Freyr - 01.10.1994, Qupperneq 24
Auðhumla 594
Vel heppnuð landbúnaðar-
sýning a Hrafnagili
Landbúnaðarsýningin Auðhumla
’94 á Hrafnagili sem haldin var
dagana 20.-27. ágúst sl., tókst með
miklum ágætum. Hún var fjölbreytt
og vel skipulögð og veður var gott
flesta sýningardagana. Fjöldi fólks
sótti sýninguna úr öllum landshlut-
um, t.d. voru dæmi þess að Sunn-
lendingar færu Sprengisand og
Kjalveg á leið sinni norður í Eyja-
fjörð.
Hingað til hefur það tíðkast hér á
landi að félög og stofnanir hafi
staðið fyrir þeim landbúnaðarsýn-
ingum sem haldnar hafa verið. Nú
var brotið blað í þá venju og ein-
staklingar höfðu framkvæmd og
forystu um þessa sýningu með
glæsilegum árangri. Freyr átti tal
fyrsta dag sýningarinnar við Jóhann-
es Geir Sigurgeirsson, bónda |og
alþingismann á Öngulsstöðum, ann-
an þeirra manna sem áttu frumkvæði
að landbúnaðarsýningunni.
- Við Hreiðar Hreiðarsson veit-
ingamaður í Vín í Eyjafjarðarsveit
hittumst héma við bensíndæluna á
laugardagsmorgni fyrir réttu ári,
sagði Jóhannes og þá viðraði Hreið-
ar þessa hugmynd við mig hvort
ekki ætti að drífa hér upp landbún-
aðarsýningu. Hann var búinn að
drepa á það við einhverja fleiri áður,
en ekki fengið þær undirtektir sem
hann hefði kosið. Það má kannski
segja að upphafið hafi verið þetta
samtal við bensíndæluna. Fram-
haldið þróaðist út frá því. Frá upp-
hafi höfðum við gott og náið sam-
starf við sveitarstjóm Eyjatjarðar-
sveitar og Búnaðarsamband Eyja-
fjarðar, þó svo að málin æxluðust
þannig að þeir aðilar kæmu ekki að
sem beinir þátttakendur.
Undirbúningsvinna hófst svo að
fullu um sl. áramót. Við höfðum þá
stofnað félagið „Lifandi land hf.“ og
réðum Vöku Jónsdóttur á Punkti í
þjónustu þess. Hún var í hálfu starfi
fram í maí og í fullu starfi síðan.
704 FREYR - 19'94
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Framtak tveggja fjölskyldna
Jóhannes Geir sagðist hafa unnið
að þessu máli í allt sumar með konu
sinni Kristínu Brynjarsdóttur og líka
þau hjónin Hreiðar og Þórdís
Bjarnadóttir eins og þau hefðu getað
með sínum rekstri.
Þannig að sýningin er framtak
þessara tveggja fjölskyldna?
Já, sýningin okkar heitir Auð-
humla ’94, og hún er haldin undir
einkunnarorðunum „Lifandi land“
og félagið sem við stofnuðum um
hana heitir Lifandi land hf.
Jóhannes sagði að undirtektir
manna og fyrirtækja hefðu yfirleitt
verið góðar við hugmyndina. Að
vísu væru erfiðir tímar hjá ýmsum
fyrirtækjum og stofnunum og að það
hafði þurft að ýta við sumum þeirra.
Það útheimti geysilega vinnu að
hrinda svona verkefni í framkvæmd.
Jafnvel þó að menn hefðu áhuga og
vildu taka þátt, hefði þurft að fylgja
því mjög vel eftir til þess að ná
þessu saman.
I sýningarskránni voru skráðir um
80 sýnendur, þar af voru nokkrir
sem eru skráðir tvisvar, bæði á inni-
og útisvæði þannig að raunveruleg
tala sýnenda var um 70. Til viðbótar
Vaka Jónsdóttir.
voru svo margir sem þama komu
fram með listmuni, málverk á mál-
verkasýningu, heimaunna muni frá
„Högum höndum“, samtökum
áhugafólks um heimilisiðnað og
muni aldraðra sem þar voru sýndir.
Tala sýnenda var því langt á annað
hundrað.
Fyrr á árum voru haldnir bænda-
dagar hér í Eyjafirði, sagði Jóhannes
Geir, og mjög myndarlega að þeim
staðið. Þá voru oft á tíðum sýndar
vélar og búfénaður en ekki í þessu
formi, því sem menn hafa kallað
landbúnaðarsýningu hér á landi.
Þetta mun því vera fyrstu raun-
verulega landbúnaðarsýningin hér
norðan fjalla sem haldin hefur verið
með þessu sniði.
Er þetta ekki lfka fyrsta landbún-
aðarsýningin sem haldin er að
frumkvæði einstaklinga?
Ég býst við því og það er kannski
merki um breytta tíma. Og við höf-
um lært að það hefur bæði kosti og
galla. Við höfum gert ýmsa hluti
með okkar fólki ódýrara heldur en ef
við hefðum þurft að kaupa allt að á
fullu verði, til að mynda öll vinna
hér við útisvæði og mikið af und-
irbúningsvinnunni er þannig að fyrir