Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1994, Síða 20

Freyr - 01.10.1994, Síða 20
Verksmiðjuframleidd timburhús frá Rantasalmi-jyrirtœkinu. Við gafl þess standa þeir Þorgeir Orn Elíasson, Reykjavík, Finnur Haraldsson, Háafelli í Dölum og Kristján Sigfússon á Húnsstöðum á Asum. töluvert eftirspum eftir þeim. Sal- fyrir bændagistingu og sagði jafn- minen taldi að þessi hús hentuðu vel framt að Finnar hefðu forystu í verksmiðjuframleiddum timburhús- um í heiminum. Þessi hús eru fram- leidd úr svonefndum „redwood", sem ég held að sé furutegund, en þau tré eru að sögn Salmínens áttatíu ár að vaxa þar til þau eru talin hæf til að smíða hús úr þeim. Fyrirtækið flytur út 700 hús til Japans á ári og Salminen var einmitt að fara til Japans í viðskiptaferð eftir klukktíma. I timburhúsunum er ekkert plast og þau eru einangruð með pappírs- massa sem er meðhöndlaður á sér- stakan hátt til þeirra nota. Við ferðalangamir fórum frá Finn- landi margs fróðari eftir dvölina og ferðalögin um landið og ánægjuleg kynni af landi og þjóð, og við erum þakklátir fyrirtækjunum Bújöfri hf. og Valmet sem buðu okkur til þess- arar ferðar. J.J.D. Landgrœðsluverðlaun 1994 Flinn 16. september sl. fór fram afhending Landgræðsluverðlauna 1994. Verðlaunin eru veitt þeim sem skarað hafa fram úr í þágu land- græðslu og gróðurvemdar. Athöfn- in fór fram í höfuðstöðvum Land- græðslu ríkisins í Gunnarsholti og afhenti Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra þau. Verðlaunin hlutu að þessu sinni: Arni Gestsson, Reykjavík Böðvar Jónsson, Gautlöndum, Mý- vatnssveit Skógrœktarfélag Garðabœjar. Fyrir Böðvar Jónsson veitti Asgeir Böðvarsson, sonur hans, verðlaun- unum viðtöku og fyrir Skógræktar- félag Garðabæjar, Erla Bil Bjama- dóttir, formaður félagsins. Landgræðsla ríkisins leggur vax- andi áherslu á þátttöku almennings í landgræðslustarfinu. Hlutverk land- græðsluverðlaunanna er að kynna og efla enn frekar hið mikla sjálf- boðaliðastarf á þessu sviði sem unnið er víða um land. Leitað var tilnefninga til verð- Iaunanna frá öllum búnaðarsam- böndum og umhverfisnefndum á Viðtakendur Landgrœðsluverðlauna, ásamt landgrœðslustjóra og forsœtisráðherra, f.v. Sveinn Runólfsson, Asgeir Böðvarsson, Erla Bil Bjarnadóttir, Árni Gestsson og Davíð Oddsson. (Freysmynd). landinu. Dómnefnd skipuðu Hákon Sigurgrímsson, Hulda Valtýsdóttir, Niels Ámi Lund, Sveinn Runólfsson og Þóroddur F. Þóroddsson. Verðlaunagripirnir voru útskornir skildir, sem hagleikskonan Sigríður J. Kristjánsdóttir á Grund í Vill- ingaholtshreppi, hefur skorið út. Þetta er þriðja sinn sem Land- græðsluverðlaun eru veitt. 700 FREYR- 19*94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.