Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1994, Page 36

Freyr - 01.10.1994, Page 36
Þór hf. gengur til samstarfs við John Deere Ford Motor Company hœttir framleiðslu traktora Þór hf. hefur verið umboðsaðili fyrir Ford traktora og búvélar í 28 ár á íslandi og selt á tólfta hundrað traktora á því tímabili. Nú hefur það gerst að Ford Motor Company hefur selt traktorverksmiðjur sínar til Fiat samsteypunnar og hœtt allri framleiðslu traktora. Slarfsmenn Þór hf., frá vinstri: Karl Geir Arason, Oddur Einarsson, Baldur Þorsteinsson og Bjarni Björnsson. Fiat mun fyrst um sinn halda áfram framleiðslu á núverandi gerð- um Ford traktora en notkun Ford vörumerkisins takmarkast við örfá ár. Má því segja að Ford og Fordson traktorar heyri brátt sögunni til. Þór hf. sem er einn stærsti inn- flytjandi búvéla á íslandi hefur því gengið til samstarfs við stærsta og virtasta framleiðanda traktora í dag, John Deere. John Deere er bandarískt fyrir- tæki, sem er sérhæft í smíði traktora og annarra búvéla, m.a. þreskivéla, rúllubindivéla o.fl. búvéla. John Deere traktorar hafa um áratuga skeið verið leiðandi á markaðnum í öllum helstu landbúnaðarlöndum heims, m.a. með allt að 70% mark- aðshlutdeild í Bandaríkjunum. Á Evrópumarkaði hefur John Deere verið að sækja mjög á undanfarin ár, og er nú meðal stærstu traktorfram- leiðanda álfunnar. Að sögn Einars Þorkelssonar for- stjóra Þór hf. hefur John Deere fyrirtækið frá upphafi lagt megin áherslu á vöruvöndun og rekstrar- öryggi framleiðslu sinnar, og hefur þessi stefna fyrirtækisins skilað því vel áleiðis, því að í dag er John Deere eini traktorframleiðandi heims sem ekki á við einhvers konar fjárhagsörðugleika að etja. Fyrir- tækið horfir björtum augum fram á við og hefur mikla trú á framtíðinni. í því skyni hefur John Deere lagt mikla fjármuni á undanförnum árum í uppbyggingu fullkomnustu traktor- verksmiðja heims, m.a. í Evrópu, ásamt því að fjárfesta í framþróun traktora sinna. I dag er svo komið að John Deere býður tæknilega full- komnustu og þróuðustu traktora sem völ er á. John Deere framleiðir traktora í stærðunum 55 til 225 hö. Þessar vikurnar er Þór hf. að kynna 6000 línuna af traktorunum frá John Deere í stærðunum frá 75 til 120 hö. Þessar vélar kynnti Þór hf. í fyrsta sinn á landbúnaðarsýningunni á Hrafnagili í Eyjarfirði í ágústlok sl. og vöktu þær mikla athygli og almenna hrifningu bænda. Einkum vakti grindarbygging traktoranna sérstaka eftirtekt, en almennt er álitið að grindarbygging verði nauð- synleg á stærri véluni með tilkomu þungra tengitækja og öflugri mokst- urstækja. Undirbúningur að innflutningi John Deere traktora til íslands af hálfu Þór hf. hefur staðið í nokkra mánuði, og sl. mánuð hafa vélamar verið sýndar á nokkrum stöðum á / John Deere traktornum er olíukœld fjöldiskakiiplinf! sem er viðhaldslaus og endist lengur en aðrar traktorskúpl- ingar. 716 FREYR- 19'94

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.