Freyr - 01.10.1994, Síða 32
Tíðindi af tölvumálum
eftir Jón Baldur Lorange, forstöðumann tölvudeildar BÍ
Ýmis tíðindi eru á sviði tölvumála landbúnaðarins og skal nú rakið það helsta
sem snertir tölvudeild Búnaðarfélags íslands.
Búnaðarfélag íslands hefur sett á
laggimar tvo samráðshópa um for-
ritun. Samráðshópur um forritun í
þágu jarðræktar og jarðræktarleið-
beininga var skipaður í september
og hefur það verkefni með höndum
að leggja á ráð um gerð forrita fyrir
leiðbeiningar í jarðrækt, svo sem
áburðarleiðbeiningar o.fl., sem henta
þykir hvort sem er fyrir bændur eða
ráðunauta sérstaklega. Hópurinn
mun kynna sér hvað liggur fyrir á
þessu sviði hérlendis og í nágranna-
löndunum og hugsanlega henti ís-
lenskum aðstæðum. Þá verður eitt af
verkefnum hópsins að fylgjast með
þeirri forritagerð, sem ákveðið yrði
að ráðast í. I samráðshópnum eru
Guðmundur Helgi Gunnarsson,
ráðunautur á Akureyri, Hjörleifur
Ólafsson, bóndi á Fossi, Hruna-
mannahreppi, Kristján Bjarndal
Jónsson, ráðunautur á Selfossi, Ámi
Snæbjörnsson og Óttar Geirsson,
ráðunautar BI og Jón Baldur Lor-
ange, forstöðumaður tölvudeildar,
sem mun leiða hópinn.
Samráðshópur um forritun í sauð-
fjárrækt var skipaður í byrjun sum-
ars og er samráðsvettvangur notenda
Fjárvíss, Búnaðarfélagsins og bún-
aðarsambanda um áframhaldandi
þróun á forritinu Fjárvís. í hópnum
eru Sólrún Ólafsdóttir, bóndi á
Kirkjubæjarklaustri II, Jón Viðar
Jónmundsson, ráðunautur BÍ, Gunn-
ar Þórarinsson, ráðunautur f Vestur-
Húnavatnssýslu, Ólafur Dýrmunds-
son, ráðunautur BÍ og Jón Baldur
Lorange, forstöðumaður tölvudeild-
ar BI. Einn fundur hefur verið
haldinn þar sem farið var ítarlega
yfir forritið Fjárvís og hvaða verk-
liðir skyldu vera í næstu útgáfu af
forritinu. Mæsta útgáfa Fjárvíss
verður númer 1,5 og er stefnt að því
að hún komi út um miðjan nóvem-
ber nk. í henni verður m.a. unnt að
fá skýrsla um æviferil gripa og
verður þá hægt að lesa inn eldri
Jón Baldur Lorange.
skýrsluhaldsupplýsingar úr gagna-
safni BÍ, fjárbók fyrir ákveðið ár
(sambærilegt og í skýrsluhaldi nú)
o.fl. Viðræður við Hjálmar Ólafs-
son, forritara Fjárvíss, hafa staðið
yfir vegna þessarar vinnu.
Þá hefur verið keypt forritið
DanMink frá Danmörku fyrir loð-
dýrarækt. Ætlunin er að nokkrir
loðdýrabændur skrái skýrsluhald sitt
á eigin einmenningstölvu og er
starfsfólk tölvudeildar að kynna sér
forritið þessa dagana. Guðlaug Ey-
þórsdóttir hefur haft umsjón með
skýrsluhaldinu í loðdýrarækt og
mun áfram, eins og áður, þjónusta
þá loðdýrabændur sem eru þátttak-
endur í sameiginlegu skýrsluhaldi í
greininni.
Svínabændur hafa einnig látið
þróa forrit fyrir svínaframleiðslu,
sem Tölvumyndir h.f. hafa samið.
Forritið heitir einfaldlega Svín og er
Windows forrit og hefur verið vand-
að vel til verksins. Tölvudeildin er
að kynna sér forritið og er ætlunin
að smærri svínaframleiðendur geti
sent inn gögn til vinnslu hjá Bún-
aðarfélaginu. Ráðunautur í svína-
rækt er Pétur Sigtryggsson.
Forritið Einka-Fengur, fyrir
hrossaræktendur, hefur selst jafnt og
þétt og hafa yfir fimmtíu eintök
verið seld og þar af fimm til útlanda.
Forritun á útgáfu 0,8 stendur nú yfir
og með þeirri útgáfu fylgir fyrsta
gagnauppfærslan til notenda. Frá því
gagnasafn Einka-Fengs var keyrt út
úr aðalgagnasafni Fengs þann 10.
febrúar s.l. hafa rúmlega 5 þúsund
hross bæst í gagnasafnið og upplýs-
ingum um annað eins af hrossum
hefur verið breytt. Með gagnaupp-
færslunni fylgja allir kynbótadómar
sumarins og nýtt kynbótamat.
Ný útgáfa (0,8A) af forritinu Odda
kom út í september. Oddi er forrit
fyrir afkvæmarannsóknir á hrútum
og fyrir mat á líflömbum.
Á þessu ári hafa forritaramir
Þráinn Vigfússon og Valdimar
Tryggvason unnið að gerð forrita
fyrir samanburð á bókhaldsgögnum
og áætlunargerð fyrir búrekstur.
Forritin verða sjálfstæð Windows
forrit, skrifuð í Visual Basic, en nýta
sér bókhaldsgögn úr bókhaldsforrit-
inu Búbót. Prófunarútgáfur verða
tilbúnar innan skamms.
Fjári, félag um íslenska fjárhund-
inn, hefur leitað til Búnaðarfélags
Islands og óskað eftir þjónustu við
skýrsluhald í hundarakt. Einnig
hefur Smalahundafélag íslands beð-
ist þess sama. Búnaðarfélagið hefur
hafið samstarf við þessa aðila og
vinna er komin á fullt með gerð for-
rits fyrir skýrsluhald í hundarækt.
Forritið verður byggt á grunni for-
ritsins Feng, sem heldur utan um
skýrsluhald í hrossarækt. Aðalverk
þessa nýja forrits verður útgáfa
vandaðra og viðurkenndra uppruna-
vottorða, sem og uppbygging gagna-
safns um ætterni hunda og eigin-
leika.
712 FREYR - 19'94