessi
verksmiðjan er ákaflega hreinleg og
loftgóð. Það virtist vera frjálslegt
andrúmsloft meðal starfsmanna
gagnstætt því sem var í annari drátt-
arvélaverksmiðju á meginlandinu
sem ég heimsótti fyrir tveimur árum.
Þama eru róbótar eða vélmenni
sem vinna ýmis störf, bora og sjóða
saman vélahluti og sprauta málningu
á vélamar. Verkamenn fara gjaman
á hlaupahjólum um verksmiðjusal-
ina, það var dálítið gaman að sjá
það.
I anddyrinu í Valmet verksmiðj-
unni er stærsti skrautsteinn sem ég
hef nokkum tímann séð. Hann er sex-
tíu til sjötíu sentimetrar að hæð,
sagaður sundur eftir endilöngu og
hvelfdur í sárið og þar eru ametyst
kristallar, fjólubláir og hvítir; þetta
var hreinasta listaverk. Þessi steinn
var gjöf frá útibúinu í Brasilíu og
þaðan ættaður.
Um kvöldið var okkur haldin
dýrindis veisla og Hannu Niskanen
var gestgjafinn og hafði frá mörgu
skemmtilegu að segja. Hann sagðist
hafa komið frá grasrótinni, byrjaði
sem vélvirki og síðan verkstjóri, þá
fór hann í verkfræðingaskóla og
lauk þar námi, og hefur því mjög
fjölbreytta og rnikla starfsreynslu.
Hann skýrði okkur frá því að